Fótbolti

„Óþarfi að fara með þetta í vítaspyrnukeppni“

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Stefán Teitur Þórðarson.
Stefán Teitur Þórðarson. vísir/Getty

Stefán Teitur Þórðarson var í stóru hlutverki hjá íslenska landsliðinu sem bar sigur úr býtum á Eystrasaltsmótinu í fótbolta í dag.

Stefán Teitur lék allan leikinn fyrir Ísland gegn Lettlandi í úrslitaleiknum í dag.

„Það var óþarfi að fara með þetta í vítaspyrnukeppni. Mér fannst við eiga að klára þetta í venjulegum leiktíma. Við áttum að skora allavega tvö mörk í viðbót,“ sagði Stefán í leikslok.

Staðan eftir venjulegan leiktíma var 1-1 en Stefán segir aðstæður hafa gert íslenska liðinu erfitt fyrir.

„Færanýtingin var ekki góð. Við sköpuðum fullt en aðstæðurnar gerðu það að verkum að það var virkilega erfitt að fóta sig í teigunum, það var allt frosið.“

Viðtalið við Stefán Teit í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

„Sérstaklega stoltur af hugarfarinu“

Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, hrósaði liði sínu í hástert eftir að hafa tryggt sér Eystrasaltsbikarinn með sigri á Lettlandi í vítaspyrnukeppni ytra í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×