Ætlar að innlima héruðin á morgun Samúel Karl Ólason skrifar 29. september 2022 10:13 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AP/Gavriil Grigorov Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ætlar að skrifa undir innlimun fjögurra héraða Úkraínu á morgun, föstudag. Þetta tilkynnti Kreml nú fyrir skömmu og sagði að klukkan þrjú á morgun, að staðartíma, myndi Pútín skrifa undir innlimun héraðanna í rússneska sambandsríkið og halda ræðu í kjölfarið. Ekki virðist sem Pútín muni ávarpa þjóðina á morgun en RIA fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, hefur eftir talsmanni hans að forsetinn muni halda ræðu á þinginu og halda ávarp seinna. Héruðin fjögur eru Luhansk, Donetsk, Saporisjía og Kherson. Leppstjórar Rússa í þeim héruðum fóru til Moskvu í gær og báðu Pútín um að þau yrðu innlimuð. Það er í kjölfar þess að Rússar segjast hafa haldið atkvæðagreiðslu meðal íbúa héraðanna. Héruðin fjögur sem Pútín ætlar að innlima en Rússa hafa ekki fulla stjórn á neinu þeirra.Vísir Rússar segja að nánast allir íbúar hafi samþykkt innlimun. Þessi meinta atkvæðagreiðsla og væntanleg innlimun Rússlands á héruðunum er brot á alþjóðalögum og mun líklegast hafa lítið gildi fyrir aðra en Rússa. Aðgerðunum er í raun ætlað að gefa yfirlýstri innlimun lögmæti varðandi rússnesk lög og ákvæði stjórnarskrár Rússlands. Innlimun héraðanna er einnig mikil stigmögnun. Samkvæmt rússneskum lögum og breytingum sem gerðar voru á stjórnarskrá landsins árið 2020 er ríkisstjórn Rússlands óheimilt að gefa rússneskt landsvæði frá sér. Rússneskum lögum samkvæmt er útlit fyrir að héruðin muni tilheyra Rússlandi á morgun. Þetta grefur verulega undan mögulegu friðarsamkomulagi milli Úkraínumanna og Rússa í framtíðinni. Sjá einnig: Leppstjórar biðja Pútín um innlimun Með þessu vilja Rússar, sem eru á hælunum víðast hvar í Úkraínu, saka Úkraínumenn um að gera árásir á Rússland, öfugt við það sem raunverulega er að gerast, að Úkraínumenn séu að verjast Rússum í Úkraínu. Innlimun gæti einnig gert Rússum kleift að kveðja úkraínska menn í rússneska herinn og reyna að láta þá berjast gegn Úkraínumönnum. Ráðamenn í Rússlandi, og þar á meðal Pútín, hafa hótað notkun kjarnorkuvopna. Úkraínumenn og bakhjarlar þeirra hafa sagt að innlimun Rússlands muni engu breyta fyrir þá. Úkraínumenn segjast ætla sér að frelsa alla Úkraínu og þar á meðal Krímskaga, sem Rússar innlimuðu árið 2014. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Svíar fundu fjórða lekann og Rússar benda á Bandaríkjamenn Sænska landhelgisgæslan hefur fundið fjórða gaslekann á Nord Stream gasleiðslunum, samkvæmt Svenska Dagbladet. Blaðið hefur eftir talsmanni landhelgisgæslunnar að tveir af lekunum fjórum séu í sænskri lögsögu en hinir tveir eru í danskri lögsögu. 29. september 2022 07:30 Segja 99,23 prósent hafa stutt tillögu um að heyra undir Rússland Talsmenn leppstjórna Rússa í fjórum úkranskum hérðuðum hafa lýst því yfir að yfirgnæfandi meirihluti hafi greitt atkvæði með því að heyra undir Rússland, í svokölluðum „þjóðaratkvæðagreiðslum“ sem boðað var til og haldnar í gær. 28. september 2022 06:27 „Þetta land er Úkraína“ Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), segir væntanlega innlimun Rússa á fjórum héruðum Úkraínu vera marklausa og alvarlegt brot á alþjóðalögum. Hann segir að ríki NATO muni ekki láta af stuðningi við rétt Úkraínumanna til fullveldis og sjálfsvarnar og að sviðsettar atkvæðagreiðslur Rússa hafi ekki lögmæti. 27. september 2022 16:56 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Ná enn árangri í austri og reyna að umkringja rússneska hermenn Úkraínumenn virðast enn ná góðum árangri í áframhaldandi gagnsókn þeirra gegn Rússum í austurhluta Úkraínu. Rússar eru sagðir í töluverðum vandræðum með hverkvaðningu og hafa verið að senda lítið sem ekkert þjálfaða menn á víglínurnar í Úkraínu. 26. september 2022 15:52 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Ekki virðist sem Pútín muni ávarpa þjóðina á morgun en RIA fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, hefur eftir talsmanni hans að forsetinn muni halda ræðu á þinginu og halda ávarp seinna. Héruðin fjögur eru Luhansk, Donetsk, Saporisjía og Kherson. Leppstjórar Rússa í þeim héruðum fóru til Moskvu í gær og báðu Pútín um að þau yrðu innlimuð. Það er í kjölfar þess að Rússar segjast hafa haldið atkvæðagreiðslu meðal íbúa héraðanna. Héruðin fjögur sem Pútín ætlar að innlima en Rússa hafa ekki fulla stjórn á neinu þeirra.Vísir Rússar segja að nánast allir íbúar hafi samþykkt innlimun. Þessi meinta atkvæðagreiðsla og væntanleg innlimun Rússlands á héruðunum er brot á alþjóðalögum og mun líklegast hafa lítið gildi fyrir aðra en Rússa. Aðgerðunum er í raun ætlað að gefa yfirlýstri innlimun lögmæti varðandi rússnesk lög og ákvæði stjórnarskrár Rússlands. Innlimun héraðanna er einnig mikil stigmögnun. Samkvæmt rússneskum lögum og breytingum sem gerðar voru á stjórnarskrá landsins árið 2020 er ríkisstjórn Rússlands óheimilt að gefa rússneskt landsvæði frá sér. Rússneskum lögum samkvæmt er útlit fyrir að héruðin muni tilheyra Rússlandi á morgun. Þetta grefur verulega undan mögulegu friðarsamkomulagi milli Úkraínumanna og Rússa í framtíðinni. Sjá einnig: Leppstjórar biðja Pútín um innlimun Með þessu vilja Rússar, sem eru á hælunum víðast hvar í Úkraínu, saka Úkraínumenn um að gera árásir á Rússland, öfugt við það sem raunverulega er að gerast, að Úkraínumenn séu að verjast Rússum í Úkraínu. Innlimun gæti einnig gert Rússum kleift að kveðja úkraínska menn í rússneska herinn og reyna að láta þá berjast gegn Úkraínumönnum. Ráðamenn í Rússlandi, og þar á meðal Pútín, hafa hótað notkun kjarnorkuvopna. Úkraínumenn og bakhjarlar þeirra hafa sagt að innlimun Rússlands muni engu breyta fyrir þá. Úkraínumenn segjast ætla sér að frelsa alla Úkraínu og þar á meðal Krímskaga, sem Rússar innlimuðu árið 2014.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Svíar fundu fjórða lekann og Rússar benda á Bandaríkjamenn Sænska landhelgisgæslan hefur fundið fjórða gaslekann á Nord Stream gasleiðslunum, samkvæmt Svenska Dagbladet. Blaðið hefur eftir talsmanni landhelgisgæslunnar að tveir af lekunum fjórum séu í sænskri lögsögu en hinir tveir eru í danskri lögsögu. 29. september 2022 07:30 Segja 99,23 prósent hafa stutt tillögu um að heyra undir Rússland Talsmenn leppstjórna Rússa í fjórum úkranskum hérðuðum hafa lýst því yfir að yfirgnæfandi meirihluti hafi greitt atkvæði með því að heyra undir Rússland, í svokölluðum „þjóðaratkvæðagreiðslum“ sem boðað var til og haldnar í gær. 28. september 2022 06:27 „Þetta land er Úkraína“ Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), segir væntanlega innlimun Rússa á fjórum héruðum Úkraínu vera marklausa og alvarlegt brot á alþjóðalögum. Hann segir að ríki NATO muni ekki láta af stuðningi við rétt Úkraínumanna til fullveldis og sjálfsvarnar og að sviðsettar atkvæðagreiðslur Rússa hafi ekki lögmæti. 27. september 2022 16:56 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Ná enn árangri í austri og reyna að umkringja rússneska hermenn Úkraínumenn virðast enn ná góðum árangri í áframhaldandi gagnsókn þeirra gegn Rússum í austurhluta Úkraínu. Rússar eru sagðir í töluverðum vandræðum með hverkvaðningu og hafa verið að senda lítið sem ekkert þjálfaða menn á víglínurnar í Úkraínu. 26. september 2022 15:52 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Svíar fundu fjórða lekann og Rússar benda á Bandaríkjamenn Sænska landhelgisgæslan hefur fundið fjórða gaslekann á Nord Stream gasleiðslunum, samkvæmt Svenska Dagbladet. Blaðið hefur eftir talsmanni landhelgisgæslunnar að tveir af lekunum fjórum séu í sænskri lögsögu en hinir tveir eru í danskri lögsögu. 29. september 2022 07:30
Segja 99,23 prósent hafa stutt tillögu um að heyra undir Rússland Talsmenn leppstjórna Rússa í fjórum úkranskum hérðuðum hafa lýst því yfir að yfirgnæfandi meirihluti hafi greitt atkvæði með því að heyra undir Rússland, í svokölluðum „þjóðaratkvæðagreiðslum“ sem boðað var til og haldnar í gær. 28. september 2022 06:27
„Þetta land er Úkraína“ Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), segir væntanlega innlimun Rússa á fjórum héruðum Úkraínu vera marklausa og alvarlegt brot á alþjóðalögum. Hann segir að ríki NATO muni ekki láta af stuðningi við rétt Úkraínumanna til fullveldis og sjálfsvarnar og að sviðsettar atkvæðagreiðslur Rússa hafi ekki lögmæti. 27. september 2022 16:56
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Ná enn árangri í austri og reyna að umkringja rússneska hermenn Úkraínumenn virðast enn ná góðum árangri í áframhaldandi gagnsókn þeirra gegn Rússum í austurhluta Úkraínu. Rússar eru sagðir í töluverðum vandræðum með hverkvaðningu og hafa verið að senda lítið sem ekkert þjálfaða menn á víglínurnar í Úkraínu. 26. september 2022 15:52