Sport

Boxbardaga í Bretlandi aflýst vegna lyfjahneykslis

Atli Arason skrifar
Conor Benn fær ekki að berjast vegna lyfjamisnotkunar.
Conor Benn fær ekki að berjast vegna lyfjamisnotkunar. Getty Images

Conor Benn og Chris Eubank Jr. áttu að mætast í kvöld í boxbardaga sem hefur verið lengi í undirbúningi. Bardaganum hefur þó verið aflýst vegna ólöglegra lyfja sem fundust í blóði Benn.

Lyfið Clomiphene greindist í lyfjaprófi Benn, lyfið er aðallega notað sem frjósemislyf fyrir konur en lyfið er einnig þekkt hjá íþróttamönnum til endurheimtar eftir óhóflega notkun stera

„Ég er miður mín yfir því að bardaginn getur ekki farið fram á laugardaginn og biðst afsökunar til allra þeirra sem þessi ákvörðun hefur áhrif á,“ skrifaði Benn á samfélagsmiðla í kjölfarið á aflýsingunni á fimmtudaginn

„Þetta kom mér allt á óvart og síðustu dagar hafa verið erfiðir. Ég og mitt teymi munum skoða okkar möguleika á næstunni í von um að finna nýja dagsetningu fyrir bardagann. Aðaláherslan næstu daga verður samt á því að hreinsa mitt nafn þar sem ég er ekki íþróttamaður sem notar ólögleg lyf,“ skrfaði Benn.

Skipuleggjendur viðburðarins reyndu tímabundið að færa bardagann frá Bretlandi til þess að komast hjá ákvörðun breska hnefaleikasambandsins en án árangurs. 

Eftirvæntingin í Bretlandi fyrir bardaga Benn og Eubank Jr. var mikill en ásamt því að vera meðal bestu boxara heims áttu feður þeirra, Nigel Benn og Chris Eubank Sr., fjölda blóðugra einvíga á tíunda áratug síðustu aldar

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×