Putin með sjónarspil í tilefni ólöglegrar innlimunar Heimir Már Pétursson skrifar 30. september 2022 11:24 Hér sést hluti af bílalestinni sem Rússar skutu eldflaugum að í dag og felldu að minnsta kosti tuttugu og þrjá. AP/Viacheslav Tverdokhlib Í hádeginu fer fram athöfn í Kreml þar sem Vladimir Putin forseti Rússlands undirritar formlega yfirlýsingu um innlimun fjögurra héraða í Úkraínu í rússneska sambandslýðveldið. Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkin muni aldrei viðurkenna þennan gjörning. Rússneskir þingmenn og leiðtogar leppstjórna Rússa í Luhansk, Donetsk, Zaporizhzhia og Kherson héruðum Úkraínu verða viðstaddur athöfnina í Kreml. Í kvöld verða síðan tónleikar í nágrenni við Rauða torgið í Moskvu til að halda upp á þessa ólöglegu innlimun eftir sýndar kosningar í vikunni. Fregnir eru um að fólki hafi verið greitt fyrir að mæta á tónleikana. Fólkið í bílalestinni ætlaði að sækja ættingja sína í hertekna hluta Zaporizhzhia og færa fólki þar vistir. Hér liggur kona sem var ein þeirra sem féllu í eldflaugaárás Rússa.AP/Viacheslav Tverdokhlib Rússar halda enn uppi árásum víðs vegar í þessum héruðum enda hafa þeir ekki lagt þau að fullu undir sig að frátöldu Luhansk. Tuttugu og þrír féllu og tæplega þrjátíu særðust þegar Rússar skutu fjórum eldflaugum á bílalest óbreyttra borgara í Zaporizhzhia sem ætluðu að koma vistum til ættingja á yfirráðasvæði Rússa. Þá særðust níu manns íeldflaugaárás á íbúðarhús í borginni Mykolaiv. Þúsundir ungra Rússa kveðja nú ástvini sína til að fara á blóðvöllinn í Úkraínu. Zelenskyy forseti Úkraínu hvetur rússneskan almenning til að rísa upp gegn Putin fyrir að senda þá í opinn dauðann.AP/ Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir tilraunir Rússa til innlimunar á úkraísnku landi aðeins þýða eitt, gífurlega eyðileggingu á öllum grunnstoðum mannlegs lífs. Skoraði hann á rússneskan almenning og hermenn að rísa upp gegn Putin sem tæki stríð fram yfir líf þegna sinna með því að senda þá í opinn dauðann í Úkraínu. „Fimmtíu og átta þúsund og fimm hundruð rússneskir hermenn hafa fallið í Úkraínu. Þeir komu til að drepa okkur en dóu sjálfir. Rússnesk yfirvöld halda þessum fjölda leyndum fyrir ykkur og ljúga því að sex þúsund hafi fallið," sagði Zelenskky. Joe Biden fordæmir innlimun Rússa á fjórum héuðum í Úkraínu segir að Bandaríkin muni aldrei viðurkenna þennan ólöglega gjörning eftir sýndarkosningar.AP/Susan Walsh Ólögleg innlimun Rússa hefur verið fordæmd víða um heim. Joe Biden forseti Bandaríkjanna sagði hina svo kölluðu atkvæðagreiðslu úbúa héraðanna fjögurra hafa verið algera sýndarmennsku og úrslitin fyrir fram tilbúin. „Ég vil að það sé alveg á hreinu að Bandaríkin munu aldrei nokkru sinni viðurkenna kröfu Rússa til landsvæða sem tilheyra fullvalda Úkraínu. Þessar kosningar voru alger sýndargjörningur," sagði Joe Biden. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin Vladimír Pútín Tengdar fréttir 23 látnir og 28 særðir eftir árás í Zaporizhzhia Að minnsta kosti 23 eru látnir og 28 særðir eftir árás á bílalest almennra borgara í Zaporizhzhia. Úkraínumenn segja Rússa hafa staðið að árásinni en Rússar segja Úkraínumenn ábyrga. 30. september 2022 07:50 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar veikja varnir sínar í vestri vegna innrásarinnar Úkraínskir hermenn eru sagðir nærri því að umkringja stóran hóp rússneskra hermanna í bænum Lyman í norðanverðu Donetsk-héraði. Þorp víðs vegar um bæinn hafa verið frelsuð og er útlit fyrir að Rússar eigi einungis eina undankomuleið frá Lyman. 29. september 2022 14:00 Leppstjórar biðja Pútín um innlimun Leppstjórar Rússlands í Luhansk- og Donetsk-héruðum hafa beðið Vladimír Pútín, forseta Rússlands, um að lýsa yfir innlimun héraðanna og annarra í rússneska sambandsríkið. Búist er við því að Pútín muni lýsa yfir innlimuninni á komandi dögum. 28. september 2022 14:46 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Rússneskir þingmenn og leiðtogar leppstjórna Rússa í Luhansk, Donetsk, Zaporizhzhia og Kherson héruðum Úkraínu verða viðstaddur athöfnina í Kreml. Í kvöld verða síðan tónleikar í nágrenni við Rauða torgið í Moskvu til að halda upp á þessa ólöglegu innlimun eftir sýndar kosningar í vikunni. Fregnir eru um að fólki hafi verið greitt fyrir að mæta á tónleikana. Fólkið í bílalestinni ætlaði að sækja ættingja sína í hertekna hluta Zaporizhzhia og færa fólki þar vistir. Hér liggur kona sem var ein þeirra sem féllu í eldflaugaárás Rússa.AP/Viacheslav Tverdokhlib Rússar halda enn uppi árásum víðs vegar í þessum héruðum enda hafa þeir ekki lagt þau að fullu undir sig að frátöldu Luhansk. Tuttugu og þrír féllu og tæplega þrjátíu særðust þegar Rússar skutu fjórum eldflaugum á bílalest óbreyttra borgara í Zaporizhzhia sem ætluðu að koma vistum til ættingja á yfirráðasvæði Rússa. Þá særðust níu manns íeldflaugaárás á íbúðarhús í borginni Mykolaiv. Þúsundir ungra Rússa kveðja nú ástvini sína til að fara á blóðvöllinn í Úkraínu. Zelenskyy forseti Úkraínu hvetur rússneskan almenning til að rísa upp gegn Putin fyrir að senda þá í opinn dauðann.AP/ Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir tilraunir Rússa til innlimunar á úkraísnku landi aðeins þýða eitt, gífurlega eyðileggingu á öllum grunnstoðum mannlegs lífs. Skoraði hann á rússneskan almenning og hermenn að rísa upp gegn Putin sem tæki stríð fram yfir líf þegna sinna með því að senda þá í opinn dauðann í Úkraínu. „Fimmtíu og átta þúsund og fimm hundruð rússneskir hermenn hafa fallið í Úkraínu. Þeir komu til að drepa okkur en dóu sjálfir. Rússnesk yfirvöld halda þessum fjölda leyndum fyrir ykkur og ljúga því að sex þúsund hafi fallið," sagði Zelenskky. Joe Biden fordæmir innlimun Rússa á fjórum héuðum í Úkraínu segir að Bandaríkin muni aldrei viðurkenna þennan ólöglega gjörning eftir sýndarkosningar.AP/Susan Walsh Ólögleg innlimun Rússa hefur verið fordæmd víða um heim. Joe Biden forseti Bandaríkjanna sagði hina svo kölluðu atkvæðagreiðslu úbúa héraðanna fjögurra hafa verið algera sýndarmennsku og úrslitin fyrir fram tilbúin. „Ég vil að það sé alveg á hreinu að Bandaríkin munu aldrei nokkru sinni viðurkenna kröfu Rússa til landsvæða sem tilheyra fullvalda Úkraínu. Þessar kosningar voru alger sýndargjörningur," sagði Joe Biden.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin Vladimír Pútín Tengdar fréttir 23 látnir og 28 særðir eftir árás í Zaporizhzhia Að minnsta kosti 23 eru látnir og 28 særðir eftir árás á bílalest almennra borgara í Zaporizhzhia. Úkraínumenn segja Rússa hafa staðið að árásinni en Rússar segja Úkraínumenn ábyrga. 30. september 2022 07:50 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar veikja varnir sínar í vestri vegna innrásarinnar Úkraínskir hermenn eru sagðir nærri því að umkringja stóran hóp rússneskra hermanna í bænum Lyman í norðanverðu Donetsk-héraði. Þorp víðs vegar um bæinn hafa verið frelsuð og er útlit fyrir að Rússar eigi einungis eina undankomuleið frá Lyman. 29. september 2022 14:00 Leppstjórar biðja Pútín um innlimun Leppstjórar Rússlands í Luhansk- og Donetsk-héruðum hafa beðið Vladimír Pútín, forseta Rússlands, um að lýsa yfir innlimun héraðanna og annarra í rússneska sambandsríkið. Búist er við því að Pútín muni lýsa yfir innlimuninni á komandi dögum. 28. september 2022 14:46 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
23 látnir og 28 særðir eftir árás í Zaporizhzhia Að minnsta kosti 23 eru látnir og 28 særðir eftir árás á bílalest almennra borgara í Zaporizhzhia. Úkraínumenn segja Rússa hafa staðið að árásinni en Rússar segja Úkraínumenn ábyrga. 30. september 2022 07:50
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar veikja varnir sínar í vestri vegna innrásarinnar Úkraínskir hermenn eru sagðir nærri því að umkringja stóran hóp rússneskra hermanna í bænum Lyman í norðanverðu Donetsk-héraði. Þorp víðs vegar um bæinn hafa verið frelsuð og er útlit fyrir að Rússar eigi einungis eina undankomuleið frá Lyman. 29. september 2022 14:00
Leppstjórar biðja Pútín um innlimun Leppstjórar Rússlands í Luhansk- og Donetsk-héruðum hafa beðið Vladimír Pútín, forseta Rússlands, um að lýsa yfir innlimun héraðanna og annarra í rússneska sambandsríkið. Búist er við því að Pútín muni lýsa yfir innlimuninni á komandi dögum. 28. september 2022 14:46