Serbía pakkaði Svíþjóð saman og mætir Noregi í úrslitaleik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. september 2022 21:00 Þrjú mörk og úrslitaleikur gegn Noregi um sæti í A-deild á næstu dögum. Ekki slæmt kvöld hjá Aleksandar Mitrović. Srdjan Stevanovic/Getty Images Serbía vann 4-1 sigur á Svíþjóð í Þjóðadeildinni í fótbolta í kvöld. Það þýðir að Noregur og Serbía mætast í úrslitaleik um sæti í A-deild. Viktor Claesson, leikmaður FC Kaupmannahafnar, kom Svíþjóð óvænt yfir þegar stundarfjórðungur var búinn af leiknum. Serbía er hins með Aleksandar Mitrović í sínum röðum og sá hefur verið sjóðandi heitur í upphafi tímabils. Mitrović jafnaði metin, að sjálfsögðu með skalla, aðeins þremur mínútum eftir að Claesson kom Svíþjóð yfir. Staðan orðin 1-1 og þannig virtist hún ætla að vera þegar flautað var til hálfleiks. Það er þangað til Serbía fékk hornspyrnu í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Dušan Tadić gaf fyrir og Mitrović stangaði knöttinn í netið. Staðan í hálfleik 2-1 Mitrović í vil. Framherjinn gerði svo út um leikinn í upphafi síðari hálfleiks þegar hann skoraði þriðja mark Serbíu þó svo að aðstoðardómarinn hafi flaggað rangstöðu. Eftir að atvikið var skoðað af myndbandsdómara leiksins kom í ljós að ekki var um rangstöðu að ræða og markið stóð. Saša Lukić bætti svo við fjórða marki Serbíu áður en leiktíminn rann út, lokatölur 4-1 Serbíu í vil. Úrslitin þýða að Serbía og Noregur eru með 10 stig á toppi riðilsins. Þjóðirnar mætast í Ósló eftir þrjá daga í úrslitaleik um sæti í A-deild Þjóðadeildar. Þjóðadeild UEFA Fótbolti Tengdar fréttir Slóvenía setti riðilinn í uppnám með sigir á Noregi Slóvenía kom til baka og vann Noreg 2-1 í leik liðanna í B-deild Þjóðadeildarinnar í dag. Sigur Norðmanna hefði komið liðinu í einkar góða stöðu í riðlinum en tap setur allt í uppnám. 24. september 2022 18:00
Serbía vann 4-1 sigur á Svíþjóð í Þjóðadeildinni í fótbolta í kvöld. Það þýðir að Noregur og Serbía mætast í úrslitaleik um sæti í A-deild. Viktor Claesson, leikmaður FC Kaupmannahafnar, kom Svíþjóð óvænt yfir þegar stundarfjórðungur var búinn af leiknum. Serbía er hins með Aleksandar Mitrović í sínum röðum og sá hefur verið sjóðandi heitur í upphafi tímabils. Mitrović jafnaði metin, að sjálfsögðu með skalla, aðeins þremur mínútum eftir að Claesson kom Svíþjóð yfir. Staðan orðin 1-1 og þannig virtist hún ætla að vera þegar flautað var til hálfleiks. Það er þangað til Serbía fékk hornspyrnu í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Dušan Tadić gaf fyrir og Mitrović stangaði knöttinn í netið. Staðan í hálfleik 2-1 Mitrović í vil. Framherjinn gerði svo út um leikinn í upphafi síðari hálfleiks þegar hann skoraði þriðja mark Serbíu þó svo að aðstoðardómarinn hafi flaggað rangstöðu. Eftir að atvikið var skoðað af myndbandsdómara leiksins kom í ljós að ekki var um rangstöðu að ræða og markið stóð. Saša Lukić bætti svo við fjórða marki Serbíu áður en leiktíminn rann út, lokatölur 4-1 Serbíu í vil. Úrslitin þýða að Serbía og Noregur eru með 10 stig á toppi riðilsins. Þjóðirnar mætast í Ósló eftir þrjá daga í úrslitaleik um sæti í A-deild Þjóðadeildar.
Þjóðadeild UEFA Fótbolti Tengdar fréttir Slóvenía setti riðilinn í uppnám með sigir á Noregi Slóvenía kom til baka og vann Noreg 2-1 í leik liðanna í B-deild Þjóðadeildarinnar í dag. Sigur Norðmanna hefði komið liðinu í einkar góða stöðu í riðlinum en tap setur allt í uppnám. 24. september 2022 18:00
Slóvenía setti riðilinn í uppnám með sigir á Noregi Slóvenía kom til baka og vann Noreg 2-1 í leik liðanna í B-deild Þjóðadeildarinnar í dag. Sigur Norðmanna hefði komið liðinu í einkar góða stöðu í riðlinum en tap setur allt í uppnám. 24. september 2022 18:00