Viðskipti innlent

Guðmundur semur um fiskveiðar fyrir hönd Íslands

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Guðmundur Þórðarson hefur birt fjölda ritrýndra greina um lífríki sjávar.
Guðmundur Þórðarson hefur birt fjölda ritrýndra greina um lífríki sjávar.

Guðmundur Þórðarson hefur verið ráðinn í stöðu samningamanns í fiskveiðisamningum á skrifstofu sjávarútvegs í matvælaráðuneytinu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.

Þar segir að Guðmundur hafi yfirgripsmikla reynslu af íslenskum og alþjóðlegum sjávarútvegi. Hann búi einnig að mikilli þekkingu á hafrannsóknum og gagnasöfnun sem hafi nýst í störfum hans við ráðgjöf og stefnumörkun. Guðmundur hefur unnið sem sérfræðingur og sviðsstjóri botnsjávarsviðs hjá Hafrannsóknastofnun og sem sérfræðingur hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi.

Guðmundur hefur einnig stýrt vinnunefndum á vegum Alþjóðahafrannsóknaráðsins og sótt fundi á vegum Sameinuðu þjóðanna um botnveiðar.

Guðmundur lauk doktorsprófi í fiskifræði frá Imperial College í Lundúnum árið 2005. Hann lauk meistaranámi í vistfræði frá Háskóla Íslands árið 2000 og BSc prófi í líffræði frá sama skóla árið 1997 og hefur birt fjölda ritrýndra greina um lífríki sjávar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×