Fótbolti

Hörður skoraði beint úr aukaspyrnu í Íslendingaslag | Öruggt hjá Sverri og félögum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Hörður Björgvin Magnússon (lengst til hægri í efri röð) skoraði frábært mark fyrir Panathinaikos í kvöld.
Hörður Björgvin Magnússon (lengst til hægri í efri röð) skoraði frábært mark fyrir Panathinaikos í kvöld. Twitter@paofc_

Hörður Björgvin Magnússon skoraði annað mark Panathinaikos er liðið vann góðan 2-0 sigur gegn Íslendingaliði Atromitos í grísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Hörður skoraði beint úr aukaspyrnu og gulltryggði liðinu sigurinn.

Gestirnir í Atromitos gerðu sér erfitt fyrir strax í fyrri hálfleik þegar August Erlingmark nældi sér í tvö gul spjöld með stuttu millibili og þar með rautt. Heimamenn léku því stóran hluta leiksins manni fleiri.

Illa gekk þó að nýta liðsmuninn, en staðan var enn markalaus þegar Viðar Örn Kjartansson var takinn af velli á 63. mínútu fyrir Samúel Friðjónsson.

Heimamenn náðu þó loks forystunni þegar um tíu mínútur voru til leiksloka áður en Hörður Björgvin gulltryggði sigurinn með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu.

Þá lék Sverrir Ingi Ingason allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá PAOK er liðið vann öruggan 3-0 sigur gegn Volos. Sigurinn lyfti PAOK upp í þriðja sæti, en liðið er nú með 25 stig eftir 13 leiki, 12 stigum minna en Panathinaikos sem trónir á toppnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×