Bjuggust við að finna mun meiri loðnu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. október 2022 11:52 Guðmundur Óskarsson fiskifræðingur er sviðsstjóri uppsjávarsviðs hjá Hafrannsóknastofnun. Egill Aðalsteinsson Veiðiráðgjöf á loðnu minnkar verulega og haustmælingar voru undir væntingum að sögn sérfræðings hjá Hafrannsóknarstofnun. Hafrannsóknarstofnun birti í morgun endurskoðaða veiðiráðgjöf og nú er lagt til að loðnuafli í vetur verði ekki meiri en 218 þúsund tonn. Það er tæplega helmingi minna en gert var ráð fyrir í upphafsráðgjöf sem byggði á haustmælingum í fyrra og hljóðaði upp á 400 þúsund tonn. Þetta byggir allt saman á haustmælingum á loðnustofninum sem lauk í lok september. Guðmundur Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknarstofnunar, segir yfirferð rannsóknaskipanna Árna Friðrikssonar og Tarajoq hafa verið umfagnsmikla og telur að ágætlega hafi verið náð utan um stofninn. „Þetta var mæling gerð undir góðum veðurskilyrðum og nær yfir stórt svæði. Fórum inn í Íslandshaf á þessa gömlu fæðuslóð sem var fram til ársins 2000 helsta fæðusvæðið og á þeim slóðum var ekkert að sjá og eins norðaustur af landinu þar sem við höfðum heyrt af loðnu - þar var ekkert af ráði,“ segir Guðmundur. Heildarmagn loðnu mældist tæp 1,1 milljón tonn og þar af var stærð hrygningarstofns metin 763 þúsund tonn, samkvæmt haustmælingu Hafrannsóknarstofnunar.vísir/Sigurjón Ólason Veiðistofninn mældist mun minni en í fyrra og hlutfall eldri loðnu í hrygningarstofninum hærra en nokkru sinni áður. „Við vorum með töluverðar væntingar sem byggðust á haustmælingunum í fyrra, þar sem þær sýndu verulegt magn af ungloðnu sem hefði átt að vera uppistaðan í hrygningarstofninum í ár. En sú mæling er ekki alveg að ganga eftir. Við erum ekki að sjá þetta magn sem við áttum von á.“ Skýringar á þessu liggja ekki fyrir en ráðgjöfin verður endurskoðuð þegar niðurstöður á vetrarmælingu liggja fyrir í janúar eða febrúar. Guðmundur segir haustmælinguna gefa fyrirheit um að endanleg ráðgjöf sem loðnukvótinn byggir á verði lægri en síðast. „Miðað við niðurstöðurnar eins og þær liggja fyrir núna út frá þessari mælingu, að þá eru það vissulega skilaboðin vissulega.“ Loðnuveiðar Sjávarútvegur Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Hafrannsóknarstofnun birti í morgun endurskoðaða veiðiráðgjöf og nú er lagt til að loðnuafli í vetur verði ekki meiri en 218 þúsund tonn. Það er tæplega helmingi minna en gert var ráð fyrir í upphafsráðgjöf sem byggði á haustmælingum í fyrra og hljóðaði upp á 400 þúsund tonn. Þetta byggir allt saman á haustmælingum á loðnustofninum sem lauk í lok september. Guðmundur Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknarstofnunar, segir yfirferð rannsóknaskipanna Árna Friðrikssonar og Tarajoq hafa verið umfagnsmikla og telur að ágætlega hafi verið náð utan um stofninn. „Þetta var mæling gerð undir góðum veðurskilyrðum og nær yfir stórt svæði. Fórum inn í Íslandshaf á þessa gömlu fæðuslóð sem var fram til ársins 2000 helsta fæðusvæðið og á þeim slóðum var ekkert að sjá og eins norðaustur af landinu þar sem við höfðum heyrt af loðnu - þar var ekkert af ráði,“ segir Guðmundur. Heildarmagn loðnu mældist tæp 1,1 milljón tonn og þar af var stærð hrygningarstofns metin 763 þúsund tonn, samkvæmt haustmælingu Hafrannsóknarstofnunar.vísir/Sigurjón Ólason Veiðistofninn mældist mun minni en í fyrra og hlutfall eldri loðnu í hrygningarstofninum hærra en nokkru sinni áður. „Við vorum með töluverðar væntingar sem byggðust á haustmælingunum í fyrra, þar sem þær sýndu verulegt magn af ungloðnu sem hefði átt að vera uppistaðan í hrygningarstofninum í ár. En sú mæling er ekki alveg að ganga eftir. Við erum ekki að sjá þetta magn sem við áttum von á.“ Skýringar á þessu liggja ekki fyrir en ráðgjöfin verður endurskoðuð þegar niðurstöður á vetrarmælingu liggja fyrir í janúar eða febrúar. Guðmundur segir haustmælinguna gefa fyrirheit um að endanleg ráðgjöf sem loðnukvótinn byggir á verði lægri en síðast. „Miðað við niðurstöðurnar eins og þær liggja fyrir núna út frá þessari mælingu, að þá eru það vissulega skilaboðin vissulega.“
Loðnuveiðar Sjávarútvegur Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira