Gjaldskrárhækkun Strætó skárri kostur af tveimur slæmum Árni Sæberg og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 27. september 2022 23:37 Í dag var tilkynnt að gjaldskrá Strætó muni hækka um 12,5 prósent. Þetta er mesta hækkun sem fyrirtækið hefur farið í í langan tíma en fjárhagsstaða þess hefur verið afar slæm upp á síðkastið. Stjórnarmaður í Strætó segir nauðsynlegt að skoða hvernig eigi að reka almenningssamgöngur hér á landi. Notendur Strætó þurfa að greiða 12,5 prósentum hærra gjald frá og með laugardeginum. Stakt fargjald hækkar í 550 krónur, þrjátíu daga nemakort í 4500 krónur og árskortið fer í 90 þúsund krónur. Undanfarin ár hefur fargjald í strætó almennt hækkað um tíu krónur á ári en nú hækkar stakt fargjald um heilar sextíu krónur milli ára. Á tíu árum hefur gjaldið hækkað um tvö hundruð krónur. stöð 2 Þá hækkar árskort í strætó um heilar tíu þúsund krónur. Í því samhengi má nefna að á milli 2019 og 2021 hækkaði árskort aðeins um 5.200 krónur. stöð 2 Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, sagði í samtali við fréttastofu í dag að ástæða hækkunar gjaldskrár væri einföld; afar slæm fjárhagsstaða fyrirtækisins. Farið hafi verið í ýmsar aðgerðir til að bregðast við henni, óskað hafi verið eftir fjármagni frá sveitarfélögunum sem eiga strætó, styrkjum frá ríkinu vegna taps í heimsfaraldrinum og rekstrinum hafi verið hagrætt. Til þess að forðast frekari hagræðingu með tilheyrandi fækkun ferða hafi gjaldskráin verið hækkuð. Alveg ljóst að reksturinn er í mjög slæmum málum. Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata á sæti í stjórn Strætó fyrir hönd Reykjavíkurborgar. Hún segir í samtali við fréttastofu að alveg ljóst sé að rekstur Strætó sé í mjög slæmum málum. „Það er fyrst og fremst út af Covid en líka vegna verðhækkana vegna stríðsins í Úkraínu og fleira. Það er ljóst að við þurfum einhvern veginn að loka þessu bili. Stjórn Strætó fékk það mjög skýrt frá sveitarfélögunum, sem standa að rekstrinum, að þau myndu ekki og gætu raunar ekki lokað þessu gati alveg ein. Strætó myndi þurfa að sýna einhverja viðleitni og við höfðum þá í rauninni aðeins um tvennt að velja í Strætó. Það var annað hvort að fara í töluvert veigamikla þjónustuskerðingu eða þá að fara í gjaldskrárhækkun. Ég held að við hljótum að vera sammála um það sé skárri kosturinn en það langaði engan að gera þetta. Þetta er ömurlegt,“ segir Alexandra. Ekki í samræmi við stefnu í samgöngumálum Alexandra segir að gjaldskrárhækkun Strætó sé ekki í samræmi við stefnu meirihlutans í borgarstjórn í samgöngumálum sem snúist um að koma fleira fólki í almenningssamgöngur en að stjórn Strætó hafi engin önnur leið verið fær. „Hvað varðar að fara í einhverjar aðgerðir af hálfu sveitarfélaganna, þá er það eitthvað sem þarf að ráðast sveitarfélagamegin. Ég myndi líka segja að við þurfum að fara að skoða það hvernig við ætlum að reka almenningssamgöngur. Er í lagi að þær séu fastar í þessari spennitreyju og þessu endalausa rifrildi milli ríkis og sveitarfélaga?“ segir hún. Strætó Samgöngur Reykjavík Verðlag Neytendur Tengdar fréttir Strætó hækkar verðið Notendur Strætó þurfa að greiða 12,5 prósentum hærra gjald frá og með laugardeginum. Stakt fargjald hækkar í 550 krónur, þrjátíu daga nemakort í 4500 krónur og árskortið fer í 90 þúsund krónur. 27. september 2022 11:41 Mest lesið Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Innlent Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Innlent Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Innlent Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Fleiri fréttir Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Ók ölvaður og svefnlaus á gangandi vegfarendur Samið um lagningu skíðagöngubrauta á Hólmsheiði og Rauðavatni Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Vilja ekki sjá listaverk á Eldfelli Sterkt samband formanna gott veganesti Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Talað um fráleita stjórnsýslu í hvalveiðimálinu Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Leggja til framtíðarsýn fyrir breytta Grindavík Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Trjádeila í Kópavogi fer fyrir Hæstarétt Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Sjá meira
Notendur Strætó þurfa að greiða 12,5 prósentum hærra gjald frá og með laugardeginum. Stakt fargjald hækkar í 550 krónur, þrjátíu daga nemakort í 4500 krónur og árskortið fer í 90 þúsund krónur. Undanfarin ár hefur fargjald í strætó almennt hækkað um tíu krónur á ári en nú hækkar stakt fargjald um heilar sextíu krónur milli ára. Á tíu árum hefur gjaldið hækkað um tvö hundruð krónur. stöð 2 Þá hækkar árskort í strætó um heilar tíu þúsund krónur. Í því samhengi má nefna að á milli 2019 og 2021 hækkaði árskort aðeins um 5.200 krónur. stöð 2 Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, sagði í samtali við fréttastofu í dag að ástæða hækkunar gjaldskrár væri einföld; afar slæm fjárhagsstaða fyrirtækisins. Farið hafi verið í ýmsar aðgerðir til að bregðast við henni, óskað hafi verið eftir fjármagni frá sveitarfélögunum sem eiga strætó, styrkjum frá ríkinu vegna taps í heimsfaraldrinum og rekstrinum hafi verið hagrætt. Til þess að forðast frekari hagræðingu með tilheyrandi fækkun ferða hafi gjaldskráin verið hækkuð. Alveg ljóst að reksturinn er í mjög slæmum málum. Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata á sæti í stjórn Strætó fyrir hönd Reykjavíkurborgar. Hún segir í samtali við fréttastofu að alveg ljóst sé að rekstur Strætó sé í mjög slæmum málum. „Það er fyrst og fremst út af Covid en líka vegna verðhækkana vegna stríðsins í Úkraínu og fleira. Það er ljóst að við þurfum einhvern veginn að loka þessu bili. Stjórn Strætó fékk það mjög skýrt frá sveitarfélögunum, sem standa að rekstrinum, að þau myndu ekki og gætu raunar ekki lokað þessu gati alveg ein. Strætó myndi þurfa að sýna einhverja viðleitni og við höfðum þá í rauninni aðeins um tvennt að velja í Strætó. Það var annað hvort að fara í töluvert veigamikla þjónustuskerðingu eða þá að fara í gjaldskrárhækkun. Ég held að við hljótum að vera sammála um það sé skárri kosturinn en það langaði engan að gera þetta. Þetta er ömurlegt,“ segir Alexandra. Ekki í samræmi við stefnu í samgöngumálum Alexandra segir að gjaldskrárhækkun Strætó sé ekki í samræmi við stefnu meirihlutans í borgarstjórn í samgöngumálum sem snúist um að koma fleira fólki í almenningssamgöngur en að stjórn Strætó hafi engin önnur leið verið fær. „Hvað varðar að fara í einhverjar aðgerðir af hálfu sveitarfélaganna, þá er það eitthvað sem þarf að ráðast sveitarfélagamegin. Ég myndi líka segja að við þurfum að fara að skoða það hvernig við ætlum að reka almenningssamgöngur. Er í lagi að þær séu fastar í þessari spennitreyju og þessu endalausa rifrildi milli ríkis og sveitarfélaga?“ segir hún.
Strætó Samgöngur Reykjavík Verðlag Neytendur Tengdar fréttir Strætó hækkar verðið Notendur Strætó þurfa að greiða 12,5 prósentum hærra gjald frá og með laugardeginum. Stakt fargjald hækkar í 550 krónur, þrjátíu daga nemakort í 4500 krónur og árskortið fer í 90 þúsund krónur. 27. september 2022 11:41 Mest lesið Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Innlent Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Innlent Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Innlent Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Fleiri fréttir Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Ók ölvaður og svefnlaus á gangandi vegfarendur Samið um lagningu skíðagöngubrauta á Hólmsheiði og Rauðavatni Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Vilja ekki sjá listaverk á Eldfelli Sterkt samband formanna gott veganesti Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Talað um fráleita stjórnsýslu í hvalveiðimálinu Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Leggja til framtíðarsýn fyrir breytta Grindavík Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Trjádeila í Kópavogi fer fyrir Hæstarétt Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Sjá meira
Strætó hækkar verðið Notendur Strætó þurfa að greiða 12,5 prósentum hærra gjald frá og með laugardeginum. Stakt fargjald hækkar í 550 krónur, þrjátíu daga nemakort í 4500 krónur og árskortið fer í 90 þúsund krónur. 27. september 2022 11:41