Erlent

Segir Rússa seka um stríðsglæpi í Kherson

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Íbúar hafa streymt út á götur Kherson eftir að Rússar hörfuðu þaðan. Á skiltinu stendur, „Kherson hefur beðið eftir úkraínska hernum“. 
Íbúar hafa streymt út á götur Kherson eftir að Rússar hörfuðu þaðan. Á skiltinu stendur, „Kherson hefur beðið eftir úkraínska hernum“.  AP Photo/Yevhenii Zavhorodnii

Úkraínuforseti segir að rannsakendur hafi nú þegar fundið sannanir fyrir stríðsglæpum Rússa í Kherson héraði. 

Volodomír Selenskí Úkraínuforseti segir að rannsakendur hafi nú fundið sannanir fyrir því að Rússar hafi framið að minnsta kosi 400 stríðsglæpi í Kherson héraði þaðan sem þeir hafa nú hörfað. 

Forsetinn sagði í daglegu ávarpi sínu í nótt að úkraínskar hersveitir hafi fundið lík af hermönnum en einnig almennum borgurum á svæðinu. Hann lofaði því einnig að þeir sem beri ábyrgð á ódæðunum verði sóttir til saka.

Rússar hafa ávallt neitað því að hermenn þeirra skjóti almenna borgara en fjölmargar sannanir virðast um hið gagnstæða og frá upphafi innrásar þeirra hafa fjöldagrafir fundist í Bucha, Izyum og í Maríupól.


Tengdar fréttir

Hvetja Rússa sem eru í felum í Kherson til að gefast upp

Úkraínumenn segja Kherson-borg hafa verið frelsaða úr höndum Rússa. Borgin var eina héraðshöfuðborgin sem Rússar hafa hertekið frá því innrás þeirra í Úkraínu hófst í febrúar en forsvarsmenn rússneska hersins tilkynntu á dögunum að til stæði að hörfa þaðan.

Vona að þögnin þýði að Rússarnir séu farnir

Úkraínskir embættismenn telja að það muni taka rússneskt herlið minnst eina viku að hörfa frá vesturbakka Dnipro-ár og Kherson-borg í suðurhluta landsins. Úkraínski herinn hefur frelsað 41 byggð á svæðinu að sögn forseta Úkraínu. Íbúar á svæðinu fögnuðu fyrstu nótt þagnar frá því að stríðið hófst og vona að það þýði að Rússarnir séu farnir fyrir fullt og allt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×