„Margir sögðu að ég ætti verðlaunin ekki skilið“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. október 2022 16:01 Sophia Smith hjá Portland Thorns með verðlaunin sem besti leikmaður úrslitaleiksins í NWSL deildinni. Getty/Ira L. Black Portland Thorns varð um helgina bandarískur meistari í fótbolta kvenna eftir sigur á Kansas City Current í úrslitaleiknum. Besti leikmaðurinn stóð undir nafni á stóra sviðinu. Sophia Smith, framherji Portland, var kosin mikilvægasti leikmaður deildarinnar fyrir úrslitaleikinn. Hún hélt upp á þau verðlaun með því að koma liði sínu yfir í upphafi úrslitaleiksins. View this post on Instagram A post shared by HighlightHER (@highlighther) Smith vakti athygli fyrir að fagna eins og Michael Jordan gerði svo eftirminnilega á sínum tíma. Þessi 22 ára stelpa fagnaði markinu með því að yppta öxlum. Jordan gerði það á sínum tíma eftir sjötta þristinn sinn fyrir leik þar sem var talað um að hann væri ekki nógu góð þriggja stiga skytta. Smith fannst ástæða til að fagna svona eftir að hafa heyrt gagnrýni á það úr mörgum áttum að hún ætti ekki skilið að vera kosin mikilvægasti leikmaður NWSL deildarinnar. View this post on Instagram A post shared by Just Women s Sports (@justwomenssports) Eftir leikinn var bandaríska landsliðskonan spurð út í það hvernig hún fagnaði markinu sínu. „Margir sögðu að ég ætti verðlaunin ekki skilið svo þetta var bara mitt svar,“ sagði Sophia Smith. Hún var síðan líka kosin besti leikmaður úrslitaleiksins. Hún var aðeins annar leikmaður í sögu deildarinnar sem fylgir því eftir að fá þessi stóru verðlaun með því að skora í úrslitaleik um titilinn. Hún er líka sú yngsta til að skora í úrslitaleik um bandaríska titilinn. Smith var valin fyrst í nýliðavalinu 2020 og er þegar búin að spila 25 landsleiki fyrir heimsmeistara Bandaríkjanna þar sem hún hefur skorað ellefu mörk. Hún skoraði fimmtán mörk fyrir Thorns á tímabilinu. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Sjá meira
Sophia Smith, framherji Portland, var kosin mikilvægasti leikmaður deildarinnar fyrir úrslitaleikinn. Hún hélt upp á þau verðlaun með því að koma liði sínu yfir í upphafi úrslitaleiksins. View this post on Instagram A post shared by HighlightHER (@highlighther) Smith vakti athygli fyrir að fagna eins og Michael Jordan gerði svo eftirminnilega á sínum tíma. Þessi 22 ára stelpa fagnaði markinu með því að yppta öxlum. Jordan gerði það á sínum tíma eftir sjötta þristinn sinn fyrir leik þar sem var talað um að hann væri ekki nógu góð þriggja stiga skytta. Smith fannst ástæða til að fagna svona eftir að hafa heyrt gagnrýni á það úr mörgum áttum að hún ætti ekki skilið að vera kosin mikilvægasti leikmaður NWSL deildarinnar. View this post on Instagram A post shared by Just Women s Sports (@justwomenssports) Eftir leikinn var bandaríska landsliðskonan spurð út í það hvernig hún fagnaði markinu sínu. „Margir sögðu að ég ætti verðlaunin ekki skilið svo þetta var bara mitt svar,“ sagði Sophia Smith. Hún var síðan líka kosin besti leikmaður úrslitaleiksins. Hún var aðeins annar leikmaður í sögu deildarinnar sem fylgir því eftir að fá þessi stóru verðlaun með því að skora í úrslitaleik um titilinn. Hún er líka sú yngsta til að skora í úrslitaleik um bandaríska titilinn. Smith var valin fyrst í nýliðavalinu 2020 og er þegar búin að spila 25 landsleiki fyrir heimsmeistara Bandaríkjanna þar sem hún hefur skorað ellefu mörk. Hún skoraði fimmtán mörk fyrir Thorns á tímabilinu.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Sjá meira