„Óvinurinn færir okkur ekki gjafir eða gerir okkur greiða“ Samúel Karl Ólason skrifar 10. nóvember 2022 11:53 Úkraínskir hermenn á ferðinni í Kherson-héraði í gær. Gett/Metin Aktas Ráðamenn í Úkraínu og í Bandaríkjunum hafa miklar efasemdir um yfirlýsingar forsvarsmanna rússneska hersins um undanhald frá vesturbakka Dniproár og Kherson-borg í suðurhluta landsins. Úkraínumenn óttast gildru og segja Rússa stefna á að leggja borgina í rúst. Í gær lýstu þeir Sergei Surovkin, herforingi sem er yfir innrás Rússa í Úkraínu, og Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, því yfir í beinni útsendingu að Rússar myndu yfirgefa Kherson-borg og vesturbakka Dniproár. Var það eftir að Úkraínumenn voru sagðir hafa unnið stóran sigur norður af Kherson-borg og sækja fram gegn Rússum úr nokkrum áttum í héraðinu. Rússar hafa um nokkuð skeið gefið í skyn að til standi að hörfa frá vesturbakkanum en Úkraínumenn hafa ávallt tekið slíkum yfirlýsingum með miklum fyrirvara. Ráðamenn í Kænugarði hafa haft áhyggjur af því Rússar vilji laða úkraínska hermenn í gildru í borginni, því samhliða tali um mögulegt undanhald hafi Rússar haldið áfram að byggja upp varnir við borgina og flutt liðsauka og hergögn á svæðið. Rússar hafa einnig verið að byggja upp varnir á austurbakka Dnipro. RIA fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, segir undanhaldið frá vesturbakkanum byrjað. Hermenn séu þegar byrjaðir að koma sér fyrir í varnarstöðum á austurbakkanum, samkvæmt Varnarmálaráðuneyti Rússlands. Sergei Surovikin, herforingi, fer með stjórn á innrás Rússa í Úkraínu. Hann fór fram á það við Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, í gær að Rússar hörfuðu frá vesturbakka Dniproár.AP/Varnarmálaráðuneyti Rússlands Segir bardaga halda áfram Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í ávarpi sínu í gærkvöldi að efasemdir væru eðlilegar. „Óvinurinn færir okkur ekki gjafir eða gerir okkur greiða.“ Selenskí sagði bardaga halda áfram og að úkraínskir hermenn væru enn að falla í átökum við Rússa í Kherson-héraði. Rússar veittu alltaf mótspyrnu. Þess vegna þyrftu Úkraínumenn að passa sig að taka ekki óþarfa áhættu og tryggja að mannfall yrði ekki mikið. „Þannig munum við frelsa Kherson, Kakhovka, Donetsk og aðrar borgir okkar.“ Úkraínskir hermenn eru byrjaðir að birta myndefni frá nýlega frelsuðum bæjum í Kherson. Uppfært 13:00 Staðfest er að úkraínskir hermenn eru í bænum Kiselyvka, sem er í einungis fimmtán kílómetra frá Kherson-borg. The Ukrainian Army entered Kiselyvka village which is only 15km away from Kherson city.#Russia #Ukraine pic.twitter.com/GoARb5VG37— BlueSauron (@Blue_Sauron) November 10, 2022 Í ávarpinu beindi Selenskí orðum sínum til Rússa og sagði að ef þeir myndu sprengja upp stífluna í Kakhovka, sem er stífla við vatnaflsvirkjun ofar í Dnipro, væru þeir að lýsa yfir stríði við allan heiminn. Bresti stíflan er útlit fyrir að kjarnorkuverið í Zaporizhia yrði án kælingar, sem gæti leitt til kjarnorkuslyss og meðfylgjandi geislunar. Segir Rússa ætla að leggja Kherson í rúst Rússar hafa flutt óbreytta borgara frá Kherson-borg og nærliggjandi svæðum í massavís en Úkraínumenn segja þessu fólki hafa verið rænt og þvingað á brott. Mykhailo Podolyak, ráðgjafi Selenskís, sagði í tísti í morgun að Rússar ætluðu sér að gera borgina að rústum einum. Þeir væru búnir að koma fyrir jarðsprengjum og gildrum um alla borg og hefðu komið fyrir stórskotaliði á austurbakka Dnipro sem nota ætti til að jafna borgina við jörðu eftir undanhaldið. RF wants to turn Kherson into a "city of death". Ru-military mines everything they can: apartments, sewers. Artillery on the left bank plans to turn the city into ruins. This is what "Russian world" looks like: came, robbed, celebrated, killed "witnesses", left ruins and left.— (@Podolyak_M) November 10, 2022 Minna en tveir mánuðir eru liðnir frá því Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifaði undir ólöglega innlimun á fjórum héruðum Úkraínu og þar á meðal Kherson. Forsetinn lýsti því þá yfir að Kherson tilheyrði nú Rússlandi og myndi gera það að eilífu. Fjölmargir rússneskir embættismenn hafa sótt borgina heim og slegið á svipaða strengi og Pútín en borgin er eina héraðshöfuðborgin sem Rússar hafa hernumið frá því innrás þeirra hófst í febrúar. Sjá einnig: Bölsótaðist út í Vesturlönd Frelsun Kherson-borgar gæti táknað mikil kaflaskipti í stríðinu og mikinn hernaðarlegarn og táknrænan sigur fyrir Úkraínumenn. AP fréttaveitan segir að það gæti gert úkraínska hernum kleift að herja á Rússa í Saporisjía-hérað og önnur svæði í Suður-Úkraínu. Þar á meðal er Krímskagi, sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Talið að 200 þúsund hermenn hafi fallið eða særst í Úkraínu Æðsti herforingi Bandaríkjamanna, Mark Milley, áætlar að rúmlega 100 þúsund rússneskir hermenn hafi nú fallið eða særst í Úkraínu síðan Rússar hófu innrás sína í landið. 10. nóvember 2022 07:22 Penn lánar Selenskí Óskarsverðlaunin Leikarinn og leikstjórinn Sean Penn er staddur í Úkraínu, þar sem hann fundaði meðal annars með Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta og lánaði honum annan af tveimur Óskarsverðlaungripum sínum. Bað hann Selenskí að skila styttunni til Malibu þegar Úkraínumenn hefðu haft sigur af Rússum. 9. nóvember 2022 12:25 Sagðir sækja fram úr nokkrum áttum í Kherson Hersveitir Úkraínu hafa náð árangri gegn Rússum í Kherson-héraði í dag og í gær. Rússar eru sagðir hafa verið sigraðir í nokkrum þorpum á vesturbakka Dniproár og hafa sprengt upp nokkrar brýr til að gera Úkraínumönnum erfitt um vik. 9. nóvember 2022 11:48 Vill að heimurinn þvingi Pútín til raunverulegra viðræðna Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, tók í gærkvöldi harða afstöðu varðandi mögulegar viðræður við Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Hann sagði að viðræður myndu ekki eiga sér stað nema Rússar létu af tilkalli til landsvæðis Úkraínu og hét hann því að Úkraínumenn myndu ekki hætta að berjast gegn innrás Rússa ef bakhjarlar ríkisins létu af stuðningi þeirra. 8. nóvember 2022 16:14 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Ein herdeild sögð hafa misst þrjú hundruð menn á fjórum dögum Rússneskir landgönguliðar neituðu nýverið að sækja fram og gagnrýndu yfirmenn sína harðlega eftir að þeir misstu þrjú hundruð menn á nokkrum dögum. Mennirnir féllu eða særðust í umfangsmikilli árás á Úkraínumenn í og við Pavlivka í suðaustanverðri Úkraínu. 7. nóvember 2022 11:45 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Í gær lýstu þeir Sergei Surovkin, herforingi sem er yfir innrás Rússa í Úkraínu, og Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, því yfir í beinni útsendingu að Rússar myndu yfirgefa Kherson-borg og vesturbakka Dniproár. Var það eftir að Úkraínumenn voru sagðir hafa unnið stóran sigur norður af Kherson-borg og sækja fram gegn Rússum úr nokkrum áttum í héraðinu. Rússar hafa um nokkuð skeið gefið í skyn að til standi að hörfa frá vesturbakkanum en Úkraínumenn hafa ávallt tekið slíkum yfirlýsingum með miklum fyrirvara. Ráðamenn í Kænugarði hafa haft áhyggjur af því Rússar vilji laða úkraínska hermenn í gildru í borginni, því samhliða tali um mögulegt undanhald hafi Rússar haldið áfram að byggja upp varnir við borgina og flutt liðsauka og hergögn á svæðið. Rússar hafa einnig verið að byggja upp varnir á austurbakka Dnipro. RIA fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, segir undanhaldið frá vesturbakkanum byrjað. Hermenn séu þegar byrjaðir að koma sér fyrir í varnarstöðum á austurbakkanum, samkvæmt Varnarmálaráðuneyti Rússlands. Sergei Surovikin, herforingi, fer með stjórn á innrás Rússa í Úkraínu. Hann fór fram á það við Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, í gær að Rússar hörfuðu frá vesturbakka Dniproár.AP/Varnarmálaráðuneyti Rússlands Segir bardaga halda áfram Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í ávarpi sínu í gærkvöldi að efasemdir væru eðlilegar. „Óvinurinn færir okkur ekki gjafir eða gerir okkur greiða.“ Selenskí sagði bardaga halda áfram og að úkraínskir hermenn væru enn að falla í átökum við Rússa í Kherson-héraði. Rússar veittu alltaf mótspyrnu. Þess vegna þyrftu Úkraínumenn að passa sig að taka ekki óþarfa áhættu og tryggja að mannfall yrði ekki mikið. „Þannig munum við frelsa Kherson, Kakhovka, Donetsk og aðrar borgir okkar.“ Úkraínskir hermenn eru byrjaðir að birta myndefni frá nýlega frelsuðum bæjum í Kherson. Uppfært 13:00 Staðfest er að úkraínskir hermenn eru í bænum Kiselyvka, sem er í einungis fimmtán kílómetra frá Kherson-borg. The Ukrainian Army entered Kiselyvka village which is only 15km away from Kherson city.#Russia #Ukraine pic.twitter.com/GoARb5VG37— BlueSauron (@Blue_Sauron) November 10, 2022 Í ávarpinu beindi Selenskí orðum sínum til Rússa og sagði að ef þeir myndu sprengja upp stífluna í Kakhovka, sem er stífla við vatnaflsvirkjun ofar í Dnipro, væru þeir að lýsa yfir stríði við allan heiminn. Bresti stíflan er útlit fyrir að kjarnorkuverið í Zaporizhia yrði án kælingar, sem gæti leitt til kjarnorkuslyss og meðfylgjandi geislunar. Segir Rússa ætla að leggja Kherson í rúst Rússar hafa flutt óbreytta borgara frá Kherson-borg og nærliggjandi svæðum í massavís en Úkraínumenn segja þessu fólki hafa verið rænt og þvingað á brott. Mykhailo Podolyak, ráðgjafi Selenskís, sagði í tísti í morgun að Rússar ætluðu sér að gera borgina að rústum einum. Þeir væru búnir að koma fyrir jarðsprengjum og gildrum um alla borg og hefðu komið fyrir stórskotaliði á austurbakka Dnipro sem nota ætti til að jafna borgina við jörðu eftir undanhaldið. RF wants to turn Kherson into a "city of death". Ru-military mines everything they can: apartments, sewers. Artillery on the left bank plans to turn the city into ruins. This is what "Russian world" looks like: came, robbed, celebrated, killed "witnesses", left ruins and left.— (@Podolyak_M) November 10, 2022 Minna en tveir mánuðir eru liðnir frá því Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifaði undir ólöglega innlimun á fjórum héruðum Úkraínu og þar á meðal Kherson. Forsetinn lýsti því þá yfir að Kherson tilheyrði nú Rússlandi og myndi gera það að eilífu. Fjölmargir rússneskir embættismenn hafa sótt borgina heim og slegið á svipaða strengi og Pútín en borgin er eina héraðshöfuðborgin sem Rússar hafa hernumið frá því innrás þeirra hófst í febrúar. Sjá einnig: Bölsótaðist út í Vesturlönd Frelsun Kherson-borgar gæti táknað mikil kaflaskipti í stríðinu og mikinn hernaðarlegarn og táknrænan sigur fyrir Úkraínumenn. AP fréttaveitan segir að það gæti gert úkraínska hernum kleift að herja á Rússa í Saporisjía-hérað og önnur svæði í Suður-Úkraínu. Þar á meðal er Krímskagi, sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Talið að 200 þúsund hermenn hafi fallið eða særst í Úkraínu Æðsti herforingi Bandaríkjamanna, Mark Milley, áætlar að rúmlega 100 þúsund rússneskir hermenn hafi nú fallið eða særst í Úkraínu síðan Rússar hófu innrás sína í landið. 10. nóvember 2022 07:22 Penn lánar Selenskí Óskarsverðlaunin Leikarinn og leikstjórinn Sean Penn er staddur í Úkraínu, þar sem hann fundaði meðal annars með Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta og lánaði honum annan af tveimur Óskarsverðlaungripum sínum. Bað hann Selenskí að skila styttunni til Malibu þegar Úkraínumenn hefðu haft sigur af Rússum. 9. nóvember 2022 12:25 Sagðir sækja fram úr nokkrum áttum í Kherson Hersveitir Úkraínu hafa náð árangri gegn Rússum í Kherson-héraði í dag og í gær. Rússar eru sagðir hafa verið sigraðir í nokkrum þorpum á vesturbakka Dniproár og hafa sprengt upp nokkrar brýr til að gera Úkraínumönnum erfitt um vik. 9. nóvember 2022 11:48 Vill að heimurinn þvingi Pútín til raunverulegra viðræðna Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, tók í gærkvöldi harða afstöðu varðandi mögulegar viðræður við Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Hann sagði að viðræður myndu ekki eiga sér stað nema Rússar létu af tilkalli til landsvæðis Úkraínu og hét hann því að Úkraínumenn myndu ekki hætta að berjast gegn innrás Rússa ef bakhjarlar ríkisins létu af stuðningi þeirra. 8. nóvember 2022 16:14 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Ein herdeild sögð hafa misst þrjú hundruð menn á fjórum dögum Rússneskir landgönguliðar neituðu nýverið að sækja fram og gagnrýndu yfirmenn sína harðlega eftir að þeir misstu þrjú hundruð menn á nokkrum dögum. Mennirnir féllu eða særðust í umfangsmikilli árás á Úkraínumenn í og við Pavlivka í suðaustanverðri Úkraínu. 7. nóvember 2022 11:45 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Talið að 200 þúsund hermenn hafi fallið eða særst í Úkraínu Æðsti herforingi Bandaríkjamanna, Mark Milley, áætlar að rúmlega 100 þúsund rússneskir hermenn hafi nú fallið eða særst í Úkraínu síðan Rússar hófu innrás sína í landið. 10. nóvember 2022 07:22
Penn lánar Selenskí Óskarsverðlaunin Leikarinn og leikstjórinn Sean Penn er staddur í Úkraínu, þar sem hann fundaði meðal annars með Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta og lánaði honum annan af tveimur Óskarsverðlaungripum sínum. Bað hann Selenskí að skila styttunni til Malibu þegar Úkraínumenn hefðu haft sigur af Rússum. 9. nóvember 2022 12:25
Sagðir sækja fram úr nokkrum áttum í Kherson Hersveitir Úkraínu hafa náð árangri gegn Rússum í Kherson-héraði í dag og í gær. Rússar eru sagðir hafa verið sigraðir í nokkrum þorpum á vesturbakka Dniproár og hafa sprengt upp nokkrar brýr til að gera Úkraínumönnum erfitt um vik. 9. nóvember 2022 11:48
Vill að heimurinn þvingi Pútín til raunverulegra viðræðna Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, tók í gærkvöldi harða afstöðu varðandi mögulegar viðræður við Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Hann sagði að viðræður myndu ekki eiga sér stað nema Rússar létu af tilkalli til landsvæðis Úkraínu og hét hann því að Úkraínumenn myndu ekki hætta að berjast gegn innrás Rússa ef bakhjarlar ríkisins létu af stuðningi þeirra. 8. nóvember 2022 16:14
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Ein herdeild sögð hafa misst þrjú hundruð menn á fjórum dögum Rússneskir landgönguliðar neituðu nýverið að sækja fram og gagnrýndu yfirmenn sína harðlega eftir að þeir misstu þrjú hundruð menn á nokkrum dögum. Mennirnir féllu eða særðust í umfangsmikilli árás á Úkraínumenn í og við Pavlivka í suðaustanverðri Úkraínu. 7. nóvember 2022 11:45