Þétting byggðar ein helsta orsök tíðra rafmagnsbilana Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 8. október 2022 15:01 Veitur segjast halda úti miklu eftirliti með kerfinu, sérstaklega þeim hluta sem er orðinn nokkuð gamall. Ekki sé þó hægt að sjá bilanir fyrir sem orsakast af byggingaframkvæmdum í nágrenni kerfisins nema byggingaraðilar láti vita að þeir hafi grafið hættulega nálægt línunum. vísir/vilhelm Byggingaframkvæmdir sem fylgja þéttingu byggðar eru helsta orsök óvenju tíðra rafmagnsbilana sem hafa hrjáð íbúa miðbæjar og Vesturbæjar upp á síðkastið. Veitingamaður segist hafa tapað gríðarlegum fjármunum vegna rafmagnsleysisins í gær. Rafmagnið datt út á stórum hluta miðbæjarins, Vesturbæjar og Granda síðdegis í gær. Bilunin hafði miklar afleiðingar fyrir rekstraraðila á svæðinu. „Þetta hafði bara mjög mikil áhrif. Við töpuðum mikilli sölu,“ segir Ólafur Örn Ólafsson, einn af eigendum veitingastaðarins Brút á Pósthússtræti. Ólafur Örn Ólafsson er einn af eigendur veitingastaðarins Brút.vísir/vilhelm Tilkynning barst frá Veitum seinni partinn í gær þar sem fram kom að rafmagnslaust yrði á öllu svæðinu fram til miðnættis. Ólafur tók þá ákvörðun um að loka staðnum. „Ég kemst svo að því að þetta er ekki nema hálfur bærinn, þannig að það er fullt af fólki í bænum en svo kemur rafmagnið á sem er náttúrulega bara frábært en það tekur okkur alveg góðan klukkutíma að koma okkur aftur af stað,“ segir Ólafur Örn. Þetta hafi haft mikil áhrif á reksturinn. „Ég var búinn að hringja í alla gesti sem áttu pantað og segja þeim að við værum með lokað þannig að við tókum einhverja nokkra inn af götunni. Þau voru bara mjög ánægð með þetta og þetta var frábært en miðað við föstudagskvöld vorum við að taka bara einhverjar örfáar hræður,“ segir Ólafur Örn. Byggingaframkvæmdir vandamálið Þetta er í þriðja skiptið á innan við mánuði sem rafmagnslaust verður á einhverjum hluta sama svæðis. „Í rafmagninu sérstaklega þá er þetta talsvert núna á skömmum tíma. En það sem við teljum almennt að sé að valda þessum truflunum hjá okkur er þessi jarðvinna nálægt strengjunum okkar þar sem er verið að grafa í námunda við þá,“ segir Jóhannes Þorleiksson, forstöðumaður Rafveitu hjá Veitum. „Þetta er sko bæði náttúrulega þétting byggðar og svo eru framkvæmdir um alla borg. Og við erum almennt í góðri samvinnu við Reykjavíkurborg og verktaka eins og við getum en við höfum ekki fulla yfirsýn yfir allt sem er í gangi,“ segir Jóhannes. Orkumál Byggingariðnaður Reykjavík Skipulag Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent „Ég er mannleg“ Innlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira
Rafmagnið datt út á stórum hluta miðbæjarins, Vesturbæjar og Granda síðdegis í gær. Bilunin hafði miklar afleiðingar fyrir rekstraraðila á svæðinu. „Þetta hafði bara mjög mikil áhrif. Við töpuðum mikilli sölu,“ segir Ólafur Örn Ólafsson, einn af eigendum veitingastaðarins Brút á Pósthússtræti. Ólafur Örn Ólafsson er einn af eigendur veitingastaðarins Brút.vísir/vilhelm Tilkynning barst frá Veitum seinni partinn í gær þar sem fram kom að rafmagnslaust yrði á öllu svæðinu fram til miðnættis. Ólafur tók þá ákvörðun um að loka staðnum. „Ég kemst svo að því að þetta er ekki nema hálfur bærinn, þannig að það er fullt af fólki í bænum en svo kemur rafmagnið á sem er náttúrulega bara frábært en það tekur okkur alveg góðan klukkutíma að koma okkur aftur af stað,“ segir Ólafur Örn. Þetta hafi haft mikil áhrif á reksturinn. „Ég var búinn að hringja í alla gesti sem áttu pantað og segja þeim að við værum með lokað þannig að við tókum einhverja nokkra inn af götunni. Þau voru bara mjög ánægð með þetta og þetta var frábært en miðað við föstudagskvöld vorum við að taka bara einhverjar örfáar hræður,“ segir Ólafur Örn. Byggingaframkvæmdir vandamálið Þetta er í þriðja skiptið á innan við mánuði sem rafmagnslaust verður á einhverjum hluta sama svæðis. „Í rafmagninu sérstaklega þá er þetta talsvert núna á skömmum tíma. En það sem við teljum almennt að sé að valda þessum truflunum hjá okkur er þessi jarðvinna nálægt strengjunum okkar þar sem er verið að grafa í námunda við þá,“ segir Jóhannes Þorleiksson, forstöðumaður Rafveitu hjá Veitum. „Þetta er sko bæði náttúrulega þétting byggðar og svo eru framkvæmdir um alla borg. Og við erum almennt í góðri samvinnu við Reykjavíkurborg og verktaka eins og við getum en við höfum ekki fulla yfirsýn yfir allt sem er í gangi,“ segir Jóhannes.
Orkumál Byggingariðnaður Reykjavík Skipulag Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent „Ég er mannleg“ Innlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira