Segir Ísteka starfa í skugganum með græðgina að leiðarljósi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. nóvember 2022 12:54 Rósa er læknir, hestakona og hrossaræktandi. „Það eru þarna jákvæð atriði, eins og að blóðtökuhryssum hefur fækkað og það eru færri bændur og dýralæknar sem vilja taka þátt í þessu. Og það er auðvitað merki um að barátta okkar hefur skilað sér til fólksins og að fólk sé almennt upplýstara um þetta.“ Þetta segir Rósa Líf Darradóttir um ársyfirlit Ísteka yfir blóðtöku blóðmera á þessu ári. Rósa, sem er læknir, hestakona og hrossaræktandi, er meðal þeirra sem skiluðu umsögn um frumvarp Ingu Sæland um bann við blóðmerahaldi á Íslandi. Hún er fylgjandi banninu og segir að í yfirliti Ísteka sé það loksins staðfest að tekið sé blóð sjö til átta sinnum úr meirihluta hryssanna. „Eftirlitið hefur náttúrulega ekki verið gott fram til þessa, það hefur verið ófullnægjandi og óskilvirkt og að mestu farið fram á vegum fyrirtækisins,“ segir Rósa. „Og til dæmis um hversu lélegt það hefur verið er að þetta er í fyrsta sinn sem verið er að skrá frávik við blóðtöku.“ Þar vísar Rósa til þess sem kemur fram í yfirlitinu að af um 24 þúsund blóðtökum hafi frávik verið skráð í 391 tilviki, langflest vegna hryssa sem sýndu einkenni ótta eða streitu. Endurtekin frávik hafi verið skráð hjá 41 hryssu og sé það ráðlegging Ísteka að bændur íhugi hvort „þær eigi heima í þessu hlutverki“. Rósa segir enn skorta á svör um hvort blóðtakan hafi verið stöðvuð í umræddum tilvikum en svo virðist ekki vera ef marka má yfirlitið, þar sem segir að meirihluti hryssanna hafi róast strax eða á meðan dvöl þeirra í blóðtökubásnum stóð. Gefur lítið fyrir „ótrúverðugar fullyrðingar“ Ísteka Ný reglugerð var sett um blóðmerahald síðastliðið sumar, þar sem meðal annars var kveðið á um hert eftirlit með starfseminni. Þeir sem vilja banna starfsemina benda hins vegar á að engar breytingar hafi verið gerðar á því blóðmagni sem heimilt er að taka né kveðið á um tamningu eða þjálfun meranna fyrir blóðtöku. Þá hefur það verið gagnrýnt að Ísteka er enn heimilt að umbuna bændum eftir því hversu mikið blóð næst úr skepnunum. Rósa gagnrýnir einnig það sem hún kallar „ótrúverðugar fullyrðingar“ í yfirliti Ísteka um ógnanir í garð bænda af hálfu dýraverndarsinna. „Við gefum lítið fyrir þetta; þetta er bara yfirklór og við vísum þessu til föðurhúsanna. Við höfum lagt mikla vinnu í að afla gagna; höfum kallað eftir staðreyndum og upplýsingum og rætt við sérfræðinga. Talað við aðra framleiðendur sem fara allt öðruvísi að.“ Hún segir starfsemi Ísteka hins vegar hafa fengið að „þrífast í skugganum“, með græðgina að leiðarljósi. Rósa vísar til umsagnar Dýralæknafélags Íslands, sem kallar eftir því að niðurstöður yfirstandandi rannsóknar á blóðhag, blóðefnastöðu og öðrum þáttum til að meta áhrif blóðtökunnar á hryssurnar verði ritrýndar og birtar. Þá vitnar hún í lokaorð umsagnar Samtaka um dýravelferð á Íslandi, þar sem hún situr í stjórn. „Stjórnvöld Íslands verða að uppfæra lög í takt við skilning samtímans á velferð dýra. Að ræna fylfullar, mjólkandi hryssur blóði sínu til þess að framleiða frjósemislyf í gróðaskyni samræmist engan veginn þessum skilningi og ætti að heyra sögunni til.“ Dýr Dýraheilbrigði Blóðmerahald Lyf Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varið í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Sjá meira
Þetta segir Rósa Líf Darradóttir um ársyfirlit Ísteka yfir blóðtöku blóðmera á þessu ári. Rósa, sem er læknir, hestakona og hrossaræktandi, er meðal þeirra sem skiluðu umsögn um frumvarp Ingu Sæland um bann við blóðmerahaldi á Íslandi. Hún er fylgjandi banninu og segir að í yfirliti Ísteka sé það loksins staðfest að tekið sé blóð sjö til átta sinnum úr meirihluta hryssanna. „Eftirlitið hefur náttúrulega ekki verið gott fram til þessa, það hefur verið ófullnægjandi og óskilvirkt og að mestu farið fram á vegum fyrirtækisins,“ segir Rósa. „Og til dæmis um hversu lélegt það hefur verið er að þetta er í fyrsta sinn sem verið er að skrá frávik við blóðtöku.“ Þar vísar Rósa til þess sem kemur fram í yfirlitinu að af um 24 þúsund blóðtökum hafi frávik verið skráð í 391 tilviki, langflest vegna hryssa sem sýndu einkenni ótta eða streitu. Endurtekin frávik hafi verið skráð hjá 41 hryssu og sé það ráðlegging Ísteka að bændur íhugi hvort „þær eigi heima í þessu hlutverki“. Rósa segir enn skorta á svör um hvort blóðtakan hafi verið stöðvuð í umræddum tilvikum en svo virðist ekki vera ef marka má yfirlitið, þar sem segir að meirihluti hryssanna hafi róast strax eða á meðan dvöl þeirra í blóðtökubásnum stóð. Gefur lítið fyrir „ótrúverðugar fullyrðingar“ Ísteka Ný reglugerð var sett um blóðmerahald síðastliðið sumar, þar sem meðal annars var kveðið á um hert eftirlit með starfseminni. Þeir sem vilja banna starfsemina benda hins vegar á að engar breytingar hafi verið gerðar á því blóðmagni sem heimilt er að taka né kveðið á um tamningu eða þjálfun meranna fyrir blóðtöku. Þá hefur það verið gagnrýnt að Ísteka er enn heimilt að umbuna bændum eftir því hversu mikið blóð næst úr skepnunum. Rósa gagnrýnir einnig það sem hún kallar „ótrúverðugar fullyrðingar“ í yfirliti Ísteka um ógnanir í garð bænda af hálfu dýraverndarsinna. „Við gefum lítið fyrir þetta; þetta er bara yfirklór og við vísum þessu til föðurhúsanna. Við höfum lagt mikla vinnu í að afla gagna; höfum kallað eftir staðreyndum og upplýsingum og rætt við sérfræðinga. Talað við aðra framleiðendur sem fara allt öðruvísi að.“ Hún segir starfsemi Ísteka hins vegar hafa fengið að „þrífast í skugganum“, með græðgina að leiðarljósi. Rósa vísar til umsagnar Dýralæknafélags Íslands, sem kallar eftir því að niðurstöður yfirstandandi rannsóknar á blóðhag, blóðefnastöðu og öðrum þáttum til að meta áhrif blóðtökunnar á hryssurnar verði ritrýndar og birtar. Þá vitnar hún í lokaorð umsagnar Samtaka um dýravelferð á Íslandi, þar sem hún situr í stjórn. „Stjórnvöld Íslands verða að uppfæra lög í takt við skilning samtímans á velferð dýra. Að ræna fylfullar, mjólkandi hryssur blóði sínu til þess að framleiða frjósemislyf í gróðaskyni samræmist engan veginn þessum skilningi og ætti að heyra sögunni til.“
Dýr Dýraheilbrigði Blóðmerahald Lyf Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varið í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Sjá meira