Áframhaldandi grímuskylda á Landspítala Bjarki Sigurðsson skrifar 11. október 2022 10:13 Runólfur Pálsson er forstjóri Landspítalans. Vísir/Arnar Grímuskylda verður með óbreyttum hætti næstu vikur, jafnvel mánuði, á Landspítalanum. Búist er við haust eða vetrarbylgju af Covid ásamt inflúensufaraldri og öðrum öndunarfærasýkingum. Hætt verður að skima einkennalausa sjúklinga fyrir Covid-19 við innlögn. Þetta var ákveðið á fundi farsóttanefndar Landspítala sem fram fór í gær. Þeir sjúklingar sem leggjast inn á spítalann með öndunarfæraeinkenni verða héðan í frá skimaðir fyrir öllum veirum, ekki bara Covid-19. Landspítalinn starfar enn á óvissustigi vegna Covid-19. Þar af leiðandi þurfa ferlisjúklingar og allir heimsóknargestir að bera skurðstofugrímu. Notkun fínagnagríma á bráðamóttökunni verður áfram valkvæð nema þar sem um er að ræða staðfest Covid-19 smit eða grunur sé um Covid-19 smit. Einungis einn gestur er leyfður hjá sjúklingum á legudeildum innan skilgreinds heimsóknartíma. Undanþágur eru veittar við sérstakar aðstæður. Hér fyrir neðan má lesa helstu gildandi sóttvarnareglur á Landspítala frá og með deginum í dag. Starfsmenn/nemar þurfa nú aðeins að bera skurðstofugrímu í beinum samskiptum við sjúklinga, hvort sem um er að ræða inniliggjandi sjúklinga eða ferlisjúklinga. Inniliggjandi sjúklingar þurfa ekki bera skurðstofugrímu þegar þeir fara út af deild í rannsóknir/meðferð en starfsmenn sem sinna þeim skulu bera grímu. Ferlisjúklingar og heimsóknargestir eiga að bera skurðstofugrímu. Notkun fínagnagríma á bráðamóttökum er valkvæð nema þar sem um er að ræða staðfest COVID smit eða grun um COVID. Ef starfsmaður/nemi er með einkenni öndunarfærasýkinga á viðkomandi ekki að vera í vinnu nema einkenni séu mjög væg og á undanhaldi en þá á starfsmaður að bera skurðstofugrímu þar til einkenni eru horfin. Heimsóknir til sjúklinga á legudeildum eru takmarkaðar við einn gest í einu (ásamt fylgdarmanni ef nauðsyn krefur) innan skilgreinds heimsóknartíma. Undanþágur eru áfram veittar við sérstakar aðstæður. Leyfi sjúklinga í endurhæfingarskyni og/eða sem undirbúningur fyrir útskrift eru heimil. Ekki þarf leyfi farsóttanefndar fyrir slíku. Sjúklingar sem koma á göngudeildir, dagdeildir og rannsóknardeildir í viðtöl/rannsókn/meðferð mega hafa með sér fylgdarmann. Báðir þurfa að vera með grímu. Reglur um útsetta sjúklinga er að finna í flæðiriti hér. Fundir starfsmanna eru heimilir án sérstakra varúðarráðstafana. Ekki þarf lengur að skima einkennalausa sjúklinga við innlögn. Skima skal sjúklinga með einkenni fyrir öllum öndunarfæraveirum. (Nýtt frá eldri reglum) Landspítalinn Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Fleiri fréttir Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Sjá meira
Þetta var ákveðið á fundi farsóttanefndar Landspítala sem fram fór í gær. Þeir sjúklingar sem leggjast inn á spítalann með öndunarfæraeinkenni verða héðan í frá skimaðir fyrir öllum veirum, ekki bara Covid-19. Landspítalinn starfar enn á óvissustigi vegna Covid-19. Þar af leiðandi þurfa ferlisjúklingar og allir heimsóknargestir að bera skurðstofugrímu. Notkun fínagnagríma á bráðamóttökunni verður áfram valkvæð nema þar sem um er að ræða staðfest Covid-19 smit eða grunur sé um Covid-19 smit. Einungis einn gestur er leyfður hjá sjúklingum á legudeildum innan skilgreinds heimsóknartíma. Undanþágur eru veittar við sérstakar aðstæður. Hér fyrir neðan má lesa helstu gildandi sóttvarnareglur á Landspítala frá og með deginum í dag. Starfsmenn/nemar þurfa nú aðeins að bera skurðstofugrímu í beinum samskiptum við sjúklinga, hvort sem um er að ræða inniliggjandi sjúklinga eða ferlisjúklinga. Inniliggjandi sjúklingar þurfa ekki bera skurðstofugrímu þegar þeir fara út af deild í rannsóknir/meðferð en starfsmenn sem sinna þeim skulu bera grímu. Ferlisjúklingar og heimsóknargestir eiga að bera skurðstofugrímu. Notkun fínagnagríma á bráðamóttökum er valkvæð nema þar sem um er að ræða staðfest COVID smit eða grun um COVID. Ef starfsmaður/nemi er með einkenni öndunarfærasýkinga á viðkomandi ekki að vera í vinnu nema einkenni séu mjög væg og á undanhaldi en þá á starfsmaður að bera skurðstofugrímu þar til einkenni eru horfin. Heimsóknir til sjúklinga á legudeildum eru takmarkaðar við einn gest í einu (ásamt fylgdarmanni ef nauðsyn krefur) innan skilgreinds heimsóknartíma. Undanþágur eru áfram veittar við sérstakar aðstæður. Leyfi sjúklinga í endurhæfingarskyni og/eða sem undirbúningur fyrir útskrift eru heimil. Ekki þarf leyfi farsóttanefndar fyrir slíku. Sjúklingar sem koma á göngudeildir, dagdeildir og rannsóknardeildir í viðtöl/rannsókn/meðferð mega hafa með sér fylgdarmann. Báðir þurfa að vera með grímu. Reglur um útsetta sjúklinga er að finna í flæðiriti hér. Fundir starfsmanna eru heimilir án sérstakra varúðarráðstafana. Ekki þarf lengur að skima einkennalausa sjúklinga við innlögn. Skima skal sjúklinga með einkenni fyrir öllum öndunarfæraveirum. (Nýtt frá eldri reglum)
Starfsmenn/nemar þurfa nú aðeins að bera skurðstofugrímu í beinum samskiptum við sjúklinga, hvort sem um er að ræða inniliggjandi sjúklinga eða ferlisjúklinga. Inniliggjandi sjúklingar þurfa ekki bera skurðstofugrímu þegar þeir fara út af deild í rannsóknir/meðferð en starfsmenn sem sinna þeim skulu bera grímu. Ferlisjúklingar og heimsóknargestir eiga að bera skurðstofugrímu. Notkun fínagnagríma á bráðamóttökum er valkvæð nema þar sem um er að ræða staðfest COVID smit eða grun um COVID. Ef starfsmaður/nemi er með einkenni öndunarfærasýkinga á viðkomandi ekki að vera í vinnu nema einkenni séu mjög væg og á undanhaldi en þá á starfsmaður að bera skurðstofugrímu þar til einkenni eru horfin. Heimsóknir til sjúklinga á legudeildum eru takmarkaðar við einn gest í einu (ásamt fylgdarmanni ef nauðsyn krefur) innan skilgreinds heimsóknartíma. Undanþágur eru áfram veittar við sérstakar aðstæður. Leyfi sjúklinga í endurhæfingarskyni og/eða sem undirbúningur fyrir útskrift eru heimil. Ekki þarf leyfi farsóttanefndar fyrir slíku. Sjúklingar sem koma á göngudeildir, dagdeildir og rannsóknardeildir í viðtöl/rannsókn/meðferð mega hafa með sér fylgdarmann. Báðir þurfa að vera með grímu. Reglur um útsetta sjúklinga er að finna í flæðiriti hér. Fundir starfsmanna eru heimilir án sérstakra varúðarráðstafana. Ekki þarf lengur að skima einkennalausa sjúklinga við innlögn. Skima skal sjúklinga með einkenni fyrir öllum öndunarfæraveirum. (Nýtt frá eldri reglum)
Landspítalinn Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Fleiri fréttir Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Sjá meira