Segjast þrungnir reynslu og neita að sleppa höndum af stýrinu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. nóvember 2022 13:02 Spurðir að því hvort það væri ekki kominn tími til að skipta um í brúnni, vísuðu Bjarni og Guðlaugur báðir til reynslu sinnar. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Guðlaugur Þór Þórðarson, sem hyggst bjóða sig fram gegn Bjarna á landsfundi flokksins um helgina, voru báðir spurðir að því í Pallborðinu á Vísi í gær hvort það væri kominn tími á breytingar. „Ég hef skipað hérna tvo yngstu kvenráðherra Íslandssögunnar, sem sýnir fram á að við erum með ungt forystufólk sem er tilbúið að koma inn. Við treystum konum til þess að taka ábyrgð í stjórnmálum og við treystum ungu fólki til að taka á sig mikla ábyrgð,“ sagði Bjarni, spurður að því hvort það væri ekki kominn tími til að skipta um fólk í forystunni. Tilefnið voru ummæli sem Bjarni lét falla í viðtalsþætti á Hringbraut, þar sem hann talaði um mikilvægi „blæbrigða“ og endurnýjunar. „Ég hef notið trausts til þess að leiða og ég er einfaldlega á þeim stað í lífinu að ég hef aldrei verið reynslumeiri, ég hef aldrei haft jafn sterka skoðun á því hvernig ég vil halda áfram og ég er nýbúinn að setja saman stjórnarsáttmála sem nýtur mikils stuðnings meðal þjóðarinnar og við erum í miðju verki við að hrinda honum í framkvæmd,“ sagði Bjarni. Guðlaugur var spurður út í aðsenda grein sem birtist á Vísi í gærmorgun, undir fyrirsögninni „Fjölbreyttari málverk í Valhöll“. Þar sagði Katrín Sigríður Þorsteinsdóttir Bachmann, „ung sjálfstæðiskona“, eins og hún titlaði sig, að tími kvenna væri kominn. Nefndi hún sérstaklega í þessu samhengi Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra. „Framtíðarsýn mín felst í fjölbreyttari málverkum á vegg Valhallar og fjölbreyttum Sjálfstæðisflokki sem nær út fyrir þá veggi. Konur eru um helmingur kjósenda og þær tengja ekki við málverkin í Valhöll. Eftir tvö ár er styttra í næstu kosningar og þá er rétti tíminn til að skoða breytingar á forystunni. Það vill Guðlaugur Þór koma í veg fyrir,“ sagði Katrín. Guðlaugur sagði þetta undir flokksmönnum komið en hann hefði lagt sitt af mörkum til þess að styðja konur og meðal annars stigið til hliðar þegar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir bauð sig fram gegn honum í ritaraembætti flokksins. „Nú, fyrsti kvenformaður SUS naut míns stuðnings og tók við af mér og ég beitti mér mjög mikið fyrir framgangi kvenna í ungliðahreyfingunni á sínum tíma. Þannig að ég get borið mín störf hvað þetta varðar saman við hvern sem er og komist vel frá því. En síðan náttúrulega er það hins vegar bara þannig að, eins og Bjarni var að vísa til, við eigum það nú öll sameiginlegt að því lengra sem við lifum þá erum við alltaf reynslumeiri.“ Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira
„Ég hef skipað hérna tvo yngstu kvenráðherra Íslandssögunnar, sem sýnir fram á að við erum með ungt forystufólk sem er tilbúið að koma inn. Við treystum konum til þess að taka ábyrgð í stjórnmálum og við treystum ungu fólki til að taka á sig mikla ábyrgð,“ sagði Bjarni, spurður að því hvort það væri ekki kominn tími til að skipta um fólk í forystunni. Tilefnið voru ummæli sem Bjarni lét falla í viðtalsþætti á Hringbraut, þar sem hann talaði um mikilvægi „blæbrigða“ og endurnýjunar. „Ég hef notið trausts til þess að leiða og ég er einfaldlega á þeim stað í lífinu að ég hef aldrei verið reynslumeiri, ég hef aldrei haft jafn sterka skoðun á því hvernig ég vil halda áfram og ég er nýbúinn að setja saman stjórnarsáttmála sem nýtur mikils stuðnings meðal þjóðarinnar og við erum í miðju verki við að hrinda honum í framkvæmd,“ sagði Bjarni. Guðlaugur var spurður út í aðsenda grein sem birtist á Vísi í gærmorgun, undir fyrirsögninni „Fjölbreyttari málverk í Valhöll“. Þar sagði Katrín Sigríður Þorsteinsdóttir Bachmann, „ung sjálfstæðiskona“, eins og hún titlaði sig, að tími kvenna væri kominn. Nefndi hún sérstaklega í þessu samhengi Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra. „Framtíðarsýn mín felst í fjölbreyttari málverkum á vegg Valhallar og fjölbreyttum Sjálfstæðisflokki sem nær út fyrir þá veggi. Konur eru um helmingur kjósenda og þær tengja ekki við málverkin í Valhöll. Eftir tvö ár er styttra í næstu kosningar og þá er rétti tíminn til að skoða breytingar á forystunni. Það vill Guðlaugur Þór koma í veg fyrir,“ sagði Katrín. Guðlaugur sagði þetta undir flokksmönnum komið en hann hefði lagt sitt af mörkum til þess að styðja konur og meðal annars stigið til hliðar þegar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir bauð sig fram gegn honum í ritaraembætti flokksins. „Nú, fyrsti kvenformaður SUS naut míns stuðnings og tók við af mér og ég beitti mér mjög mikið fyrir framgangi kvenna í ungliðahreyfingunni á sínum tíma. Þannig að ég get borið mín störf hvað þetta varðar saman við hvern sem er og komist vel frá því. En síðan náttúrulega er það hins vegar bara þannig að, eins og Bjarni var að vísa til, við eigum það nú öll sameiginlegt að því lengra sem við lifum þá erum við alltaf reynslumeiri.“
Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira