Stríðshaukar í Kreml krefjast skæðari árása í Úkraínu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. október 2022 08:38 Minnst nítján féllu í loftárásum Rússa í Úkraínu í gær. AP Photo/Andriy Andriyenko Embættismenn og stuðningsmenn stríðsreksturs Rússa í Úkraínu hafa fagnað mannskæðum árásum um alla Úkraínu í gær. Rússneski herinn hefur undanfarnar vikur verið harðlega gagnrýndur af hópi manna í Kreml vegna þess hve honum hefur gengið illa á vígvellinum undanfarnar vikur. Þetta kemur fram í frétt AP um málið. Þar kemur fram að þjóðhollir fréttamenn í Rússlandi hafi fagnað árásum sem gerðar voru víða um Úkraínu í gær. Minnst nítján létust í árásunum og hundrað særðust að sögn úkraínskra stjórnvalda. Ríkisfréttamiðlar í Rússlandi sögðu í gær frá því að árásirnar, sem beindust að almennum borgurum, hafi verið tímabært svar við velgengni Úkraínumanna á vígvellinum undanfarnar vikur. Herinn hafi skort sterkan leiðtoga Úkraínumenn hafa síðustu vikur náð miklu landsvæði frá Rússum í austur- og suðurhluta landsins og gengi Rússa í stríðinu verið lýst sem vandræðalegu. Svo virðist sem árás, sem Úkraínumenn eru taldir bera ábyrgð á, á Kerch brúnna um helgina hafi verið kornið sem fyllti mælinn. Brúin hefur verið álitin sem táknmynd hernáms Rússa á Krímskaga árið 2014 en hún var reist árið 2018 og er eina tenging Rússlands við skagann. Árásin var gerð á aðfaranótt laugardags og sama dag var nýr herforingi skipaður yfir stríðsrekstrinum í Úkraínu, Sergei Surovikin. Hlutverk hans er sagt mikilvægt þar sem rússneska herinn hafi skort einn sterkan leiðtoga. Pútín orðinn fangi eigin óákveðni Fram kemur í frétt AP að sérfræðingar séu nú farnir að leiða að því líkum að Vladimír Pútín Rússlandsforseti sé að verða fangi skoðana stuðningsmanna sinna á því hvernig stríðið í Úkraínu eigi að fara. Pútín hafi lítið sem ekkert frumkvæði og hann stóli alltaf meira og meira á stöðu stríðsins hverju sinni og þá sem lýsi grimmustu skoðununum á stríðsrekstrinum í Úkraínu. „Hræðslan við ósigur er svo sterk, sérstaklega hjá þeim sem eru búnir að sökkva sér algerlega í stríðsreksturinn, að óákveðni Pútins, sérstaklega með rökum hans um að „ekkert sé enn hafið“ og „að hógværar aðgerðir hafi skilað sér“, er orðin að vandamáli,“ skrifaði sérfræðingurinn Tatyana Stanovaya, stofnandi R. Politik, í grein í gær. Rússneskir fréttamenn gerðu lítið úr árásinni á Kerch brúna um helgina og í gær og sögðu að nú væri kominn tími til að sýna Úkraínumönnum hvað í Rússlandi býr. Þingmaðurinn Sergei Mironov skrifaði á Twitter í gær að nú væri kominn tími til að berjast. Með krafti og jafnvel „grimmd.“ ... . ! , . - . ! ! . . ! ! pic.twitter.com/L2IquUdRSY— (@mironov_ru) October 8, 2022 Í gærmorgun var svo brugðist við ákallinu þegar Rússar gerðu fjölda loftárása á úkraínskar borgir. Árásunum var beint að almennum borgurum, þó Rússar hafi haldið því fram að þær hafi beinst að innviðum Úkraínu. Árásirnar beindust að fimmtán úkraínskum borgum. Minnst nítján létust, yfir hundrað særðust, rafmagnslínur rofnuðu, lestarstöðvar skemmdust og vatnsbirgðir borga skemmdust. Enn eru tæplega hundrað námuverkamenn fastir neðanjarðar í Kryvyi Rih vegna rafmagnsleysis. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Minnst fimmtán sprengjur féllu í Zaporizhzhia í nótt Minnst fimmtán sprengjur féllu í borginni Zaporizhzhia í suðurhluta Úkraínu í nótt. Að sögn varautanríkisráðherra landsins var sprengjunum beint að íbúðabyggingum, menntastofnunum og sjúkrahúsum. 11. október 2022 06:33 Bandaríkjamenn aðstoða Úkraínu við loftvarnir Bandaríkjaforseti fordæmir eldflaugaárásir Rússa sem fram fóru í dag. Bandaríkjamenn halda áfram stuðningi og hyggjast gefa Úkraínumönnum háþróuð loftvarnarkerfi. 10. október 2022 21:33 Vesturlönd þurfi að bregðast við: „Það er strategískt verið að ráðast á saklausa borgara“ Utanríkisráðherra segir árásir Rússa á úkraínskar borgir í morgun skýrt dæmi um að átökin séu að stigmagnast. Ljóst sé að Rússar hafi gerst sekir um stríðsglæpi með árásum á almenna borgara. Vesturlöndin þurfi að bregðast við en fórnarkostnaður þeirra sé sáralítill í samanburði við það sem úkraínska þjóðin sé að ganga í gegnum. 10. október 2022 21:16 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt AP um málið. Þar kemur fram að þjóðhollir fréttamenn í Rússlandi hafi fagnað árásum sem gerðar voru víða um Úkraínu í gær. Minnst nítján létust í árásunum og hundrað særðust að sögn úkraínskra stjórnvalda. Ríkisfréttamiðlar í Rússlandi sögðu í gær frá því að árásirnar, sem beindust að almennum borgurum, hafi verið tímabært svar við velgengni Úkraínumanna á vígvellinum undanfarnar vikur. Herinn hafi skort sterkan leiðtoga Úkraínumenn hafa síðustu vikur náð miklu landsvæði frá Rússum í austur- og suðurhluta landsins og gengi Rússa í stríðinu verið lýst sem vandræðalegu. Svo virðist sem árás, sem Úkraínumenn eru taldir bera ábyrgð á, á Kerch brúnna um helgina hafi verið kornið sem fyllti mælinn. Brúin hefur verið álitin sem táknmynd hernáms Rússa á Krímskaga árið 2014 en hún var reist árið 2018 og er eina tenging Rússlands við skagann. Árásin var gerð á aðfaranótt laugardags og sama dag var nýr herforingi skipaður yfir stríðsrekstrinum í Úkraínu, Sergei Surovikin. Hlutverk hans er sagt mikilvægt þar sem rússneska herinn hafi skort einn sterkan leiðtoga. Pútín orðinn fangi eigin óákveðni Fram kemur í frétt AP að sérfræðingar séu nú farnir að leiða að því líkum að Vladimír Pútín Rússlandsforseti sé að verða fangi skoðana stuðningsmanna sinna á því hvernig stríðið í Úkraínu eigi að fara. Pútín hafi lítið sem ekkert frumkvæði og hann stóli alltaf meira og meira á stöðu stríðsins hverju sinni og þá sem lýsi grimmustu skoðununum á stríðsrekstrinum í Úkraínu. „Hræðslan við ósigur er svo sterk, sérstaklega hjá þeim sem eru búnir að sökkva sér algerlega í stríðsreksturinn, að óákveðni Pútins, sérstaklega með rökum hans um að „ekkert sé enn hafið“ og „að hógværar aðgerðir hafi skilað sér“, er orðin að vandamáli,“ skrifaði sérfræðingurinn Tatyana Stanovaya, stofnandi R. Politik, í grein í gær. Rússneskir fréttamenn gerðu lítið úr árásinni á Kerch brúna um helgina og í gær og sögðu að nú væri kominn tími til að sýna Úkraínumönnum hvað í Rússlandi býr. Þingmaðurinn Sergei Mironov skrifaði á Twitter í gær að nú væri kominn tími til að berjast. Með krafti og jafnvel „grimmd.“ ... . ! , . - . ! ! . . ! ! pic.twitter.com/L2IquUdRSY— (@mironov_ru) October 8, 2022 Í gærmorgun var svo brugðist við ákallinu þegar Rússar gerðu fjölda loftárása á úkraínskar borgir. Árásunum var beint að almennum borgurum, þó Rússar hafi haldið því fram að þær hafi beinst að innviðum Úkraínu. Árásirnar beindust að fimmtán úkraínskum borgum. Minnst nítján létust, yfir hundrað særðust, rafmagnslínur rofnuðu, lestarstöðvar skemmdust og vatnsbirgðir borga skemmdust. Enn eru tæplega hundrað námuverkamenn fastir neðanjarðar í Kryvyi Rih vegna rafmagnsleysis.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Minnst fimmtán sprengjur féllu í Zaporizhzhia í nótt Minnst fimmtán sprengjur féllu í borginni Zaporizhzhia í suðurhluta Úkraínu í nótt. Að sögn varautanríkisráðherra landsins var sprengjunum beint að íbúðabyggingum, menntastofnunum og sjúkrahúsum. 11. október 2022 06:33 Bandaríkjamenn aðstoða Úkraínu við loftvarnir Bandaríkjaforseti fordæmir eldflaugaárásir Rússa sem fram fóru í dag. Bandaríkjamenn halda áfram stuðningi og hyggjast gefa Úkraínumönnum háþróuð loftvarnarkerfi. 10. október 2022 21:33 Vesturlönd þurfi að bregðast við: „Það er strategískt verið að ráðast á saklausa borgara“ Utanríkisráðherra segir árásir Rússa á úkraínskar borgir í morgun skýrt dæmi um að átökin séu að stigmagnast. Ljóst sé að Rússar hafi gerst sekir um stríðsglæpi með árásum á almenna borgara. Vesturlöndin þurfi að bregðast við en fórnarkostnaður þeirra sé sáralítill í samanburði við það sem úkraínska þjóðin sé að ganga í gegnum. 10. október 2022 21:16 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Sjá meira
Minnst fimmtán sprengjur féllu í Zaporizhzhia í nótt Minnst fimmtán sprengjur féllu í borginni Zaporizhzhia í suðurhluta Úkraínu í nótt. Að sögn varautanríkisráðherra landsins var sprengjunum beint að íbúðabyggingum, menntastofnunum og sjúkrahúsum. 11. október 2022 06:33
Bandaríkjamenn aðstoða Úkraínu við loftvarnir Bandaríkjaforseti fordæmir eldflaugaárásir Rússa sem fram fóru í dag. Bandaríkjamenn halda áfram stuðningi og hyggjast gefa Úkraínumönnum háþróuð loftvarnarkerfi. 10. október 2022 21:33
Vesturlönd þurfi að bregðast við: „Það er strategískt verið að ráðast á saklausa borgara“ Utanríkisráðherra segir árásir Rússa á úkraínskar borgir í morgun skýrt dæmi um að átökin séu að stigmagnast. Ljóst sé að Rússar hafi gerst sekir um stríðsglæpi með árásum á almenna borgara. Vesturlöndin þurfi að bregðast við en fórnarkostnaður þeirra sé sáralítill í samanburði við það sem úkraínska þjóðin sé að ganga í gegnum. 10. október 2022 21:16