Stríðshaukar í Kreml krefjast skæðari árása í Úkraínu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. október 2022 08:38 Minnst nítján féllu í loftárásum Rússa í Úkraínu í gær. AP Photo/Andriy Andriyenko Embættismenn og stuðningsmenn stríðsreksturs Rússa í Úkraínu hafa fagnað mannskæðum árásum um alla Úkraínu í gær. Rússneski herinn hefur undanfarnar vikur verið harðlega gagnrýndur af hópi manna í Kreml vegna þess hve honum hefur gengið illa á vígvellinum undanfarnar vikur. Þetta kemur fram í frétt AP um málið. Þar kemur fram að þjóðhollir fréttamenn í Rússlandi hafi fagnað árásum sem gerðar voru víða um Úkraínu í gær. Minnst nítján létust í árásunum og hundrað særðust að sögn úkraínskra stjórnvalda. Ríkisfréttamiðlar í Rússlandi sögðu í gær frá því að árásirnar, sem beindust að almennum borgurum, hafi verið tímabært svar við velgengni Úkraínumanna á vígvellinum undanfarnar vikur. Herinn hafi skort sterkan leiðtoga Úkraínumenn hafa síðustu vikur náð miklu landsvæði frá Rússum í austur- og suðurhluta landsins og gengi Rússa í stríðinu verið lýst sem vandræðalegu. Svo virðist sem árás, sem Úkraínumenn eru taldir bera ábyrgð á, á Kerch brúnna um helgina hafi verið kornið sem fyllti mælinn. Brúin hefur verið álitin sem táknmynd hernáms Rússa á Krímskaga árið 2014 en hún var reist árið 2018 og er eina tenging Rússlands við skagann. Árásin var gerð á aðfaranótt laugardags og sama dag var nýr herforingi skipaður yfir stríðsrekstrinum í Úkraínu, Sergei Surovikin. Hlutverk hans er sagt mikilvægt þar sem rússneska herinn hafi skort einn sterkan leiðtoga. Pútín orðinn fangi eigin óákveðni Fram kemur í frétt AP að sérfræðingar séu nú farnir að leiða að því líkum að Vladimír Pútín Rússlandsforseti sé að verða fangi skoðana stuðningsmanna sinna á því hvernig stríðið í Úkraínu eigi að fara. Pútín hafi lítið sem ekkert frumkvæði og hann stóli alltaf meira og meira á stöðu stríðsins hverju sinni og þá sem lýsi grimmustu skoðununum á stríðsrekstrinum í Úkraínu. „Hræðslan við ósigur er svo sterk, sérstaklega hjá þeim sem eru búnir að sökkva sér algerlega í stríðsreksturinn, að óákveðni Pútins, sérstaklega með rökum hans um að „ekkert sé enn hafið“ og „að hógværar aðgerðir hafi skilað sér“, er orðin að vandamáli,“ skrifaði sérfræðingurinn Tatyana Stanovaya, stofnandi R. Politik, í grein í gær. Rússneskir fréttamenn gerðu lítið úr árásinni á Kerch brúna um helgina og í gær og sögðu að nú væri kominn tími til að sýna Úkraínumönnum hvað í Rússlandi býr. Þingmaðurinn Sergei Mironov skrifaði á Twitter í gær að nú væri kominn tími til að berjast. Með krafti og jafnvel „grimmd.“ ... . ! , . - . ! ! . . ! ! pic.twitter.com/L2IquUdRSY— (@mironov_ru) October 8, 2022 Í gærmorgun var svo brugðist við ákallinu þegar Rússar gerðu fjölda loftárása á úkraínskar borgir. Árásunum var beint að almennum borgurum, þó Rússar hafi haldið því fram að þær hafi beinst að innviðum Úkraínu. Árásirnar beindust að fimmtán úkraínskum borgum. Minnst nítján létust, yfir hundrað særðust, rafmagnslínur rofnuðu, lestarstöðvar skemmdust og vatnsbirgðir borga skemmdust. Enn eru tæplega hundrað námuverkamenn fastir neðanjarðar í Kryvyi Rih vegna rafmagnsleysis. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Minnst fimmtán sprengjur féllu í Zaporizhzhia í nótt Minnst fimmtán sprengjur féllu í borginni Zaporizhzhia í suðurhluta Úkraínu í nótt. Að sögn varautanríkisráðherra landsins var sprengjunum beint að íbúðabyggingum, menntastofnunum og sjúkrahúsum. 11. október 2022 06:33 Bandaríkjamenn aðstoða Úkraínu við loftvarnir Bandaríkjaforseti fordæmir eldflaugaárásir Rússa sem fram fóru í dag. Bandaríkjamenn halda áfram stuðningi og hyggjast gefa Úkraínumönnum háþróuð loftvarnarkerfi. 10. október 2022 21:33 Vesturlönd þurfi að bregðast við: „Það er strategískt verið að ráðast á saklausa borgara“ Utanríkisráðherra segir árásir Rússa á úkraínskar borgir í morgun skýrt dæmi um að átökin séu að stigmagnast. Ljóst sé að Rússar hafi gerst sekir um stríðsglæpi með árásum á almenna borgara. Vesturlöndin þurfi að bregðast við en fórnarkostnaður þeirra sé sáralítill í samanburði við það sem úkraínska þjóðin sé að ganga í gegnum. 10. október 2022 21:16 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Fleiri fréttir Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt AP um málið. Þar kemur fram að þjóðhollir fréttamenn í Rússlandi hafi fagnað árásum sem gerðar voru víða um Úkraínu í gær. Minnst nítján létust í árásunum og hundrað særðust að sögn úkraínskra stjórnvalda. Ríkisfréttamiðlar í Rússlandi sögðu í gær frá því að árásirnar, sem beindust að almennum borgurum, hafi verið tímabært svar við velgengni Úkraínumanna á vígvellinum undanfarnar vikur. Herinn hafi skort sterkan leiðtoga Úkraínumenn hafa síðustu vikur náð miklu landsvæði frá Rússum í austur- og suðurhluta landsins og gengi Rússa í stríðinu verið lýst sem vandræðalegu. Svo virðist sem árás, sem Úkraínumenn eru taldir bera ábyrgð á, á Kerch brúnna um helgina hafi verið kornið sem fyllti mælinn. Brúin hefur verið álitin sem táknmynd hernáms Rússa á Krímskaga árið 2014 en hún var reist árið 2018 og er eina tenging Rússlands við skagann. Árásin var gerð á aðfaranótt laugardags og sama dag var nýr herforingi skipaður yfir stríðsrekstrinum í Úkraínu, Sergei Surovikin. Hlutverk hans er sagt mikilvægt þar sem rússneska herinn hafi skort einn sterkan leiðtoga. Pútín orðinn fangi eigin óákveðni Fram kemur í frétt AP að sérfræðingar séu nú farnir að leiða að því líkum að Vladimír Pútín Rússlandsforseti sé að verða fangi skoðana stuðningsmanna sinna á því hvernig stríðið í Úkraínu eigi að fara. Pútín hafi lítið sem ekkert frumkvæði og hann stóli alltaf meira og meira á stöðu stríðsins hverju sinni og þá sem lýsi grimmustu skoðununum á stríðsrekstrinum í Úkraínu. „Hræðslan við ósigur er svo sterk, sérstaklega hjá þeim sem eru búnir að sökkva sér algerlega í stríðsreksturinn, að óákveðni Pútins, sérstaklega með rökum hans um að „ekkert sé enn hafið“ og „að hógværar aðgerðir hafi skilað sér“, er orðin að vandamáli,“ skrifaði sérfræðingurinn Tatyana Stanovaya, stofnandi R. Politik, í grein í gær. Rússneskir fréttamenn gerðu lítið úr árásinni á Kerch brúna um helgina og í gær og sögðu að nú væri kominn tími til að sýna Úkraínumönnum hvað í Rússlandi býr. Þingmaðurinn Sergei Mironov skrifaði á Twitter í gær að nú væri kominn tími til að berjast. Með krafti og jafnvel „grimmd.“ ... . ! , . - . ! ! . . ! ! pic.twitter.com/L2IquUdRSY— (@mironov_ru) October 8, 2022 Í gærmorgun var svo brugðist við ákallinu þegar Rússar gerðu fjölda loftárása á úkraínskar borgir. Árásunum var beint að almennum borgurum, þó Rússar hafi haldið því fram að þær hafi beinst að innviðum Úkraínu. Árásirnar beindust að fimmtán úkraínskum borgum. Minnst nítján létust, yfir hundrað særðust, rafmagnslínur rofnuðu, lestarstöðvar skemmdust og vatnsbirgðir borga skemmdust. Enn eru tæplega hundrað námuverkamenn fastir neðanjarðar í Kryvyi Rih vegna rafmagnsleysis.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Minnst fimmtán sprengjur féllu í Zaporizhzhia í nótt Minnst fimmtán sprengjur féllu í borginni Zaporizhzhia í suðurhluta Úkraínu í nótt. Að sögn varautanríkisráðherra landsins var sprengjunum beint að íbúðabyggingum, menntastofnunum og sjúkrahúsum. 11. október 2022 06:33 Bandaríkjamenn aðstoða Úkraínu við loftvarnir Bandaríkjaforseti fordæmir eldflaugaárásir Rússa sem fram fóru í dag. Bandaríkjamenn halda áfram stuðningi og hyggjast gefa Úkraínumönnum háþróuð loftvarnarkerfi. 10. október 2022 21:33 Vesturlönd þurfi að bregðast við: „Það er strategískt verið að ráðast á saklausa borgara“ Utanríkisráðherra segir árásir Rússa á úkraínskar borgir í morgun skýrt dæmi um að átökin séu að stigmagnast. Ljóst sé að Rússar hafi gerst sekir um stríðsglæpi með árásum á almenna borgara. Vesturlöndin þurfi að bregðast við en fórnarkostnaður þeirra sé sáralítill í samanburði við það sem úkraínska þjóðin sé að ganga í gegnum. 10. október 2022 21:16 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Fleiri fréttir Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Sjá meira
Minnst fimmtán sprengjur féllu í Zaporizhzhia í nótt Minnst fimmtán sprengjur féllu í borginni Zaporizhzhia í suðurhluta Úkraínu í nótt. Að sögn varautanríkisráðherra landsins var sprengjunum beint að íbúðabyggingum, menntastofnunum og sjúkrahúsum. 11. október 2022 06:33
Bandaríkjamenn aðstoða Úkraínu við loftvarnir Bandaríkjaforseti fordæmir eldflaugaárásir Rússa sem fram fóru í dag. Bandaríkjamenn halda áfram stuðningi og hyggjast gefa Úkraínumönnum háþróuð loftvarnarkerfi. 10. október 2022 21:33
Vesturlönd þurfi að bregðast við: „Það er strategískt verið að ráðast á saklausa borgara“ Utanríkisráðherra segir árásir Rússa á úkraínskar borgir í morgun skýrt dæmi um að átökin séu að stigmagnast. Ljóst sé að Rússar hafi gerst sekir um stríðsglæpi með árásum á almenna borgara. Vesturlöndin þurfi að bregðast við en fórnarkostnaður þeirra sé sáralítill í samanburði við það sem úkraínska þjóðin sé að ganga í gegnum. 10. október 2022 21:16