Leiðtogar Evrópu skerpa samstöðuna og Rússlandsforseti ráðvilltur Heimir Már Pétursson skrifar 6. október 2022 19:21 Emmanuel Macron forseti Frakklands hafði frumkvæði að leiðtogafundinum. Hann segir Evrópusambandið ekki geta verið eina vettvang álfunnar þar sem fulltrúar ríkjanna koma saman til að ræða stjórnmál. AP/Petr David Josek Þrátt fyrir árangursríka gagnsókn Úkraínumanna í austur og suður Úkraínu halda Rússar áfram eldflaugaárásum á borgi og bæi. Rússlandsforseti virðist ráðvilltur en í dag komu leiðtogar rúmlega fjörutíu ríkja allt frá Íslandi til Tyrklands saman til að ræða samstarf í öryggis- og efnahagsmálum. Rússar eru víðast hvar á undanhaldi í austur- og suður Úkraínu þar sem Úkraínumenn hafa náð að frelsa tugi þorpa og bæja. Rússar halda þó áfram stórskotaliðs- og eldflaugaárásum sínum og skutu til að mynda sjö eldflaugum að borginni Zaporizhzhia í dag þar sem einn maður féll og miklar skemmdir urðu á íbúðarhúsum. Fimmta hæð í fjölbýlishúsi er horfin og fjöldi fólks grófst undir rústum hússins. Þótt rússneskar hersveitir séu víða á undanhaldi eru Rússar enn að valda mikilli eyðileggingu með eldflaugaárásum á borgir. Í dag skutu þeir sjö eldlflaugum að Zaporizhzhia,AP/ Oleksand Starukh héraðsstjóri í Zaporizhzhia segir íbúa fjölbýlishúss hafa verið í fasta svefni þegar tvær efstu hæðirnar hafi nánast verið þurrkaðar út í eldlflauagaárás Rússa. „Óvinurinn fremur hryðjuverk gegn friðsömum íbúum. Við höldum okkar striki og munum sigra. Úkraína verður sameinuð,“ segir héraðsstjórinn. Rússlandsforseti reyndi að halda andliti á fjarfundum með forystufólki kennara á degi kennara annars vegar og embættismönnum um efnahagsmál hins vegar í dag. Hann virtist ráðvilltur þegar hann ræddi héruðin fjögur sem hann þykist hafa innlimað í Rússland. Úkraínumenn hafa stökkt Rússum á flótta víða í austur- og suðurhluta Úkraínu á undanförnum vikum.AP/Kostiantyn Liberov „Við vinnum út frá þeirri forsendu að jafnvægi náist svo við getum þróað þessi héruð smám saman og hjálpað ykkar að byggja upp allt landið,“ sagði Putin við kennara sem virtust hafa áhyggjur af uppbyggingu kennslu á hernumdu svæðunum. Á sama tíma og Putin gerði lítið úr refsiaðgerðum Vesturlanda komu leiðtogar fjörutíu og fjögurra lýðræðisríkja í Evrópu saman í Prag í Tékklandi í dag fyrir frumkvæði Emmanuel Macrons forseta Frakklands. Hann vill koma á laggirnar einhvers konar Stjórnmálabandalagi Evrópuríkja til að efla samvinnu í öryggis- og efnahagsmálum. Leiðtogar allra ríkja Evrópu komu saman á fundinum og þar með eru Bretar komnir að borðinu eftir að hafa verið dálítið utanveltu eftir brotthvarfið úr Evrópusambandinu. Hér sest Liz Truss niður með Emmanuel Macron Frakklandsforseta í dag.AP/Alastair Grant „Skilaboðin eru um einingu í Evrópu í þágu allra Evrópuríkja hvort sem þau eru aðilar að ESB eða ekki. Þetta snýst um að byggja upp samheldni með því markmiði að kynna okkur stöðu mála í álfunni og hvernig hún hefur áhrif á stöðu ríkjanna. Við viljum byggja upp sameiginlega stefnu með skilvirku samtali. Slíkt samstarf var ekki fyrir hendi áður og gat leitt til sundurlyndis," sagði Macron í Prag í dag. Innrás Rússa kallar á aukna samstöðu Evrópuríkja Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir innrás Rússa í Úkraínu kalla á aukið og annars konar samstarf Evrópuríkja. Mikilvægt væri að leiðtogar ríkjanna ræddu hreinskipt um stjórnmál álfunnar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir mikilvægt að leiðtogar Evrópu komi saman til að skerpa á samstöðunni og ræða ólíka stöðu einstakra ríkja innan álfurnnar.AP/Petr David Josek Forsætisráðherra segir fundinn í Prag óvenjulegan þar sem saman hafi komið leiðtogar allra evrópuríkja nema Rússlands og Hvítarússlands. Leiðtogarnir hafi setið saman og rætt stjórnmál og ekki sent frá sér neina sameiginlega yfirlýsingu að fundi loknum. „Þannig að það voru mjög opnar umræður og ég myndi segja að þetta skili aukinni samstaða Evópuríkja. Það er auðvitað mjög mikilvægt á þessum tímum á meðan þetta innrásarstríð stendur að hálfu Rússa,” segir Katrín. Macron Frakklandsforseti hafði frumkvæði að þessum fundi. Hann sagði í vikunni að Evrópusambandið gæti ekki verið eini vettvanginn fyrir pólitískt samstarf Evrópuríkja. Þá dregur þetta Breta að borðinu sem hafa verið utanveltu í Evrópu eftir að þeir gengu formlega úr Evrópusambandinu. Leiðtogafundurinn í Pragkastala er einstakur í sinni röð þar sem leiðtogar 44 Evrópuríkja koma saman til að ræða stjórnmál álfunnar.AP/Petr David Josek Þarf Evrópa einn vettvanginn í viðbót til að sameina krafta sína? „Það voru gagnrýnisraddirnar fyrir þennan fund að þetta væri kannski óþarfi. En auðvitað er það svo að Evrópusambandið er í mjög þéttu innra samstarfi. Við hittumst á vettvangi Evrópuráðsins og Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu og svo framvegis. En hér er einhvern veginn verið að reyna að hleypa dálítilli pólitík inn í samtalið. Víkka það út,” segir forsætisráðherra. Íslendingar væru í góðri stöðu í þeirri orkukreppu sem nú ríkti í Evrópu vegna stríðsins. En töluvert hafi verið rætt um uppbyggingu nýrra sameiginlegra innviða í orkumálum. Er þetta eitthvað tengt Úkraínu. Rædduð þið málefni Úkraínu? „Zelenskyy ávarpaði okkur í gegnum fjarfundarbúnað. Að sjálfsögðu er það yfir og alltumlykjandi og ég er ekki viss um að þessi vettvangur hefði orðið til nema út af innrásinni í Úkraínu. Út af þörfinni á samstöðu og út af því að aðstæður þessara ríkja eru ólíkar,” segir Katrín Jakobsdóttir. Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Rússum ekki boðið í nýtt bandalag sem á að stilla saman strengi Evrópuríkja Leiðtogar ríkja Evrópska stjórnmálabandalagsins, sem á ensku nefnist European Political Community, funda í fyrsta skipti í sögu hins nýja bandalags í dag. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tekur þátt í fundinum fyrir hönd Íslands. 6. október 2022 15:13 Innlimun, bakslag og yfirtaka Vladímír Pútín Rússlandsforseti skrifaði í gær undir síðustu skjölin sem fela í sér að Rússar innlimi fjögur héruð í Úkraínu, á sama tíma og rússneskar hersveitir hafa orðið fyrir bakslagi og áfram þurft að hörfa bæði í norðausturhluta og suðurhluta Úkraínu. 6. október 2022 07:38 Rússar sagðir standa frammi fyrir tveimur slæmum kostum Einn af leppstjórum Rússlands á hernumdum svæðum í Kherson-héraði í Úkraínu viðurkenndi í morgun að hersveitir Rússa í héraðinu hefðu hörfað undan sókn Úkraínumanna. Ráðamenn í Rússlandi standa frammi fyrir tveimur slæmum valmöguleikum varðandi herkvaðningu. 5. október 2022 11:54 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Sjá meira
Rússar eru víðast hvar á undanhaldi í austur- og suður Úkraínu þar sem Úkraínumenn hafa náð að frelsa tugi þorpa og bæja. Rússar halda þó áfram stórskotaliðs- og eldflaugaárásum sínum og skutu til að mynda sjö eldflaugum að borginni Zaporizhzhia í dag þar sem einn maður féll og miklar skemmdir urðu á íbúðarhúsum. Fimmta hæð í fjölbýlishúsi er horfin og fjöldi fólks grófst undir rústum hússins. Þótt rússneskar hersveitir séu víða á undanhaldi eru Rússar enn að valda mikilli eyðileggingu með eldflaugaárásum á borgir. Í dag skutu þeir sjö eldlflaugum að Zaporizhzhia,AP/ Oleksand Starukh héraðsstjóri í Zaporizhzhia segir íbúa fjölbýlishúss hafa verið í fasta svefni þegar tvær efstu hæðirnar hafi nánast verið þurrkaðar út í eldlflauagaárás Rússa. „Óvinurinn fremur hryðjuverk gegn friðsömum íbúum. Við höldum okkar striki og munum sigra. Úkraína verður sameinuð,“ segir héraðsstjórinn. Rússlandsforseti reyndi að halda andliti á fjarfundum með forystufólki kennara á degi kennara annars vegar og embættismönnum um efnahagsmál hins vegar í dag. Hann virtist ráðvilltur þegar hann ræddi héruðin fjögur sem hann þykist hafa innlimað í Rússland. Úkraínumenn hafa stökkt Rússum á flótta víða í austur- og suðurhluta Úkraínu á undanförnum vikum.AP/Kostiantyn Liberov „Við vinnum út frá þeirri forsendu að jafnvægi náist svo við getum þróað þessi héruð smám saman og hjálpað ykkar að byggja upp allt landið,“ sagði Putin við kennara sem virtust hafa áhyggjur af uppbyggingu kennslu á hernumdu svæðunum. Á sama tíma og Putin gerði lítið úr refsiaðgerðum Vesturlanda komu leiðtogar fjörutíu og fjögurra lýðræðisríkja í Evrópu saman í Prag í Tékklandi í dag fyrir frumkvæði Emmanuel Macrons forseta Frakklands. Hann vill koma á laggirnar einhvers konar Stjórnmálabandalagi Evrópuríkja til að efla samvinnu í öryggis- og efnahagsmálum. Leiðtogar allra ríkja Evrópu komu saman á fundinum og þar með eru Bretar komnir að borðinu eftir að hafa verið dálítið utanveltu eftir brotthvarfið úr Evrópusambandinu. Hér sest Liz Truss niður með Emmanuel Macron Frakklandsforseta í dag.AP/Alastair Grant „Skilaboðin eru um einingu í Evrópu í þágu allra Evrópuríkja hvort sem þau eru aðilar að ESB eða ekki. Þetta snýst um að byggja upp samheldni með því markmiði að kynna okkur stöðu mála í álfunni og hvernig hún hefur áhrif á stöðu ríkjanna. Við viljum byggja upp sameiginlega stefnu með skilvirku samtali. Slíkt samstarf var ekki fyrir hendi áður og gat leitt til sundurlyndis," sagði Macron í Prag í dag. Innrás Rússa kallar á aukna samstöðu Evrópuríkja Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir innrás Rússa í Úkraínu kalla á aukið og annars konar samstarf Evrópuríkja. Mikilvægt væri að leiðtogar ríkjanna ræddu hreinskipt um stjórnmál álfunnar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir mikilvægt að leiðtogar Evrópu komi saman til að skerpa á samstöðunni og ræða ólíka stöðu einstakra ríkja innan álfurnnar.AP/Petr David Josek Forsætisráðherra segir fundinn í Prag óvenjulegan þar sem saman hafi komið leiðtogar allra evrópuríkja nema Rússlands og Hvítarússlands. Leiðtogarnir hafi setið saman og rætt stjórnmál og ekki sent frá sér neina sameiginlega yfirlýsingu að fundi loknum. „Þannig að það voru mjög opnar umræður og ég myndi segja að þetta skili aukinni samstaða Evópuríkja. Það er auðvitað mjög mikilvægt á þessum tímum á meðan þetta innrásarstríð stendur að hálfu Rússa,” segir Katrín. Macron Frakklandsforseti hafði frumkvæði að þessum fundi. Hann sagði í vikunni að Evrópusambandið gæti ekki verið eini vettvanginn fyrir pólitískt samstarf Evrópuríkja. Þá dregur þetta Breta að borðinu sem hafa verið utanveltu í Evrópu eftir að þeir gengu formlega úr Evrópusambandinu. Leiðtogafundurinn í Pragkastala er einstakur í sinni röð þar sem leiðtogar 44 Evrópuríkja koma saman til að ræða stjórnmál álfunnar.AP/Petr David Josek Þarf Evrópa einn vettvanginn í viðbót til að sameina krafta sína? „Það voru gagnrýnisraddirnar fyrir þennan fund að þetta væri kannski óþarfi. En auðvitað er það svo að Evrópusambandið er í mjög þéttu innra samstarfi. Við hittumst á vettvangi Evrópuráðsins og Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu og svo framvegis. En hér er einhvern veginn verið að reyna að hleypa dálítilli pólitík inn í samtalið. Víkka það út,” segir forsætisráðherra. Íslendingar væru í góðri stöðu í þeirri orkukreppu sem nú ríkti í Evrópu vegna stríðsins. En töluvert hafi verið rætt um uppbyggingu nýrra sameiginlegra innviða í orkumálum. Er þetta eitthvað tengt Úkraínu. Rædduð þið málefni Úkraínu? „Zelenskyy ávarpaði okkur í gegnum fjarfundarbúnað. Að sjálfsögðu er það yfir og alltumlykjandi og ég er ekki viss um að þessi vettvangur hefði orðið til nema út af innrásinni í Úkraínu. Út af þörfinni á samstöðu og út af því að aðstæður þessara ríkja eru ólíkar,” segir Katrín Jakobsdóttir.
Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Rússum ekki boðið í nýtt bandalag sem á að stilla saman strengi Evrópuríkja Leiðtogar ríkja Evrópska stjórnmálabandalagsins, sem á ensku nefnist European Political Community, funda í fyrsta skipti í sögu hins nýja bandalags í dag. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tekur þátt í fundinum fyrir hönd Íslands. 6. október 2022 15:13 Innlimun, bakslag og yfirtaka Vladímír Pútín Rússlandsforseti skrifaði í gær undir síðustu skjölin sem fela í sér að Rússar innlimi fjögur héruð í Úkraínu, á sama tíma og rússneskar hersveitir hafa orðið fyrir bakslagi og áfram þurft að hörfa bæði í norðausturhluta og suðurhluta Úkraínu. 6. október 2022 07:38 Rússar sagðir standa frammi fyrir tveimur slæmum kostum Einn af leppstjórum Rússlands á hernumdum svæðum í Kherson-héraði í Úkraínu viðurkenndi í morgun að hersveitir Rússa í héraðinu hefðu hörfað undan sókn Úkraínumanna. Ráðamenn í Rússlandi standa frammi fyrir tveimur slæmum valmöguleikum varðandi herkvaðningu. 5. október 2022 11:54 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Sjá meira
Rússum ekki boðið í nýtt bandalag sem á að stilla saman strengi Evrópuríkja Leiðtogar ríkja Evrópska stjórnmálabandalagsins, sem á ensku nefnist European Political Community, funda í fyrsta skipti í sögu hins nýja bandalags í dag. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tekur þátt í fundinum fyrir hönd Íslands. 6. október 2022 15:13
Innlimun, bakslag og yfirtaka Vladímír Pútín Rússlandsforseti skrifaði í gær undir síðustu skjölin sem fela í sér að Rússar innlimi fjögur héruð í Úkraínu, á sama tíma og rússneskar hersveitir hafa orðið fyrir bakslagi og áfram þurft að hörfa bæði í norðausturhluta og suðurhluta Úkraínu. 6. október 2022 07:38
Rússar sagðir standa frammi fyrir tveimur slæmum kostum Einn af leppstjórum Rússlands á hernumdum svæðum í Kherson-héraði í Úkraínu viðurkenndi í morgun að hersveitir Rússa í héraðinu hefðu hörfað undan sókn Úkraínumanna. Ráðamenn í Rússlandi standa frammi fyrir tveimur slæmum valmöguleikum varðandi herkvaðningu. 5. október 2022 11:54