Viðskipti innlent

Gunnar á­fram hafnar­stjóri Faxa­flóa­hafna

Kjartan Kjartansson skrifar
Gunnar Tryggvason hefur starfað fyrir Faxaflóahafnir frá árinu 2016.
Gunnar Tryggvason hefur starfað fyrir Faxaflóahafnir frá árinu 2016. Vísir/Arnar

Stjórn Faxaflóahafna samþykkti að ráða Gunnar Tryggvason sem hafnarstjóra Faxaflóahafna á fundi sínum í morgun. Ráðgefandi hæfnisnefnd er sögð hafa mælt einróma með ráðningu Gunnars í stöðuna.

Gunnar hefur verið starfandi hafnarstjóri frá því í maí. Hann tók við af Magnúsi Þór Ásmundssyni sem var ráðinn forstjóri RARIK í vor.

Sjö sóttu um stöðu hafnarstjóra þegar hún var auglýst til umsóknar í sumar. Gunnar var sviðsstjóri viðskiptasviðs Faxaflóahafna og staðgengill forstjóra.

Gunnar er fæddur árið 1969 og er menntaður rafmagnsverkfræðingur, að því er sagði í tilkynningu Faxaflóahafna þegar hann var ráðinn sem aðstoðarhafnarstjóri árið 2016. Frá 2008 starfaði hann sem fjármálastjóri og aðstoðarframkvæmdastjóri Allrahanda Grey Line ehf. Eftir það var hann ráðgjafi hjá KPMG og sérhæfði sig í orku- og iðnaðarmálum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×