„Væri lélegasti glæpamaður sögunnar ef hann hefur vitað af fyrirhuguðu morði“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. september 2022 14:59 Geir Gestsson verjandi Murats hefur verið mjög gagnrýninn á vinnubrögð lögreglu. Vísir Verjandi Murats Selivrada, sem er einn ákærðu í Rauðagerðismálinu, var harðorður í garð lögreglu og saksóknara í málflutningi sínum fyrir Landsrétti í dag. Hann segir lögreglu hafa falið vitnisburði sem sýni fram á sakleysi Murats. Murat er ákærður fyrir samverknað í málinu en honum er gert að sök að hafa sýnt Claudiu Carvalho tvo bíla, sem voru í eigu Armando Beqirai. Armando var rétt fyrir miðnætti laugardagskvöldið 13. febrúar 2021 skotinn til bana fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í Reykjavík. Claudia er ákærð að hafa fylgst með bílunum tveimur, en þeim var lagt í bílastæði í porti við Rauðarárstíg, og hafa þegar Armando keyrði í burtu á öðrum þeirra sent Angjelin Sterkaj, sem myrti Armando, skilaboð í gegn um síma Shpetim Qerimi, sem er einnig ákærður í málinu. Skilaboðin umræddu voru „hi sexy“. Murat er einnig ákærður fyrir að hafa gefið Claudiu fyrirmæli um að senda skilaboðin þegar hún sæi bílinn færðan. Geir Gestsson verjandi Murats gagnrýndi í málflutningi sínum fyrir Landsrétti í dag málflutning Kolbrúnar Benediktsdóttur saksóknara en hún hafði gert mikið úr því að framburður Murats af atburðum þessa kvölds hafi breyst mikið við rannsókn málsins. Geir benti á að Kolbrún hafi ekki farið yfir sönnunargögn eða það sem Murat er ákærður fyrir heldur allt hafi snúist um hvað hann væri ótrúverðugur. Angjelin og Claudia hafi kallað hvort annað „sexy“ Þá væru til staðar sönnunarögn í málinu sem sýndu að Murat hafi ekki gefið Claudiu fyrirmælin um að senda skilaboðin „hi sexy“ þegar bíllinn hreyfðist. Murat hafi fyrst komið við sögu hjá lögreglu í fyrstu skýrslutöku Claudiu vegna málsins þar sem hún sagði Murat hafa gefið sér fyrirmælin og sýnt sér bílana. Að sögn Geirs vissi Claudia á þessum tíma að Angjelin, þáverandi ástmaður hennar, hafi myrt Armando og hún hafi bæði verið hrædd og glímt við flóknar tilfinningar vegna eðlis sambands þeirra. Framburður hennar hvað þetta varðar hafi verið á reiki og í síðustu skýrslu hennar í gæsluvarðhaldi hafi Claudia greint frá því að Angjelin hafi verið sá sem gaf henni fyrirmælin. Stoðum undir það hafi verið rennt tveimur dögum áður þegar Angjelin sagði í skýrslutöku hjá lögreglu að hann hafi gefið Claudiu fyrirmælin. Aðspurð hvers vegna hún hafi ekki sagt frá þessu fyrr hafi Claudia svarað því að hún hafi verið hrædd við Angjelin. Bæði hafi þau svo ítrekað þessa frásögn fyrir héraðsdómi. Geir tók þá fjölda dæma um skilaboð milli Angjelin og Claudiu þar sem þau höfðu kallað hvort annað „sexy“ og leiddi að því líkum að Angjelin væri líklegasti maðurinn til að hafa sagt Claudiu að senda skilaboðin. Viðurkenndi að vera á leið til Angjelins Þá benti Geir á að fyrr um kvöldið hafi Murat verið stöðvaður af lögreglu í Brautarholti þar sem hann var á leið heim til Angjelins. Var hann stöðvaður þar sem annað afturljósið á bíl hans var óvirkt en í samtali við lögregluþjónana greindi Murat frá því að hann væri á leið heim til vinar síns, Angjelins. „Hann væri lélegasti glæpamaður sögunnar ef hann hefur vitað af fyrirhuguðu morði en samt sagt lögreglunni að hann væri að fara að hitta Angjelin,“ sagði Geir. Hann benti þá á að Murat hafi ekki hitt Angjelin með Claudiu og Shpetim í Borgarnesi á föstudagskvöldinu, þar sem ákæruvaldið telur að Angjelin og Shpetim hafi rætt fyrirhugað morð. Erfðaefni Murats hafi ekki fundist á byssunni sem var beitt í morðinu, hann hafi ekki flúið Reykjavík í kjölfar morðsins eins og aðrir sakborningar og vitni greini frá að hann hafi verið í sjokki eftir morðið og mjög sorgmæddur. Auk þess hafi Murat verið samvinnuþýður, samþykkt húsleit, afhent síma sinn og samþykkt farbann. Auk þess hafi hann sagt í fyrstu skýrslutöku hjá lögreglu að hann grunaði að Angjelin ætti hlut að máli. Geir ítrekaði þá gagnrýni sína á rannsóknarskýrslu lögreglu, sem fréttastofa fjallaði um þegar hann gagnrýndi skýrsluna í héraði. Guðjón St. Marteinsson, dómari málsins í héraði, tók undir með gagnrýni á lögregluna þegar hann kvað upp dóminn fyrir tæpu ári síðan en Kolbrún Benediktsdóttir svaraði gagnrýninni í málflutningi sínum í morgun. Þar sagði hún meðal annars að vinna hafi mátt skýrsluna betur en lögregla hafi ekki gerst sek um brot á hlutlægni. Morð í Rauðagerði Dómsmál Tengdar fréttir Segir verknað Claudiu ekki hafa leitt til morðsins í Rauðagerði Verjandi Claudiu Carvalho, sem er ákærð fyrir samverknað í morðinu á Armando Beqirai í Rauðagerði í febrúar 2021, segir ekkert benda til að hún hafi vitað af ætlunum til morðs áður en það var framið. 30. september 2022 14:05 Lögregla hafi ekki upplýst nægilega um aðdraganda morðsins í Rauðagerði Verjandi Angjelins Sterkaj, sem skaut Armando Beqirai til bana fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar 2021, sagði í málflutningi sínum í Landsrétti að lögregla hafi ekki staðið sig í stykkinu og upplýst nógu vel um aðdraganda morðsins. 30. september 2022 11:47 Ítrekaði tuga milljóna bótakröfu fjölskyldu Armandos Réttargæslumaður fjölskyldu Armando Beqirai, fjölskylduföður sem var skotinn til bana fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar í fyrra, ítrekaði kröfur fjölskyldunnar um miska- og skaðabætur fyrir Landsrétti í dag. 30. september 2022 11:08 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Murat er ákærður fyrir samverknað í málinu en honum er gert að sök að hafa sýnt Claudiu Carvalho tvo bíla, sem voru í eigu Armando Beqirai. Armando var rétt fyrir miðnætti laugardagskvöldið 13. febrúar 2021 skotinn til bana fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í Reykjavík. Claudia er ákærð að hafa fylgst með bílunum tveimur, en þeim var lagt í bílastæði í porti við Rauðarárstíg, og hafa þegar Armando keyrði í burtu á öðrum þeirra sent Angjelin Sterkaj, sem myrti Armando, skilaboð í gegn um síma Shpetim Qerimi, sem er einnig ákærður í málinu. Skilaboðin umræddu voru „hi sexy“. Murat er einnig ákærður fyrir að hafa gefið Claudiu fyrirmæli um að senda skilaboðin þegar hún sæi bílinn færðan. Geir Gestsson verjandi Murats gagnrýndi í málflutningi sínum fyrir Landsrétti í dag málflutning Kolbrúnar Benediktsdóttur saksóknara en hún hafði gert mikið úr því að framburður Murats af atburðum þessa kvölds hafi breyst mikið við rannsókn málsins. Geir benti á að Kolbrún hafi ekki farið yfir sönnunargögn eða það sem Murat er ákærður fyrir heldur allt hafi snúist um hvað hann væri ótrúverðugur. Angjelin og Claudia hafi kallað hvort annað „sexy“ Þá væru til staðar sönnunarögn í málinu sem sýndu að Murat hafi ekki gefið Claudiu fyrirmælin um að senda skilaboðin „hi sexy“ þegar bíllinn hreyfðist. Murat hafi fyrst komið við sögu hjá lögreglu í fyrstu skýrslutöku Claudiu vegna málsins þar sem hún sagði Murat hafa gefið sér fyrirmælin og sýnt sér bílana. Að sögn Geirs vissi Claudia á þessum tíma að Angjelin, þáverandi ástmaður hennar, hafi myrt Armando og hún hafi bæði verið hrædd og glímt við flóknar tilfinningar vegna eðlis sambands þeirra. Framburður hennar hvað þetta varðar hafi verið á reiki og í síðustu skýrslu hennar í gæsluvarðhaldi hafi Claudia greint frá því að Angjelin hafi verið sá sem gaf henni fyrirmælin. Stoðum undir það hafi verið rennt tveimur dögum áður þegar Angjelin sagði í skýrslutöku hjá lögreglu að hann hafi gefið Claudiu fyrirmælin. Aðspurð hvers vegna hún hafi ekki sagt frá þessu fyrr hafi Claudia svarað því að hún hafi verið hrædd við Angjelin. Bæði hafi þau svo ítrekað þessa frásögn fyrir héraðsdómi. Geir tók þá fjölda dæma um skilaboð milli Angjelin og Claudiu þar sem þau höfðu kallað hvort annað „sexy“ og leiddi að því líkum að Angjelin væri líklegasti maðurinn til að hafa sagt Claudiu að senda skilaboðin. Viðurkenndi að vera á leið til Angjelins Þá benti Geir á að fyrr um kvöldið hafi Murat verið stöðvaður af lögreglu í Brautarholti þar sem hann var á leið heim til Angjelins. Var hann stöðvaður þar sem annað afturljósið á bíl hans var óvirkt en í samtali við lögregluþjónana greindi Murat frá því að hann væri á leið heim til vinar síns, Angjelins. „Hann væri lélegasti glæpamaður sögunnar ef hann hefur vitað af fyrirhuguðu morði en samt sagt lögreglunni að hann væri að fara að hitta Angjelin,“ sagði Geir. Hann benti þá á að Murat hafi ekki hitt Angjelin með Claudiu og Shpetim í Borgarnesi á föstudagskvöldinu, þar sem ákæruvaldið telur að Angjelin og Shpetim hafi rætt fyrirhugað morð. Erfðaefni Murats hafi ekki fundist á byssunni sem var beitt í morðinu, hann hafi ekki flúið Reykjavík í kjölfar morðsins eins og aðrir sakborningar og vitni greini frá að hann hafi verið í sjokki eftir morðið og mjög sorgmæddur. Auk þess hafi Murat verið samvinnuþýður, samþykkt húsleit, afhent síma sinn og samþykkt farbann. Auk þess hafi hann sagt í fyrstu skýrslutöku hjá lögreglu að hann grunaði að Angjelin ætti hlut að máli. Geir ítrekaði þá gagnrýni sína á rannsóknarskýrslu lögreglu, sem fréttastofa fjallaði um þegar hann gagnrýndi skýrsluna í héraði. Guðjón St. Marteinsson, dómari málsins í héraði, tók undir með gagnrýni á lögregluna þegar hann kvað upp dóminn fyrir tæpu ári síðan en Kolbrún Benediktsdóttir svaraði gagnrýninni í málflutningi sínum í morgun. Þar sagði hún meðal annars að vinna hafi mátt skýrsluna betur en lögregla hafi ekki gerst sek um brot á hlutlægni.
Morð í Rauðagerði Dómsmál Tengdar fréttir Segir verknað Claudiu ekki hafa leitt til morðsins í Rauðagerði Verjandi Claudiu Carvalho, sem er ákærð fyrir samverknað í morðinu á Armando Beqirai í Rauðagerði í febrúar 2021, segir ekkert benda til að hún hafi vitað af ætlunum til morðs áður en það var framið. 30. september 2022 14:05 Lögregla hafi ekki upplýst nægilega um aðdraganda morðsins í Rauðagerði Verjandi Angjelins Sterkaj, sem skaut Armando Beqirai til bana fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar 2021, sagði í málflutningi sínum í Landsrétti að lögregla hafi ekki staðið sig í stykkinu og upplýst nógu vel um aðdraganda morðsins. 30. september 2022 11:47 Ítrekaði tuga milljóna bótakröfu fjölskyldu Armandos Réttargæslumaður fjölskyldu Armando Beqirai, fjölskylduföður sem var skotinn til bana fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar í fyrra, ítrekaði kröfur fjölskyldunnar um miska- og skaðabætur fyrir Landsrétti í dag. 30. september 2022 11:08 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Segir verknað Claudiu ekki hafa leitt til morðsins í Rauðagerði Verjandi Claudiu Carvalho, sem er ákærð fyrir samverknað í morðinu á Armando Beqirai í Rauðagerði í febrúar 2021, segir ekkert benda til að hún hafi vitað af ætlunum til morðs áður en það var framið. 30. september 2022 14:05
Lögregla hafi ekki upplýst nægilega um aðdraganda morðsins í Rauðagerði Verjandi Angjelins Sterkaj, sem skaut Armando Beqirai til bana fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar 2021, sagði í málflutningi sínum í Landsrétti að lögregla hafi ekki staðið sig í stykkinu og upplýst nógu vel um aðdraganda morðsins. 30. september 2022 11:47
Ítrekaði tuga milljóna bótakröfu fjölskyldu Armandos Réttargæslumaður fjölskyldu Armando Beqirai, fjölskylduföður sem var skotinn til bana fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar í fyrra, ítrekaði kröfur fjölskyldunnar um miska- og skaðabætur fyrir Landsrétti í dag. 30. september 2022 11:08