Erlent

Vilja að öryggis­ráðið ræði stað­lausar á­hyggjur af„skítugri sprengju“

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Frá fundi öryggisráðsins í september. Hér sjást fulltrúar Rússlands og Úkraínu.
Frá fundi öryggisráðsins í september. Hér sjást fulltrúar Rússlands og Úkraínu. EPA-EFE/JUSTIN LANE

Rússnesk yfirvöld hafa ekki gefist upp á að halda því fram að Úkraínumenn ætli sér að sprengja geislavirka sprengju, þrátt fyrir verulegar efasemdir vestrænna ríkja. Þeir vilja að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna taki málið fyrir.

Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússa, ræddi símleiðis við ráðherra í Bretlandi, Frakklandi og Bandaríkjunum á dögunum.

Þar viðraði hann áhyggjur Rússa af því að Úkraínumenn freistist til að beita svokallaðri „skítugri sprengju“. Þar er um að ræða venjulega sprengju sem notuð er til að dreifa geislavirkum efnum yfir stórt svæði.

Rússar hafa þó ekki sýnt fram á neitt sem bendir til þess að áhyggjur þeirra eigi við rök að styðjast. Utanríkisráðherra Breta, Frakka og Bandaríkjanna þrír höfnuðu þessum vangaveltum Shoigu alfarið.

Rússar eru þó ekki af baki dottnir og hafa nú sent bréf til Antonio Guterres, aðalframkvæmdastóra SÞ og þeirra ríkja sem eiga sæti í öryggisráðinu. 

Þar er því enn haldið fram að Úkraínumenn ætli sér að beita slíkri sprengju og óskað eftir því að málið verði tekið fyrir á vettvangi öryggisráðsins. Ráðið fundar í dag á lokuðum fundi


Tengdar fréttir

Úkraínumenn fordæma dylgjur Rússa um „skítuga sprengju“

Úkraínumenn fordæma fullyrðingar rússneskra ráðamanna þess efnis að til standi að sprengja geislavirka sprengju. Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússa lét þessi orð falla í samtali við breska kollega sinn Ben Wallace.

„Það er mjög al­var­leg staða komin upp“

Rússar hafa lagt sérstaka áherslu á orkuinnviði í árásum sínum í Úkraínu síðustu daga. Kynding er af skornum skammti í landinu og veturinn nálgast óðfluga. Prófessor segir að mjög alvarleg staða sé komin upp.

Kjarnorkuárás Rússa yrði svarað af „bandalagi viljugra“

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir aðildarríki Nató munu bregðast við ef Rússar beita Svíþjóð eða Finnland einhvers konar þrýstingi eða ógnum áður en ríkin verða fullgild aðildarríki að bandalaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×