Innlent

Bein útsending: Hádegisspjall Katrínar og Sönnu

Bjarki Sigurðsson skrifar
Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands. 
Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands.  AP/Vesa Moilanen

Hádegisspjall Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands, og Sönnu Marinar, forsætisráðherra Finnlands fer fram í dag klukkan 12:30 og verður sýnt frá því í beinni útsendingu hér á Vísi. Saman munu þær ræða um stjórar áskoranir og tækifæri samtímans. 

Spjall þeirra fer fram í sal Þjóðminjasafnsins og er hluti af dagskrá vinnuheimsóknar Sönnu. Viðburðurinn er á vegum forsætisráðuneytisins og Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands. Skráning á spjallið gekk vel og er ekkert sæti laust. 

Heimir Már Pétursson, fréttamaður á Stöð 2, mun stýra umræðum Sönnu og Katrínar um sjálfbæra þróun, velsældarhagkerfi og loftslagsaðgerðir, mikilvægi jafnréttis- og mannréttindabaráttu og margt fleira. 

Spjallinu er lokið en upptöku má sjá að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×