Súrt slátur eða rúsínur í grjónagrautinn frá Akureyri? Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. október 2022 21:06 Um 25 þúsund dósir af grjónagraut eru oft framleiddar í hverri viku hjá MS Akureyri. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það kemur vel til greina að setja súrt slátur eða rúsínur með grjónagrautnum“, segir verkstjóri hjá Mjólkursamsölunni á Akureyri en fyrirtækið hefur varla undan að framleiða grjónagraut með kanil ofan í landsmenn. Oft eru framleiddar þar tuttugu til tuttugu og fimm þúsund dósir í hverri viku. Neytendur kalla eftir slátri og rúsínum með grautnum. Það er alltaf nóg að gera hjá þeim 80 starfsmönnum, sem vinna hjá Mjólkursamsölunni á Akureyri en í samsölunni fer meðal annars fram mjólkurátöppun, smjörgerð, fjölbreytt ostagerð, auk framleiðsla á ýmsum öðrum mjólkurvörum á borð við súrmjólk, grjónagraut og ostakökur. Já, talandi um grjónagraut, það er sú vara, sem hefur algjörlega slegið í gegn hjá MS á Akureyri. “Það er bara allt gott að frétta, það er nóg að gera í grautnum. Við framleiðum frá 20 til 25 þúsund dósir í hverri viku af þessum graut . Það er bæði 500 gr. grauturinn og svo eru við náttúrulega með kanil í neytendapakkningum”, segir Jón Ingi Guðmundsson verkstjóri hjá MS á Akureyri. “Það hafa nú margir viljað frá slátur í lokið en við erum ekki enn komin svo langt. Við verðum líklega að fara að finna út úr því hvernig við komum slátrinu fyrir,” bætir hann við og hlær. En hvað með rúsínur? “Já, það eru allir möguleikar til, við getum sett hvað sem er en þetta krefst bara undirbúnings. Við verðum að hafa þetta sér pakkað því þetta er svolítið vandmeð farið innan um matvælaframleiðsluna að koma með súrt slátur og rúsínur í gegnum framleiðsluna, við þurfum að passa þetta vel. Ég útiloka ekkert, það eru ýmsir möguleikar til.” Jón Ingi Guðmundsson, verkstjóri er opinn fyrir því að koma með súrt slátur eða rúsínur með grjónagrautnum eins og neytendur hafa verið að kalla eftir.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað segir Jón, af hverju er grjónagrauturinn svona vinsæll ? “Það þekkja allir grjónagraut frá sínu heimili og það er náttúrulega mjög þægilegt að geta gripið þetta út í búð og hent þessu beint í pottinn eða borðað bein úr dós. Við fengum grjónagrautinn á sínum tíma frá Selfossi þegar verkaskiptingin varð hér um árið og við létum KEA skyrið af hendi suður og við fengum grjónagraut og ostakökur í staðin,” segir Jón Helgi. En var ekki erfitt að láta KEA skyrið frá sér? “Jú, það var mjög erfitt að missa það en það gengur bara vel að framleiða KEA skyr á Selfossi, þá eru allir ánægðir”, segir verkstjórinn Jón Helgi kampakátur. Það er meira en nóg að gera hjá starfsfólki MS á Akureyri að framleiða grjónagrautinn góða.Magnús Hlynur Hreiðarsson Akureyri Matvælaframleiðsla Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Sjá meira
Það er alltaf nóg að gera hjá þeim 80 starfsmönnum, sem vinna hjá Mjólkursamsölunni á Akureyri en í samsölunni fer meðal annars fram mjólkurátöppun, smjörgerð, fjölbreytt ostagerð, auk framleiðsla á ýmsum öðrum mjólkurvörum á borð við súrmjólk, grjónagraut og ostakökur. Já, talandi um grjónagraut, það er sú vara, sem hefur algjörlega slegið í gegn hjá MS á Akureyri. “Það er bara allt gott að frétta, það er nóg að gera í grautnum. Við framleiðum frá 20 til 25 þúsund dósir í hverri viku af þessum graut . Það er bæði 500 gr. grauturinn og svo eru við náttúrulega með kanil í neytendapakkningum”, segir Jón Ingi Guðmundsson verkstjóri hjá MS á Akureyri. “Það hafa nú margir viljað frá slátur í lokið en við erum ekki enn komin svo langt. Við verðum líklega að fara að finna út úr því hvernig við komum slátrinu fyrir,” bætir hann við og hlær. En hvað með rúsínur? “Já, það eru allir möguleikar til, við getum sett hvað sem er en þetta krefst bara undirbúnings. Við verðum að hafa þetta sér pakkað því þetta er svolítið vandmeð farið innan um matvælaframleiðsluna að koma með súrt slátur og rúsínur í gegnum framleiðsluna, við þurfum að passa þetta vel. Ég útiloka ekkert, það eru ýmsir möguleikar til.” Jón Ingi Guðmundsson, verkstjóri er opinn fyrir því að koma með súrt slátur eða rúsínur með grjónagrautnum eins og neytendur hafa verið að kalla eftir.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað segir Jón, af hverju er grjónagrauturinn svona vinsæll ? “Það þekkja allir grjónagraut frá sínu heimili og það er náttúrulega mjög þægilegt að geta gripið þetta út í búð og hent þessu beint í pottinn eða borðað bein úr dós. Við fengum grjónagrautinn á sínum tíma frá Selfossi þegar verkaskiptingin varð hér um árið og við létum KEA skyrið af hendi suður og við fengum grjónagraut og ostakökur í staðin,” segir Jón Helgi. En var ekki erfitt að láta KEA skyrið frá sér? “Jú, það var mjög erfitt að missa það en það gengur bara vel að framleiða KEA skyr á Selfossi, þá eru allir ánægðir”, segir verkstjórinn Jón Helgi kampakátur. Það er meira en nóg að gera hjá starfsfólki MS á Akureyri að framleiða grjónagrautinn góða.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Akureyri Matvælaframleiðsla Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Sjá meira