Russell á ráspól en heimsmeistarinn ræsir þriðji Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. nóvember 2022 09:01 Mercedes-mennirnir George Russell og Lewis Hamilton verða saman í fremstu rásröð i brasilíska kappakstrinum í kvöld. Mark Thompson/Getty Images Breski ökuþórinn George Russell verður á ráspól þegar ræst verður í brasilíska kappakstrinum í Formúlu 1 í dag eftir að hafa tryggt sér sigur í sprettkeppninni í gærkvöldi. Nýkrýndi heimsmeistarinn Max Verstappen ræsir hins vegar þriðji. Verstappen var sá eini sem fór af stað í sprettkeppninni á millhörðum dekkjum, ef frá er talinn Nicholas Latifi á Williams. Allir aðrir ökumenn treystu á mjúku dekkinn og það virtist vera rétta ákvörðunin. Verstappen var annar í rásröðinni þegar farið var af stað í gær á eftir Dananum Kevin Magnussen á Haas sem tryggði sér óvænt sigur í tímatökunum. Heimsmeistarinn var fljótur að koma sér fram úr Magnussen, en Russell, sem ræsti þriðji, sigldi fram úr heimsmeistaranum á mjúku dekkjunum og tryggði sér að lokum sigur. TEAM MERCEDES 🤜💥🤛It's a @MercedesAMGF1 front row lock-out for Sunday's Grand Prix! 👏#BrazilGP #F1Sprint pic.twitter.com/rW75rePoa9— Formula 1 (@F1) November 12, 2022 Liðsfélagi Russell, sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton, kom sér einnig fram úr Verstappen og ræsir annar. Carlos Sainz á Ferrari kom annar í mark, en tekur út refsingu og ræsir því sjöundi. Kevin Magnussen náði ekki að halda sér í efstu sætunum þrátt fyrir að hafa ræst fremstur, en hann kom áttundi í mark og nælir því í eitt stig fyrir Haas-liðið. Akstursíþróttir Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Verstappen var sá eini sem fór af stað í sprettkeppninni á millhörðum dekkjum, ef frá er talinn Nicholas Latifi á Williams. Allir aðrir ökumenn treystu á mjúku dekkinn og það virtist vera rétta ákvörðunin. Verstappen var annar í rásröðinni þegar farið var af stað í gær á eftir Dananum Kevin Magnussen á Haas sem tryggði sér óvænt sigur í tímatökunum. Heimsmeistarinn var fljótur að koma sér fram úr Magnussen, en Russell, sem ræsti þriðji, sigldi fram úr heimsmeistaranum á mjúku dekkjunum og tryggði sér að lokum sigur. TEAM MERCEDES 🤜💥🤛It's a @MercedesAMGF1 front row lock-out for Sunday's Grand Prix! 👏#BrazilGP #F1Sprint pic.twitter.com/rW75rePoa9— Formula 1 (@F1) November 12, 2022 Liðsfélagi Russell, sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton, kom sér einnig fram úr Verstappen og ræsir annar. Carlos Sainz á Ferrari kom annar í mark, en tekur út refsingu og ræsir því sjöundi. Kevin Magnussen náði ekki að halda sér í efstu sætunum þrátt fyrir að hafa ræst fremstur, en hann kom áttundi í mark og nælir því í eitt stig fyrir Haas-liðið.
Akstursíþróttir Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira