Innlent

Akureyrarkirkja öðlast nýtt heiti

Bjarki Sigurðsson skrifar
Akureyrarkirkja verður nú kennd við Matthías Jochumsson.
Akureyrarkirkja verður nú kennd við Matthías Jochumsson. Vísir/Vilhelm

Sóknarnefnd Akureyrarkirkju samþykkti á fundi sínum í gær að formlegt heiti kirkjunnar yrði Akureyrarkirkja - kirkja Matthíasar Jochumssonar. Nafnabreytingin tók gildi samstundis. 

Staðarmiðillinn Akureyri.net greinir frá þessu. Var þessi ákvörðun tekin í tilefni af 187 ára afmælis Matthíasar en hann fæddist þann 11. nóvember árið 1835. Haldin er samkoma í kirkjunni ár hvert, Matthíasarvaka, til heiður skáldsins. 

Matthías var sóknarprestur á Akureyri í þréttán ár, frá 1887 til 1900. Hann er höfundur þjóðsöngs okkar Íslendinga, Lofsöngs. Í grein Akureyri.net kemur fram að Matthías hafi verið fyrsti heiðursborgari Akureyrar. 

Séra Matthías Jochumsson.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×