Körfubolti

Stundin runnin upp sem fólkið hennar Brittney Griner kveið svo fyrir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Brittney Griner á bak við rimla í fangelsinu í Moskvu. Nú er hún á leiðinni á nýjan stað.
Brittney Griner á bak við rimla í fangelsinu í Moskvu. Nú er hún á leiðinni á nýjan stað. Getty/Pavel Pavlov

Áfrýjun bandarísku körfuboltakonunnar Brittney Griner skilaði engu og hennar bíður nú níu ára fangelsisvist í Rússlandi. Hvar hún mun þurfa dúsa veit enginn. Verið er að flytja hana á þennan nýjan stað.

Fjölskylda og aðstandendur Griner hafa barist fyrir því að fá hana aftur heim til Bandaríkjanna en það hefur engan árangur borið þrátt fyrir að bandarísk yfirvöld hafi reynt að blanda sér í málið.

Í stað þess er nú runnin upp stundin sem fólkið hennar Brittney Griner kveið svo fyrir. Þau hafa hingað vitað af henni í fangelsi í Moskvu en nú vita þau ekki hver hún verður.

Griner verður flutt í fanganýlendu einhvers staðar í Rússlandi en ekkert er vitað um þá flutninga annað en að þeir hófust daginn eftir að lögfræðingar Griner hittu hana síðast.

Lögfræðingarnir bjuggust ekki við því að hún yrði flutt svo snemma en Rússar sýna henni enga miskunn. Fjölskylda Griner mun ekki vita hvar hún verður í nokkurn tíma.

Það er líka ljóst að fangelsið sem hún hefur verið í Moskvu er mun betra en það fangelsi sem bíður hennar. Fangabúðir Rússa hafa allt annað en gott orð á sér og það er búist við því að þar gæti körfuboltakonan upplifað erfiða tíma.

Griner sem var handtekin á flugvelli í Moskvu með minna en eitt gramm af hassolíu í farangri sínum á leið um Moskvu flugvöll 17. febrúar síðastliðinn. Hassolíuna notaði hún í rafrettu sína. Hún var svo dæmd sek fyrir eiturlyfjasmygl.

Griner var þarna á leiðinni til Rússlands til að spila körfubolta en margar af stærstu körfuboltakonum heims hafa spilað í landinu til að auka tekjur sínar. Hún er einn besti miðherji heims og lykilmaður í öllum sínum liðum.

Mál Griner varð um leið að pólitísku máli eftir innrás Rússa í Úkraínu og viðbrögð Bandaríkjanna við henni. Bandarísk stjórnvöld hafa reynt að vinna að lausn Griner en það hefur ekki borið árangur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×