Neyðarástand í fangelsismálum og umhverfi hættulegt fangavörðum Elísabet Inga Sigurðardóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 22. nóvember 2022 23:30 Björn Leví sagði á Alþingi í dag að fangelsismál væru í ólestri. Vísir/Vilhelm Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata segir fangelsismálin í algjörum ólestri og lýsir yfir neyðarástandi í málaflokknum. Dómsmálaráðherra segir ástandið alvarlegt. Gríðarlegt álag sé á fangelsin, samanborið við fyrri ár, sem skapi ófyrirséðan kostnað. Rætt var við Björn Leví Gunnarsson þingmann Pírata og Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2. Björn Leví sagði á Alþingi í dag að hann hafi beðið um gögn sem dómsmálaráðuneytið sendi fjármálaráðuneytinu vegna fjármálaáætlunar fyrri ára. Viðbrögðin hafi verið ótrúleg; gögnin væru trúnarðamál að beiðni fjármálaráðuneytisins. „Við fengum mjög alvarlegar ábendingar á fundi fjárlaganefndar í gær frá dómsmálaráðuneytinu og fangelsismálastofnun sem lýsti í raun skerðingu fanga, neyðarástandi í rauninni, eins og það var orðað og hættulegu umhverfi fyrir fangaverði til dæmis. Þetta er í kjölfarið á að það vantar 120 milljónir í fjárauka sem að dómsmálaráðherra hefur verið neitað um, það vantar 200 milljónir í fjárlög fyrir næsta ár og það er bara til að viðhalda sama ástandi og er – ekki byggja upp meira fyrir félagsaðstoð og betrun, sem við myndum vilja sjá í fangelsunum,“ segir Björn Leví. „Ætti ekki að koma Birni á óvart“ Aðspurður segir dómsmálaráðherra að verið sé að grípa til aðgerða í málaflokknum. „Ástandið er alvarlegt og það ætti ekki að koma Birni á óvart frekar en öðrum af því ég hef ávarpað það nokkrum sinnum á þessu ári. Það er ekki rétt að það sé búið að neita mér um 120 milljónir í fjáraukanum núna, það einmitt er tekið mjög vel í þá beiðni mína og ég geri ráð fyrir því að þær breytingartillögur, ásamt öðrum auknum framlögum á fjárlögum næsta árs munu koma til fangelsismála,“ segir Jón. Dómsmálaráðherra bætir við að tillaga hans til fjármálaráðherra komi líklega fram við aðra umferð fjárlagaumræðunnar. Tölur sem aldrei hafa sést Jón bætir við að álagið sé miklu meira á fangelsum nú heldur en í fyrra. Það hafi skapað gríðarlega mikinn kostnað – enda ófyrirséð. „Við höfum séð hér upp í 60 manns í gæsluvarðhaldi í dag. 40 manns er algeng tala á þessu ári og þar af 20 manns á Suðurnesjum um langan tíma. Þetta eru tölur sem við höfum aldrei séð áður, til að mynda í gæsluvarðhaldi. Síðan erum við með lengingu brota, það er að segja dómar eru lengri en þeir voru. Þegar þetta safnast allt saman þá eykur það álagið og við þurfum auðvitað að horfa til framtíðarlausna í fangelsismálum eins og ég hef ítrekað komið fram á og boðað breytingar í því,“ bætir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra við. Fangelsismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Lögreglan Tengdar fréttir Stóraukinn viðbúnaður í miðborginni um helgina Lögregla verður með stóraukinn viðbúnað í miðborginni um helgina í kjölfar hnífstunguárásar á skemmtistað í síðustu viku og hótana sem hafa farið víða á samfélagsmiðlum í dag. Engu að síður efast lögreglan um sannleiksgildi hótananna. 22. nóvember 2022 16:47 Lögregla telur sig vita uppruna skilaboða sem eru í mikilli dreifingu Skilaboð um yfirvofandi hefndarárás vegna átaka í undirheimunum ganga nú manna á milli á samfélagsmiðlum. Fjölmargir hafa haft samband við fréttastofu vegna skilaboðanna. Fréttastofu er ekki kunnugt um uppruna skilaboðanna en í þeim er fólk varað við því að fara í miðbæinn næstu helgi vegna mögulegrar árása. 22. nóvember 2022 14:41 Lögreglan kalli ekki eftir rafbyssum dómsmálaráðherra Dómsmálaráðherra hefur boðað stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi. Meðal aðgerða í stríðinu er að auka forvirkar rannsóknarheimildir og skoða aukinn vopnaburð, til dæmis með tilkomu rafbyssa. Þingmaður Samfylkingarinnar segir lögreglumenn ekki kalla eftir því sem dómsmálaráðherra vill veita þeim. 21. nóvember 2022 21:08 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Innlent Fleiri fréttir Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Sjá meira
Rætt var við Björn Leví Gunnarsson þingmann Pírata og Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2. Björn Leví sagði á Alþingi í dag að hann hafi beðið um gögn sem dómsmálaráðuneytið sendi fjármálaráðuneytinu vegna fjármálaáætlunar fyrri ára. Viðbrögðin hafi verið ótrúleg; gögnin væru trúnarðamál að beiðni fjármálaráðuneytisins. „Við fengum mjög alvarlegar ábendingar á fundi fjárlaganefndar í gær frá dómsmálaráðuneytinu og fangelsismálastofnun sem lýsti í raun skerðingu fanga, neyðarástandi í rauninni, eins og það var orðað og hættulegu umhverfi fyrir fangaverði til dæmis. Þetta er í kjölfarið á að það vantar 120 milljónir í fjárauka sem að dómsmálaráðherra hefur verið neitað um, það vantar 200 milljónir í fjárlög fyrir næsta ár og það er bara til að viðhalda sama ástandi og er – ekki byggja upp meira fyrir félagsaðstoð og betrun, sem við myndum vilja sjá í fangelsunum,“ segir Björn Leví. „Ætti ekki að koma Birni á óvart“ Aðspurður segir dómsmálaráðherra að verið sé að grípa til aðgerða í málaflokknum. „Ástandið er alvarlegt og það ætti ekki að koma Birni á óvart frekar en öðrum af því ég hef ávarpað það nokkrum sinnum á þessu ári. Það er ekki rétt að það sé búið að neita mér um 120 milljónir í fjáraukanum núna, það einmitt er tekið mjög vel í þá beiðni mína og ég geri ráð fyrir því að þær breytingartillögur, ásamt öðrum auknum framlögum á fjárlögum næsta árs munu koma til fangelsismála,“ segir Jón. Dómsmálaráðherra bætir við að tillaga hans til fjármálaráðherra komi líklega fram við aðra umferð fjárlagaumræðunnar. Tölur sem aldrei hafa sést Jón bætir við að álagið sé miklu meira á fangelsum nú heldur en í fyrra. Það hafi skapað gríðarlega mikinn kostnað – enda ófyrirséð. „Við höfum séð hér upp í 60 manns í gæsluvarðhaldi í dag. 40 manns er algeng tala á þessu ári og þar af 20 manns á Suðurnesjum um langan tíma. Þetta eru tölur sem við höfum aldrei séð áður, til að mynda í gæsluvarðhaldi. Síðan erum við með lengingu brota, það er að segja dómar eru lengri en þeir voru. Þegar þetta safnast allt saman þá eykur það álagið og við þurfum auðvitað að horfa til framtíðarlausna í fangelsismálum eins og ég hef ítrekað komið fram á og boðað breytingar í því,“ bætir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra við.
Fangelsismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Lögreglan Tengdar fréttir Stóraukinn viðbúnaður í miðborginni um helgina Lögregla verður með stóraukinn viðbúnað í miðborginni um helgina í kjölfar hnífstunguárásar á skemmtistað í síðustu viku og hótana sem hafa farið víða á samfélagsmiðlum í dag. Engu að síður efast lögreglan um sannleiksgildi hótananna. 22. nóvember 2022 16:47 Lögregla telur sig vita uppruna skilaboða sem eru í mikilli dreifingu Skilaboð um yfirvofandi hefndarárás vegna átaka í undirheimunum ganga nú manna á milli á samfélagsmiðlum. Fjölmargir hafa haft samband við fréttastofu vegna skilaboðanna. Fréttastofu er ekki kunnugt um uppruna skilaboðanna en í þeim er fólk varað við því að fara í miðbæinn næstu helgi vegna mögulegrar árása. 22. nóvember 2022 14:41 Lögreglan kalli ekki eftir rafbyssum dómsmálaráðherra Dómsmálaráðherra hefur boðað stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi. Meðal aðgerða í stríðinu er að auka forvirkar rannsóknarheimildir og skoða aukinn vopnaburð, til dæmis með tilkomu rafbyssa. Þingmaður Samfylkingarinnar segir lögreglumenn ekki kalla eftir því sem dómsmálaráðherra vill veita þeim. 21. nóvember 2022 21:08 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Innlent Fleiri fréttir Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Sjá meira
Stóraukinn viðbúnaður í miðborginni um helgina Lögregla verður með stóraukinn viðbúnað í miðborginni um helgina í kjölfar hnífstunguárásar á skemmtistað í síðustu viku og hótana sem hafa farið víða á samfélagsmiðlum í dag. Engu að síður efast lögreglan um sannleiksgildi hótananna. 22. nóvember 2022 16:47
Lögregla telur sig vita uppruna skilaboða sem eru í mikilli dreifingu Skilaboð um yfirvofandi hefndarárás vegna átaka í undirheimunum ganga nú manna á milli á samfélagsmiðlum. Fjölmargir hafa haft samband við fréttastofu vegna skilaboðanna. Fréttastofu er ekki kunnugt um uppruna skilaboðanna en í þeim er fólk varað við því að fara í miðbæinn næstu helgi vegna mögulegrar árása. 22. nóvember 2022 14:41
Lögreglan kalli ekki eftir rafbyssum dómsmálaráðherra Dómsmálaráðherra hefur boðað stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi. Meðal aðgerða í stríðinu er að auka forvirkar rannsóknarheimildir og skoða aukinn vopnaburð, til dæmis með tilkomu rafbyssa. Þingmaður Samfylkingarinnar segir lögreglumenn ekki kalla eftir því sem dómsmálaráðherra vill veita þeim. 21. nóvember 2022 21:08