Mjóddin má muna sinn fífil fegurri Bjarki Sigurðsson skrifar 22. október 2022 07:01 Rauðvínsflaska, sprittbrúsi og fleira rusl við blautan bekk á biðstöðinni í Mjódd. Vísir/Vilhelm Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar hefur lagt til að ráðist verði í umbætur á strætóskiptistöðinni í Mjóddinni. Stöðin er sú fjölfarnasta á landinu. Á hverju ári fara fjórar milljónir farþega um umferðarmiðstöðina í Mjóddinni. Þar stöðva ellefu strætóar, þar af þrír landsbyggðarstrætóar sem ferðast til Borgarness, Landeyjarhafnar og Selfoss. Aðstaðan í Mjódd er alls ekki sú fegursta, krotað er á flesta veggi, takmarkað magn af sætisplássi er til staðar og er þjónustutíminn ekki langur. Einungis er hægt að sækja þjónustu þar milli klukkan 7 og 18 á virkum dögum og klukkan 10 til 14 um helgar. Þessi bekkur lítur ekki út fyrir að vera sá þægilegasti.Vísir/Vilhelm Hildur Björnsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar, vill að ráðist verði í að minnsta kosti þrjár aðgerðir til að bæta aðstöðu strætisvagnafarþega við Mjóddina. Fyrsta skref væri að byrja með kvöldopnanir. Hildur leggur til að stöðin verði opin farþegum á kvöldin á meðan vagnarnir ganga. Klósettaðstaðan er ekki hugguleg.Vísir/Vilhelm Þá þurfi að auka gæslu í biðsalnum og koma salernisþrifum í lag. Þriðja tillaga Hildar er að sætum í biðsal verði fjölgað og þau sæti sem eru þar nú þegar verði löguð. Gera þurfi biðsalinn hlýlegri, til dæmis með uppsetningu listaverka. Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs sem fram fór í vikunni var málinu frestað. Hver þarf pláss þegar hann er að pissa...?Vísir/Vilhelm Mjóddin er einn af fáum stöðum þar sem hægt er að kaupa strætómiða.Vísir/Vilhelm Búið er að brjóta rúðu við inngang inn í Mjóddina.Vísir/Vilhelm Strætó Reykjavík Menning Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Á hverju ári fara fjórar milljónir farþega um umferðarmiðstöðina í Mjóddinni. Þar stöðva ellefu strætóar, þar af þrír landsbyggðarstrætóar sem ferðast til Borgarness, Landeyjarhafnar og Selfoss. Aðstaðan í Mjódd er alls ekki sú fegursta, krotað er á flesta veggi, takmarkað magn af sætisplássi er til staðar og er þjónustutíminn ekki langur. Einungis er hægt að sækja þjónustu þar milli klukkan 7 og 18 á virkum dögum og klukkan 10 til 14 um helgar. Þessi bekkur lítur ekki út fyrir að vera sá þægilegasti.Vísir/Vilhelm Hildur Björnsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar, vill að ráðist verði í að minnsta kosti þrjár aðgerðir til að bæta aðstöðu strætisvagnafarþega við Mjóddina. Fyrsta skref væri að byrja með kvöldopnanir. Hildur leggur til að stöðin verði opin farþegum á kvöldin á meðan vagnarnir ganga. Klósettaðstaðan er ekki hugguleg.Vísir/Vilhelm Þá þurfi að auka gæslu í biðsalnum og koma salernisþrifum í lag. Þriðja tillaga Hildar er að sætum í biðsal verði fjölgað og þau sæti sem eru þar nú þegar verði löguð. Gera þurfi biðsalinn hlýlegri, til dæmis með uppsetningu listaverka. Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs sem fram fór í vikunni var málinu frestað. Hver þarf pláss þegar hann er að pissa...?Vísir/Vilhelm Mjóddin er einn af fáum stöðum þar sem hægt er að kaupa strætómiða.Vísir/Vilhelm Búið er að brjóta rúðu við inngang inn í Mjóddina.Vísir/Vilhelm
Strætó Reykjavík Menning Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira