Stórnotendur leigubíla hlynntir Uber-þjónustu: „Leigubílakerfið komið til ára sinna“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. nóvember 2022 12:19 Jóhannes Stefánsson segir niðurstöðu könnunarinnar benda til þess að brýnt sé að breyta leigubílakerfinu. Icelandair Group Samkvæmt nýrri könnun eru stórnotendur leigubíla hvað hlynntastir því að heimila akstursþjónustu á borð við Uber hér á landi. Lögfræðingur hjá Viðskiptaráði segir ljóst að leigubílakerfið sé komið til ára sinna. Samkvæmt nýrri könnun Maskínu eru um 53 prósent svarenda hlynnt því að heimila akstursþjónustu á borð við Uber. Athygli vekur að þeir svarendur sem ferðast með leigubílum mánaðarlega eða oftar eru hlynntari því að heimila slíka akstursþjónustu, eða 68 prósent. Jóhannes Stefánsson, lögfræðingur hjá Viðskiptaráði Íslands segir þessar niðurstöður benda til þess að leigubílaþjónusta hafi gengið sér til húðar. „Þetta bendir til þess að eftir því sem notandi notar þjónustuna meira, sé hann líklegri til að kaupa hana af einhverjum öðrum. Eins og við höfum verið óþreytandi að benda á þá væri mjög æskilegt að fara að taka annað fyrirkomulag upp, eins og til stendur með fyrirliggjandi frumvarpi um breytingar á leigubifreiðalögum,“ segir Jóhannes. Sjá einnig: Óþörf vistarbönd þjóni hvorki hagsmunum leigubílstjóra né neytenda Rétta leiðin til að taka á svindli Með nýju frumvarpi sem innviðaráðherra hefur lagt fram er markmiðið að færa lögin um leigubifreiðar til nútímalegra horfs. Jóhannes segir þörf að stíga skrefið til fulls með nýju frumvarpi þannig að þjónusta á borð við Uber verði heimiluð. Forsvarsmönnum leigubifreiðastjóra líst reyndar illa á allar breytingar á lögunum og segja þær til þess fallnar að hleypa svindli að. Jóhannes gefur lítið fyrir slíka gagnrýni „Ég held að það sé bara þvæla. Eins og staðan er í dag er mikið um skutlara og annað svindl og það er vegna þess einfaldlega að það eru miklar aðgangshindranir fyrir þá sem vilja starfa löglegar. Það er skynsamlegast að bjóða þeim sem vilja bjóða upp á leigubifreiðaþjónustu, hvort sem það er á vegum Uber eða einhvers annars, að geta gert það án ærins tilkostnaðar. Það er eina leiðin til að berjast gegn auknu svindli á þessum markaði. Þannig ég held að þetta sé ekki réttmæt gagnrýni hjá þessum hópi.“ Hann er vongóður um að breytingar verði á kerfinu. „Ég held að það sé orðið hverjum manni ljóst að þetta þarf að breytast ekki bara út af samningsskuldbindingum við ESA heldur bara með vísan til almennrar skynsemi,“ segir Jóhannes að lokum. Könnun Maskínu: Akstursþjónusta_skýrslaPDF2.7MBSækja skjal Leigubílar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samgöngur Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Samkvæmt nýrri könnun Maskínu eru um 53 prósent svarenda hlynnt því að heimila akstursþjónustu á borð við Uber. Athygli vekur að þeir svarendur sem ferðast með leigubílum mánaðarlega eða oftar eru hlynntari því að heimila slíka akstursþjónustu, eða 68 prósent. Jóhannes Stefánsson, lögfræðingur hjá Viðskiptaráði Íslands segir þessar niðurstöður benda til þess að leigubílaþjónusta hafi gengið sér til húðar. „Þetta bendir til þess að eftir því sem notandi notar þjónustuna meira, sé hann líklegri til að kaupa hana af einhverjum öðrum. Eins og við höfum verið óþreytandi að benda á þá væri mjög æskilegt að fara að taka annað fyrirkomulag upp, eins og til stendur með fyrirliggjandi frumvarpi um breytingar á leigubifreiðalögum,“ segir Jóhannes. Sjá einnig: Óþörf vistarbönd þjóni hvorki hagsmunum leigubílstjóra né neytenda Rétta leiðin til að taka á svindli Með nýju frumvarpi sem innviðaráðherra hefur lagt fram er markmiðið að færa lögin um leigubifreiðar til nútímalegra horfs. Jóhannes segir þörf að stíga skrefið til fulls með nýju frumvarpi þannig að þjónusta á borð við Uber verði heimiluð. Forsvarsmönnum leigubifreiðastjóra líst reyndar illa á allar breytingar á lögunum og segja þær til þess fallnar að hleypa svindli að. Jóhannes gefur lítið fyrir slíka gagnrýni „Ég held að það sé bara þvæla. Eins og staðan er í dag er mikið um skutlara og annað svindl og það er vegna þess einfaldlega að það eru miklar aðgangshindranir fyrir þá sem vilja starfa löglegar. Það er skynsamlegast að bjóða þeim sem vilja bjóða upp á leigubifreiðaþjónustu, hvort sem það er á vegum Uber eða einhvers annars, að geta gert það án ærins tilkostnaðar. Það er eina leiðin til að berjast gegn auknu svindli á þessum markaði. Þannig ég held að þetta sé ekki réttmæt gagnrýni hjá þessum hópi.“ Hann er vongóður um að breytingar verði á kerfinu. „Ég held að það sé orðið hverjum manni ljóst að þetta þarf að breytast ekki bara út af samningsskuldbindingum við ESA heldur bara með vísan til almennrar skynsemi,“ segir Jóhannes að lokum. Könnun Maskínu: Akstursþjónusta_skýrslaPDF2.7MBSækja skjal
Leigubílar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samgöngur Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira