Sjáðu sex mínútna þrennu Salah, Son í stuði og sex marka leik á Nývangi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2022 09:01 Harvey Elliott og Mohamed Salah fagna sjöunda og síðasta marki Liverpool liðsins í gær. AP/Scott Heppell Ensku félögin Liverpool og Tottenham unnu bæði leiki sína í Meistaradeildinni í fótbolta í gærkvöldi og nú má sjá mörkin úr leikjum þeirra hér inn á Vísi sem og úr miklu markajafntefli Barcelona og Internazionale. Liverpool vann 7-1 útisigur á skoska félaginu Glasgow Rangers þrátt fyrir að lenda undir í leiknum en Tottenham vann 3-2 sigur á tíu mönnum Eintracht Frankfurt eftir að hafa einnig lent 1-0 undir. Vandræðin hafa verið mikil á Liverpool og einu sinni sem oftar lenti liðið 1-0 undir á Ibrox í gær. Hafi Jürgen Klopp verið að bíða eftir svari frá sínum mönnum þá vöknuðu þeir heldur betur. Klippa: Mörk úr 7-1 sigri Liverpool á Rangers Roberto Firmino jafnaði metin og kom þeim yfir og Darwin Nunez skoraði þriðja markið. Þá var komið að sýningu Mohamed Salah. Salah hefur verið slakur að undanförnu en kom þarna inn á sem varamaður og setti nýtt Meistaradeildarmet með því að skora þrennu á sex mínútna kafla. Harvey Elliott skoraði síðan sjöunda og síðasta markið og Liverpool nægir nú jafntefli á móti Ajax til að tryggja sig áfram í sextán liða úrslitin. Klippa: Mörkin úr 3-2 sigri Tottenham á Frankfurt Tottenham liðið er í efst sæti síns riðils eftir sigurinn á botnliði Eintracht Frankfurt en það er samt bara eitt stig í næstu tvö lið sem eru Marseille og Sporting. Son Heung-min skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik og þriðja markið gerði Harry Kane úr víti. Kane lagði upp fyrsta mark Son en samvinna þeirra er mögnuð. Son fiskaði líka einn leikmann Frankfurt af velli með sitt annað gula spjald en tíu menn þýska liðsins náðu samt að minnka muninn í 3-2 og búa til taugaveiklaðar lokamínútur. Hér fyrir ofan og neðan má sjá mörkin úr þessum tveimur leikjum sem og úr 3-3 jafnteflisleik Barcelona og Internazionale. Klippa: Mörkin úr 3-3 jafntefli Barcelona og Internazionale Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Liverpool vann 7-1 útisigur á skoska félaginu Glasgow Rangers þrátt fyrir að lenda undir í leiknum en Tottenham vann 3-2 sigur á tíu mönnum Eintracht Frankfurt eftir að hafa einnig lent 1-0 undir. Vandræðin hafa verið mikil á Liverpool og einu sinni sem oftar lenti liðið 1-0 undir á Ibrox í gær. Hafi Jürgen Klopp verið að bíða eftir svari frá sínum mönnum þá vöknuðu þeir heldur betur. Klippa: Mörk úr 7-1 sigri Liverpool á Rangers Roberto Firmino jafnaði metin og kom þeim yfir og Darwin Nunez skoraði þriðja markið. Þá var komið að sýningu Mohamed Salah. Salah hefur verið slakur að undanförnu en kom þarna inn á sem varamaður og setti nýtt Meistaradeildarmet með því að skora þrennu á sex mínútna kafla. Harvey Elliott skoraði síðan sjöunda og síðasta markið og Liverpool nægir nú jafntefli á móti Ajax til að tryggja sig áfram í sextán liða úrslitin. Klippa: Mörkin úr 3-2 sigri Tottenham á Frankfurt Tottenham liðið er í efst sæti síns riðils eftir sigurinn á botnliði Eintracht Frankfurt en það er samt bara eitt stig í næstu tvö lið sem eru Marseille og Sporting. Son Heung-min skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik og þriðja markið gerði Harry Kane úr víti. Kane lagði upp fyrsta mark Son en samvinna þeirra er mögnuð. Son fiskaði líka einn leikmann Frankfurt af velli með sitt annað gula spjald en tíu menn þýska liðsins náðu samt að minnka muninn í 3-2 og búa til taugaveiklaðar lokamínútur. Hér fyrir ofan og neðan má sjá mörkin úr þessum tveimur leikjum sem og úr 3-3 jafnteflisleik Barcelona og Internazionale. Klippa: Mörkin úr 3-3 jafntefli Barcelona og Internazionale
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira