Ekki útilokað að Lula sigri strax í fyrstu umferð Kjartan Kjartansson skrifar 30. september 2022 14:07 Handklæði með myndum af Lula da Silva (t.v.) og Jair Bolsonaro (t.h.) til sölu í Brasiliu, höfuðborg Brasilíu. Þeir eru einu frambjóðendurnir sem eiga möguleika á að komast í aðra umferð forsetakosninganna ef marka má kannanir. AP/Eraldo Peres Skoðanakönnun sem var birt fyrir síðustu sjónvarpskappræður frambjóðenda í forsetakosningunum í Brasilíu benda til þess að Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseti, gæti unnið endanlegan sigur strax í fyrstu umferð. Taugar eru þandar fyrir kosningarnar en Jair Bolsonaro forseti hefur ítrekað gefið í skyn að hann muni ekki viðurkenna úrslitin ef hann tapar. Brasilíumenn ganga að kjörborðinu á sunnudag. Skoðanakannanir benda til þess að Bolsonaro þurfi að herða sig ætli hann sér að komast í aðra umferð gegn Lula. Forsetinn fyrrverandi hefur lengi mælst með mest fylgi frambjóðenda og virðist ekki útilokað að hann fái meirihluta atkvæða og ekki þurfi því að koma til annarrar umferðar. Frambjóðendurnir tveir skutu fast hvor á annan í sjónvarpskappræðum með fimm öðrum sem fóru fram í gærkvöldi. „Lygari. Fyrrverandi fangi. Svikari við þjóðina. Skammastu þín, Lula,“ hrópaði Bolsonaro á mótherja sinn. Vísaði hann þar til þess að Lula sat um tíma í fangelsi vegna umfangsmikils spillingarmáls tengdu ríkisolíufyrirtækinu Petrobras. Dómurinn yfir honum var síðar ógiltur og honum leyft að bjóða sig aftur fram til opinbers embættis. „Það er sturlað að forseti komi hingað og segi það sem hann segir. Þess vegna mun fólkið senda þig heim 2. október,“ svaraði Lula svívirðingunum. Sakar kjörstjórn um að vinna gegn sér Bolsonaro hefur átt undir högg að sækja í kosningabaráttunni. Lágstéttarfólk finnur ekki fyrir efnahagsviðsnúningi eftir kórónuveirufaraldur sem hefur orðið um 700.000 Brasilíumönnum að bana til þessa. Ítrekaðar fullyrðingar forsetans um að ekki sé hægt að treysta úrslitum kosninganna hafa ennfremur hrakið kjósendur frá honum í hrönnum, að sögn AP-fréttastofunnar. Bolsonaro hefur ekki lagt fram neinar sannanir máli sínu til stuðnings. Margir óttast því að hann neiti að viðurkenna úrslitin ef hann tapar og reyni að halda í völdin, mögulega með stuðningi hersins. Bolsonaro sagði í viðtali fyrr í þessum mánuði að eitthvað „óeðlilegt“ væri í gangi með kjörstjórn ef hann ynni ekki fyrstu umferð kosninganna. Hann hefur gengið svo langt að saka hæstaréttardómara sem sitja í yfirkjörstjórn landsins um að vinna gegn sér. Stuðningsmenn forsetans hafa gripið slík ummæli á lofti og haldið því fram að kosningunum verði hagrætt til að tryggja að Bolsonaro nái ekki endurkjöri. Þeir fullyrða jafnframt að skoðanakannanir vanmeti stuðning við róttæka hægristefnu forsetans. Kjarni stuðningsmanna Bolsonaro eru evangelískir kristnir kjósendur sem eru um þriðjungur þjóðarinnar. Í kosningabaráttunni hefur Bolsonaro lýst sjálfum sér sem eina frambjóðandanum sem geti staðið vörð um kristna trú. Hann hefur meðal annars reynt að bendla Lula við trúarbrögð Brasilíumanna af afrískum uppruna til þess að koma höggi á hann á meðal kristinna kjósenda. Brasilía Tengdar fréttir Brasilíumenn vilja úr gulu vegna Bolsonaro Stuðningsmenn brasilíska landsliðsins eru margir hverjir hættir að klæðast frægri gulri treyju þessa sigursælasta landsliðs heims. Treyjan hafi verið gerð að pólitísku tákni öfgahægri afla í landinu. 30. september 2022 13:00 Lula mælist með forskot á Bolsonaro við upphaf kosningabaráttunnar Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu, mælist í könnun með forskot á sitjandi forseta, Jair Bolsonaro, nú þegar kosningabaráttunni hefur formlega verið hleypt af stokkunum. Fyrri umferð forsetakosninganna fer fram þann 2. október næstkomandi. 16. ágúst 2022 07:56 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Brasilíumenn ganga að kjörborðinu á sunnudag. Skoðanakannanir benda til þess að Bolsonaro þurfi að herða sig ætli hann sér að komast í aðra umferð gegn Lula. Forsetinn fyrrverandi hefur lengi mælst með mest fylgi frambjóðenda og virðist ekki útilokað að hann fái meirihluta atkvæða og ekki þurfi því að koma til annarrar umferðar. Frambjóðendurnir tveir skutu fast hvor á annan í sjónvarpskappræðum með fimm öðrum sem fóru fram í gærkvöldi. „Lygari. Fyrrverandi fangi. Svikari við þjóðina. Skammastu þín, Lula,“ hrópaði Bolsonaro á mótherja sinn. Vísaði hann þar til þess að Lula sat um tíma í fangelsi vegna umfangsmikils spillingarmáls tengdu ríkisolíufyrirtækinu Petrobras. Dómurinn yfir honum var síðar ógiltur og honum leyft að bjóða sig aftur fram til opinbers embættis. „Það er sturlað að forseti komi hingað og segi það sem hann segir. Þess vegna mun fólkið senda þig heim 2. október,“ svaraði Lula svívirðingunum. Sakar kjörstjórn um að vinna gegn sér Bolsonaro hefur átt undir högg að sækja í kosningabaráttunni. Lágstéttarfólk finnur ekki fyrir efnahagsviðsnúningi eftir kórónuveirufaraldur sem hefur orðið um 700.000 Brasilíumönnum að bana til þessa. Ítrekaðar fullyrðingar forsetans um að ekki sé hægt að treysta úrslitum kosninganna hafa ennfremur hrakið kjósendur frá honum í hrönnum, að sögn AP-fréttastofunnar. Bolsonaro hefur ekki lagt fram neinar sannanir máli sínu til stuðnings. Margir óttast því að hann neiti að viðurkenna úrslitin ef hann tapar og reyni að halda í völdin, mögulega með stuðningi hersins. Bolsonaro sagði í viðtali fyrr í þessum mánuði að eitthvað „óeðlilegt“ væri í gangi með kjörstjórn ef hann ynni ekki fyrstu umferð kosninganna. Hann hefur gengið svo langt að saka hæstaréttardómara sem sitja í yfirkjörstjórn landsins um að vinna gegn sér. Stuðningsmenn forsetans hafa gripið slík ummæli á lofti og haldið því fram að kosningunum verði hagrætt til að tryggja að Bolsonaro nái ekki endurkjöri. Þeir fullyrða jafnframt að skoðanakannanir vanmeti stuðning við róttæka hægristefnu forsetans. Kjarni stuðningsmanna Bolsonaro eru evangelískir kristnir kjósendur sem eru um þriðjungur þjóðarinnar. Í kosningabaráttunni hefur Bolsonaro lýst sjálfum sér sem eina frambjóðandanum sem geti staðið vörð um kristna trú. Hann hefur meðal annars reynt að bendla Lula við trúarbrögð Brasilíumanna af afrískum uppruna til þess að koma höggi á hann á meðal kristinna kjósenda.
Brasilía Tengdar fréttir Brasilíumenn vilja úr gulu vegna Bolsonaro Stuðningsmenn brasilíska landsliðsins eru margir hverjir hættir að klæðast frægri gulri treyju þessa sigursælasta landsliðs heims. Treyjan hafi verið gerð að pólitísku tákni öfgahægri afla í landinu. 30. september 2022 13:00 Lula mælist með forskot á Bolsonaro við upphaf kosningabaráttunnar Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu, mælist í könnun með forskot á sitjandi forseta, Jair Bolsonaro, nú þegar kosningabaráttunni hefur formlega verið hleypt af stokkunum. Fyrri umferð forsetakosninganna fer fram þann 2. október næstkomandi. 16. ágúst 2022 07:56 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Brasilíumenn vilja úr gulu vegna Bolsonaro Stuðningsmenn brasilíska landsliðsins eru margir hverjir hættir að klæðast frægri gulri treyju þessa sigursælasta landsliðs heims. Treyjan hafi verið gerð að pólitísku tákni öfgahægri afla í landinu. 30. september 2022 13:00
Lula mælist með forskot á Bolsonaro við upphaf kosningabaráttunnar Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu, mælist í könnun með forskot á sitjandi forseta, Jair Bolsonaro, nú þegar kosningabaráttunni hefur formlega verið hleypt af stokkunum. Fyrri umferð forsetakosninganna fer fram þann 2. október næstkomandi. 16. ágúst 2022 07:56