Hver á að hugsa um yngstu börnin? Alda Agnes Sveinsdóttir skrifar 20. október 2022 13:32 Ég er sannfærð um að börn yngri en tveggja ára sem ekki eru í leikskólum og eru í umsjón foreldra sinna geti fengið öll þau námstækifæri sem við í leikskólanum bjóðum þeim uppá ef foreldrarnir geta og vilja það. Flestir foreldrar eru bestir í að lesa í þarfir barna sinna og því ákjósanlegastir umönnunaraðilarnir og mennta börnin sín vel með því að bregðast við þeim og örva þau til dáða. Ég veit líka að vel menntað og þjálfað starfsfólk getur sinnt menntun og brugðist við þörfum barnanna að miklu leiti líkt og foreldrar og jafnvel boðið þeim upp á öðruvísi námsleiðir en foreldrarnir. En ég er hugsi yfir raunveruleikanum og því að Í leikskóla eru börnin mjög oft að skipta um þann sem á að bregst við þörfum þeirra, örva þau og annast. Starfsfólk er með minni viðveru í hópnum en börnin, það fer í vinnustyttingu og sumir í undirbúning. Nokkuð er um veikindi starfsmanna á ungbarnadeildum þar sem mikið er um allskonar pestir sem grassera fram og til baka í starfsmönnum og börnum. Ég hugsa oft um eftirfarandi dæmi á klikkuðum dögum sem við flest þekkjum. Lítið 20 mánaða gamalt barn er með 42 og 1/2 tíma í viku vistun (8 og 1/2 tíma á dag). Það eru 15 önnur börn á svipuðum aldri með því á deild. 4 grunnstarfsmenn eru á deildinni og sá fimmti kemur í afleysingar þegar einhver á undirbúning vonandi oftast sá sami. Enginn fullorðinn er í fleiri en 37 tíma á viku með hópnum þ.e. 5 og 1/2 tíma skemur en barnið. Margir starfsmenn eru mun skemur með hópnum vegna undirbúningstíma. Svo þegar leysa þarf veikindi starfsmanna kemur íhlaupafólk svo sem leikskólastjóri og aðstoðarleikskólastjóri eða starfsmenn af öðrum deildum. Þó að stytting eigi ekki að kosta þá er takmarkaður sá fjöldi barna sem einn starfsmaður getur haft yfirsýn yfir svo öryggismörkum sé náð þess vegna þarf að bæta við aukafólki inn á deildir eða sameinast öðrum deildum þegar starfsfólk er í styttingu og áður en vikan er liðin hefur þessu blessaða 20 mánaða barni verið sinnt af 8 til 10 manns. Barnið er lens á brautarstöð þar sem starfsfólkið kemur og fer. Í árferði eins og núna þegar erfiðlega gengur að ráða starfsfólk ratar inn fólk í störf á leikskólum sem hefur svo ekki þegar til kastanna kemur áhuga á börnum og getur ekki brugðist við þörfum þeirra og það látið hætta. Börnin taka þátt í því. Sem leikskólastjóri á ég minn þátt í ástandinu og er alla daga í togstreitu vegna eigin sannfæringar og pressu frá foreldrum, rekstraraðilum og atvinnulífinu. Ég hef skilning á stöðu foreldra, ég veit að lögum samkvæmt skulu sveitarfélög hafa forystu um að tryggja foreldrum leikskólapláss, ég veit að atvinnulífið þarf foreldrana í vinnu og foreldrar þurfa að vera í vinnu til að reka heimilin. Börnin eiga líka rétt, þau eiga rétt á að hagsmunir þeirra séu settir í forngang þegar ákvarðanir eru teknar um allt sem snertir þau. Á meðan fullorðnir sérfræðingar í málefnum barna í hinum ýmsum stofnunum í samfélaginu takast á um hvað sé börnunum fyrir bestu og hversu framarlega eigi að raða hagsmunum þeirra í forgangsröðun þá er allskonar í gangi með daggæslu, umönnun og menntun þeirra. Ég hef sérstakar áhyggjur af yngstu börnunum og óttast að það geti verið miklu dýrkeyptara til framtíðar ef við komum okkur ekki saman um hvað sé þeim fyrir bestu og veljum þær leiðir hvað sem þær kosta í framkvæmd. Höfundur er leikskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Börn og uppeldi Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Íslandi í jólgjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun ESB kærir sig ekkert um Íslandi í jólgjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Ég er sannfærð um að börn yngri en tveggja ára sem ekki eru í leikskólum og eru í umsjón foreldra sinna geti fengið öll þau námstækifæri sem við í leikskólanum bjóðum þeim uppá ef foreldrarnir geta og vilja það. Flestir foreldrar eru bestir í að lesa í þarfir barna sinna og því ákjósanlegastir umönnunaraðilarnir og mennta börnin sín vel með því að bregðast við þeim og örva þau til dáða. Ég veit líka að vel menntað og þjálfað starfsfólk getur sinnt menntun og brugðist við þörfum barnanna að miklu leiti líkt og foreldrar og jafnvel boðið þeim upp á öðruvísi námsleiðir en foreldrarnir. En ég er hugsi yfir raunveruleikanum og því að Í leikskóla eru börnin mjög oft að skipta um þann sem á að bregst við þörfum þeirra, örva þau og annast. Starfsfólk er með minni viðveru í hópnum en börnin, það fer í vinnustyttingu og sumir í undirbúning. Nokkuð er um veikindi starfsmanna á ungbarnadeildum þar sem mikið er um allskonar pestir sem grassera fram og til baka í starfsmönnum og börnum. Ég hugsa oft um eftirfarandi dæmi á klikkuðum dögum sem við flest þekkjum. Lítið 20 mánaða gamalt barn er með 42 og 1/2 tíma í viku vistun (8 og 1/2 tíma á dag). Það eru 15 önnur börn á svipuðum aldri með því á deild. 4 grunnstarfsmenn eru á deildinni og sá fimmti kemur í afleysingar þegar einhver á undirbúning vonandi oftast sá sami. Enginn fullorðinn er í fleiri en 37 tíma á viku með hópnum þ.e. 5 og 1/2 tíma skemur en barnið. Margir starfsmenn eru mun skemur með hópnum vegna undirbúningstíma. Svo þegar leysa þarf veikindi starfsmanna kemur íhlaupafólk svo sem leikskólastjóri og aðstoðarleikskólastjóri eða starfsmenn af öðrum deildum. Þó að stytting eigi ekki að kosta þá er takmarkaður sá fjöldi barna sem einn starfsmaður getur haft yfirsýn yfir svo öryggismörkum sé náð þess vegna þarf að bæta við aukafólki inn á deildir eða sameinast öðrum deildum þegar starfsfólk er í styttingu og áður en vikan er liðin hefur þessu blessaða 20 mánaða barni verið sinnt af 8 til 10 manns. Barnið er lens á brautarstöð þar sem starfsfólkið kemur og fer. Í árferði eins og núna þegar erfiðlega gengur að ráða starfsfólk ratar inn fólk í störf á leikskólum sem hefur svo ekki þegar til kastanna kemur áhuga á börnum og getur ekki brugðist við þörfum þeirra og það látið hætta. Börnin taka þátt í því. Sem leikskólastjóri á ég minn þátt í ástandinu og er alla daga í togstreitu vegna eigin sannfæringar og pressu frá foreldrum, rekstraraðilum og atvinnulífinu. Ég hef skilning á stöðu foreldra, ég veit að lögum samkvæmt skulu sveitarfélög hafa forystu um að tryggja foreldrum leikskólapláss, ég veit að atvinnulífið þarf foreldrana í vinnu og foreldrar þurfa að vera í vinnu til að reka heimilin. Börnin eiga líka rétt, þau eiga rétt á að hagsmunir þeirra séu settir í forngang þegar ákvarðanir eru teknar um allt sem snertir þau. Á meðan fullorðnir sérfræðingar í málefnum barna í hinum ýmsum stofnunum í samfélaginu takast á um hvað sé börnunum fyrir bestu og hversu framarlega eigi að raða hagsmunum þeirra í forgangsröðun þá er allskonar í gangi með daggæslu, umönnun og menntun þeirra. Ég hef sérstakar áhyggjur af yngstu börnunum og óttast að það geti verið miklu dýrkeyptara til framtíðar ef við komum okkur ekki saman um hvað sé þeim fyrir bestu og veljum þær leiðir hvað sem þær kosta í framkvæmd. Höfundur er leikskólakennari.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun