Fótbolti

Matthías gengur til liðs við Víking

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Matthías Vilhjálmsson er genginn til liðs við Víking.
Matthías Vilhjálmsson er genginn til liðs við Víking.

Knattspyrnudeild Víkings hefur gengið frá samningum við Matthías Vilhjálmsson um að leika með liðinu í Bestu-deild karla í knattspyrnu næstu tvö tímabilin.

Matthías gengur til liðs við Víking frá FH þar sem hann hefur leikið seinustu tvö tímabil, en frá þessu er greint á heimasíðu Víkings.

Matthías gekk í raðir FH árið 2004 eftir að hafa alist upp á Ísafirði. Hann lék meira og minna með liðinu til ársins 2013, en hann hefur einnig leikið með Start, Rosen­borg og Vål­erenga í Nor­egi og þá var hann einnig um tíma hjá Colchester á Englandi.

„Gríðarlega ánægður að hafa tryggt okkur þjónustu Matta næstu 2 árin, þetta er mikil leiðtogi og hæfileikaríkur leikmaður sem gefur okkur nýjan vinkil í sóknarleiknum. Maður sem er líka með knowhow í að vinna leiki og mót sem er eitthvað sem þú finnur ekki hvar sem er,“ sagði Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála um leikmannaskiptin á heimasíðu Víkings og Arnar Gunnlaugsson, þjálfari liðsins, tekur í sama streng.

„Ég er gríðalega ánægður að fá Matta til liðs við okkur Vikinga. Ég hef þekkt hann í ansi mörg ár eða frá þvi við spiluðum saman hjá FH árið 2006. Matti er gæðaleikmaður sem hugsar mjög vel um sig og er hungraður í að hjálpa okkur við gera atlögu að titlum sem og að ná góðum árangri í Evrópukeppninni. Mikilvægast þó er að Matti er einstaklega góð manneskja sem mun hjálpa ungu leikmönnunum okkar að þroskast og bæta sinn leik,“ sagði Arnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×