Orðræða dómsmálaráðherra ali markvisst á ótta við flóttamenn Fanndís Birna Logadóttir skrifar 15. október 2022 13:00 Guðríður Lára Þrastardóttir, sérfræðingur í málefnum flóttafólks, telur að hugmyndir Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um takmörkuð búsetuúrræði ekki raunhæfar né nauðsynlegar. Vísir/Samsett Sérfræðingur í málefnum flóttamanna segir hugmyndir dómsmálaráðherra um takmörkuð búsetuúrræði skjóta skökku við og efast um að þörf sé á slíku. Þá geti móttökubúðir ýtt undir jaðarsetningu. Markvisst sé verið að ala á ótta við flóttamenn með orðræðu valdamanna sem erfitt geti reynst að snúa við. Dómsmálaráðherra hefur talað um að stjórnlaust ástand ríki hér á landi vegna komu flóttamanna og talaði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær um þörf á lokuðu búsetuúrræði til að takmarka för flóttafólks fyrir brottvísun. Guðríður Lára Þrastardóttir, lögrfræðingur, sérfræðingur í málefnum flóttafólks og starfsmaður þingflokks Samfylkingarinnar, segir margar hliðar á því máli. „Grundvallarhugmyndafræði sem býr þarna að baki snýr að því að við erum þá farin að frelsissvipta fólk sem er hvorki grunað um afbrot, né hefur framið afbrot, og það er auðvitað umræða sem þarf að taka áður en farið er út í þetta,“ segir Guðríður. „Svo er það náttúrulega kostnaðurinn, hann hleypur væntanlega á einhverjum milljörðum, bæði að reisa svona úrræði og síðan að reka það. Svo er náttúrlega mannúðarvinkillinn og í fjórða lagi er það spurning um þörfina,"“ segir hún enn fremur. Vissulega reyni fólk stundum að komast undan fyrir brottvísun og láti sig hverfa til að bjarga sér en það sé ef til vill sjaldgæfara hér en hjá öðrum Evrópuríkjum. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar og menntamálanefndar Alþingis velti því þá upp í innsendri grein á Vísi í vikunni hvort koma þyrfti upp svokölluðum móttökubúðum fyrir flóttamenn sem hingað koma. Guðríður segir það ekki óþekkt og í sjálfu sér ekki neikvætt ef fólk eigi aðeins að dvelja þar í nokkra daga. Ef það eigi að vera þar alla málsmeðferðina, sem geti tekið marga mánuði, sé það annað mál. „Þá er þetta bara mjög slæmt, það náttúrulega ýtir undir jaðarsetningu og það geta komið upp mjög alvarleg mál sem tengjast bara öryggi. Það er alveg þekkt þegar fólk á flótta dvelur á sama stað margir í einu í langan tíma, þá geta komið upp mjög erfið mál sem er bæði dýrt og erfitt fyrir samfélagið að glíma við,“ segir Guðríður. Ljóst sé að ríki og sveitarfélög þurfi að taka höndum saman til að bregðast við þeim mikla fjölda flóttamanna sem hingað leita og búa vel að þeim en heilt yfir væri fjármunum betur varið í annað en umdeild og kostnaðarsöm úrræði. Hún segist nú hafa áhyggjur af orðræðunni þar sem markvisst sé verið að ala á ótta við útlendinga og flóttamenn. „Íslendingar hafa hingað til verið mjög jákvæðir gagnvart fólki á flótta og við höfum staðið okkur bara nokkuð vel svona heilt yfir og þá kannski hefur almenningsálitið verið mjög hliðhollt fólki, en ég hef bara töluverðar áhyggjur af því að það breytist mjög hratt núna þegar að ráðamenn tala svona, og þá er líka bara erfitt að snúa þeirri þróun til baka,“ segir Guðríður. Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Telur dóm veita tvö hundruð flóttamönnum sem átti að vísa úr landi rétt á efnismeðferð Palestínumaður, sem sótti um alþjóðlega vernd hér á landi en fékk ekki efnismeðferð, bar ekki ábyrgð á miklum töfum á meðferð máls hans. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmdi í málinu í gær. Lögmaður segir málið fordæmisgefandi í málum allra þeirra sem sótt hafa um hæli hér á landi og ílengdust vegna kórónuveirufaraldursins. 14. október 2022 11:21 Katrín ósammála því að hér ríki stjórnlaust ástand Forsætisráðherra hafnar því að hér á landi ríki stjórnlaust ástand í útlendingamálum, líkt og dómsmálaráðherra hefur haldið fram. Fjöldi flóttamanna eigi sér eðlilegar skýringar og byggi á ákvörðunum stjórnvalda. 13. október 2022 13:44 Á níunda tug flóttamanna hafa gist í fjöldahjálparstöðinni í Borgartúni Á níunda tug hafa gist í fjöldahjálparstöðinni í Borgartúni frá því að hún var opnuð fyrir viku síðan. Stöðin er tímabundið úrræði á vegum Rauða krossins fyrir flóttafólk sem kemur hingað til lands á meðan langtímaúrræði á vegum ríkis og sveitarfélaga er fundið. 11. október 2022 06:54 Ósammála um hvort fólk komi af neyð eða í leit að betra lífi Þingmaður Miðflokksins segir aðsókn flóttafólks til landsins vera hlutfallslega þá langmestu í Evrópu. Þingmenn eru ósammála um hvort flóttafólk komi hingað í neyð eða í leit að betra lífi. Tekist var á um árangur Norðurlandaþjóðanna í innflytjendamálum að lokinni sendiferð allsherjar- og menntamálanefndar til Danmerkur og Noregs á Sprengisandi. 9. október 2022 14:32 Staða flóttafólks oft verri þegar það hafi fengið vernd í öðru landi Þingmaður Viðreisnar segir ótækt að ætla að fylgja stefnu Dana í útlendingamálum og senda fólk með formlega vernd í öðrum löndum úr landi í blindni. Staða fólks væri oft verri þegar það væri komið með vernd annars staðar. 8. október 2022 20:01 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Dómsmálaráðherra hefur talað um að stjórnlaust ástand ríki hér á landi vegna komu flóttamanna og talaði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær um þörf á lokuðu búsetuúrræði til að takmarka för flóttafólks fyrir brottvísun. Guðríður Lára Þrastardóttir, lögrfræðingur, sérfræðingur í málefnum flóttafólks og starfsmaður þingflokks Samfylkingarinnar, segir margar hliðar á því máli. „Grundvallarhugmyndafræði sem býr þarna að baki snýr að því að við erum þá farin að frelsissvipta fólk sem er hvorki grunað um afbrot, né hefur framið afbrot, og það er auðvitað umræða sem þarf að taka áður en farið er út í þetta,“ segir Guðríður. „Svo er það náttúrulega kostnaðurinn, hann hleypur væntanlega á einhverjum milljörðum, bæði að reisa svona úrræði og síðan að reka það. Svo er náttúrlega mannúðarvinkillinn og í fjórða lagi er það spurning um þörfina,"“ segir hún enn fremur. Vissulega reyni fólk stundum að komast undan fyrir brottvísun og láti sig hverfa til að bjarga sér en það sé ef til vill sjaldgæfara hér en hjá öðrum Evrópuríkjum. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar og menntamálanefndar Alþingis velti því þá upp í innsendri grein á Vísi í vikunni hvort koma þyrfti upp svokölluðum móttökubúðum fyrir flóttamenn sem hingað koma. Guðríður segir það ekki óþekkt og í sjálfu sér ekki neikvætt ef fólk eigi aðeins að dvelja þar í nokkra daga. Ef það eigi að vera þar alla málsmeðferðina, sem geti tekið marga mánuði, sé það annað mál. „Þá er þetta bara mjög slæmt, það náttúrulega ýtir undir jaðarsetningu og það geta komið upp mjög alvarleg mál sem tengjast bara öryggi. Það er alveg þekkt þegar fólk á flótta dvelur á sama stað margir í einu í langan tíma, þá geta komið upp mjög erfið mál sem er bæði dýrt og erfitt fyrir samfélagið að glíma við,“ segir Guðríður. Ljóst sé að ríki og sveitarfélög þurfi að taka höndum saman til að bregðast við þeim mikla fjölda flóttamanna sem hingað leita og búa vel að þeim en heilt yfir væri fjármunum betur varið í annað en umdeild og kostnaðarsöm úrræði. Hún segist nú hafa áhyggjur af orðræðunni þar sem markvisst sé verið að ala á ótta við útlendinga og flóttamenn. „Íslendingar hafa hingað til verið mjög jákvæðir gagnvart fólki á flótta og við höfum staðið okkur bara nokkuð vel svona heilt yfir og þá kannski hefur almenningsálitið verið mjög hliðhollt fólki, en ég hef bara töluverðar áhyggjur af því að það breytist mjög hratt núna þegar að ráðamenn tala svona, og þá er líka bara erfitt að snúa þeirri þróun til baka,“ segir Guðríður.
Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Telur dóm veita tvö hundruð flóttamönnum sem átti að vísa úr landi rétt á efnismeðferð Palestínumaður, sem sótti um alþjóðlega vernd hér á landi en fékk ekki efnismeðferð, bar ekki ábyrgð á miklum töfum á meðferð máls hans. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmdi í málinu í gær. Lögmaður segir málið fordæmisgefandi í málum allra þeirra sem sótt hafa um hæli hér á landi og ílengdust vegna kórónuveirufaraldursins. 14. október 2022 11:21 Katrín ósammála því að hér ríki stjórnlaust ástand Forsætisráðherra hafnar því að hér á landi ríki stjórnlaust ástand í útlendingamálum, líkt og dómsmálaráðherra hefur haldið fram. Fjöldi flóttamanna eigi sér eðlilegar skýringar og byggi á ákvörðunum stjórnvalda. 13. október 2022 13:44 Á níunda tug flóttamanna hafa gist í fjöldahjálparstöðinni í Borgartúni Á níunda tug hafa gist í fjöldahjálparstöðinni í Borgartúni frá því að hún var opnuð fyrir viku síðan. Stöðin er tímabundið úrræði á vegum Rauða krossins fyrir flóttafólk sem kemur hingað til lands á meðan langtímaúrræði á vegum ríkis og sveitarfélaga er fundið. 11. október 2022 06:54 Ósammála um hvort fólk komi af neyð eða í leit að betra lífi Þingmaður Miðflokksins segir aðsókn flóttafólks til landsins vera hlutfallslega þá langmestu í Evrópu. Þingmenn eru ósammála um hvort flóttafólk komi hingað í neyð eða í leit að betra lífi. Tekist var á um árangur Norðurlandaþjóðanna í innflytjendamálum að lokinni sendiferð allsherjar- og menntamálanefndar til Danmerkur og Noregs á Sprengisandi. 9. október 2022 14:32 Staða flóttafólks oft verri þegar það hafi fengið vernd í öðru landi Þingmaður Viðreisnar segir ótækt að ætla að fylgja stefnu Dana í útlendingamálum og senda fólk með formlega vernd í öðrum löndum úr landi í blindni. Staða fólks væri oft verri þegar það væri komið með vernd annars staðar. 8. október 2022 20:01 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Telur dóm veita tvö hundruð flóttamönnum sem átti að vísa úr landi rétt á efnismeðferð Palestínumaður, sem sótti um alþjóðlega vernd hér á landi en fékk ekki efnismeðferð, bar ekki ábyrgð á miklum töfum á meðferð máls hans. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmdi í málinu í gær. Lögmaður segir málið fordæmisgefandi í málum allra þeirra sem sótt hafa um hæli hér á landi og ílengdust vegna kórónuveirufaraldursins. 14. október 2022 11:21
Katrín ósammála því að hér ríki stjórnlaust ástand Forsætisráðherra hafnar því að hér á landi ríki stjórnlaust ástand í útlendingamálum, líkt og dómsmálaráðherra hefur haldið fram. Fjöldi flóttamanna eigi sér eðlilegar skýringar og byggi á ákvörðunum stjórnvalda. 13. október 2022 13:44
Á níunda tug flóttamanna hafa gist í fjöldahjálparstöðinni í Borgartúni Á níunda tug hafa gist í fjöldahjálparstöðinni í Borgartúni frá því að hún var opnuð fyrir viku síðan. Stöðin er tímabundið úrræði á vegum Rauða krossins fyrir flóttafólk sem kemur hingað til lands á meðan langtímaúrræði á vegum ríkis og sveitarfélaga er fundið. 11. október 2022 06:54
Ósammála um hvort fólk komi af neyð eða í leit að betra lífi Þingmaður Miðflokksins segir aðsókn flóttafólks til landsins vera hlutfallslega þá langmestu í Evrópu. Þingmenn eru ósammála um hvort flóttafólk komi hingað í neyð eða í leit að betra lífi. Tekist var á um árangur Norðurlandaþjóðanna í innflytjendamálum að lokinni sendiferð allsherjar- og menntamálanefndar til Danmerkur og Noregs á Sprengisandi. 9. október 2022 14:32
Staða flóttafólks oft verri þegar það hafi fengið vernd í öðru landi Þingmaður Viðreisnar segir ótækt að ætla að fylgja stefnu Dana í útlendingamálum og senda fólk með formlega vernd í öðrum löndum úr landi í blindni. Staða fólks væri oft verri þegar það væri komið með vernd annars staðar. 8. október 2022 20:01