Erlent

Selenskí segir hegðun Rússa brjálæðislega

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Selenskí segir framferði Rússa við Bkahmut brjálæðislegt. 
Selenskí segir framferði Rússa við Bkahmut brjálæðislegt.  epa/Sergey Dolzhenko

Volodomír Selenskí Úkraínuforseti sakar rússneska herforingja úr innrásarliðinu um brjálæðislega hegðun þegar kemur að því að reyna að ná bænum Bakhmut á sitt vald.

Bærinn er í Donetsk héraði og fyrir innrás Rússa bjuggu þar um sjötíu þúsund manns. 

Síðustu mánuði hafa Rússar lagt ofuráherslu á að ná bænum á sitt vald. Sérfræðingar segja að það yrði ákveðinn pólitískur sigur fyrir Rússa að ná bænum en í daglegri ræðu sinni í nótt sagði Úkraínuforseti að í þeim tilraunum sýni rússnesku herforingjarnir glögglega brjálæði sitt. 

Dag eftir dag, mánuð eftir mánuð, senda þeir unga menn í opinn dauðann í örvæntingarfullri tilraun til að ná bænum og láta sprengjum rigna á hann í leiðinni. 

Bakhmut er á leiðinni að borgunum Sloviansk og Kramatorsk sem einnig er á valdi Úkraínu og þótt bærinn hafi lítið hernaðarlegt gildi gætu Rússar komið stórskotaliði sínu fyrir í bænum sem gæti síðan skotið sprengjum á borgirnar tvær. 

Selenskí sagði í ræðu sinni að varnarlið bæjarins ætli sér ekki að hörfa um tommu og kallaði hann hermennina þar hetjur.


Tengdar fréttir

Hvetja þá sem hafa flúið til að halda sig erlendis út veturinn

Stjórnvöld í Úkraínu hafa biðlað til þeirra Úkraínumanna sem hafa flúið land frá því að Rússar hófu innrás sína í febrúar síðastliðnum, um að snúa ekki aftur fyrr en í vor. Orkuinnviðir landsins ráði einfaldlega ekki við mannfjöldann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×