Maguire telur De Gea eiga sök á slöku gengi Man Utd á síðustu leiktíð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. september 2022 07:01 Harry Maguire er ekki sáttur með David De Gea. Ash Donelon/Getty Images Harry Maguire, miðvörður Manchester United og enska landsliðsins, hefur ekki átt sjö dagana sæla. Raunar hefur hann ekki átt síðustu 12 mánuði eða svo sæla og virðist sem hann kenni að einhverju leyti liðsfélögum sínum um. Man United keyptir Maguire á metfé sumarið 2019 og varð hann um leið lykilmaður í liði Ole Gunnar Solskjær. Hann byrjaði alla leiki Man United og enska landsliðsins. Hann meiddist lítillega undir lok tímabils 2021 og missti af úrslitaleik Evrópudeildarinnar þar sem Man Utd tapaði gegn Villareal í vítaspyrnukeppni. Hann missti af upphafi Evrópumótsins en kom svo inn og spilaði frábærlega er England fór alla leið í úrslit en tapaði þar í vítaspyrnukeppni gegn Ítalíu. Það var svo á síðustu leiktíð 2021-22 þegar það fór að halla undan fæti. Það gekk ekkert upp hjá Man Utd og Harry var gerður að blóraböggli. Eftir að hafa verið alltaf til staðar fór miðvörðurinn að meiðast og spila illa í kjölfarið. Gagnrýnisraddir urðu háværari og háværari en alltaf spilaði Maguire. það er þangað til nú. Maguire byrjaði í miðverðinum hjá Man Utd á þessari leiktíð eftir að Erik ten Hag tók við stjórnartaumunum. Eftir töp gegn Brighton & Hove Albion og Brentford var Harry hins vegar settur á bekkinn. Liðið fór á flug og hann spilaði ekkert í næstu leikjum sem unnust allir. Þegar hann fékk á ný tækifæri í Evrópudeildinni gegn Real Sociedad þá tapaði Man United aftur. Harry Maguire kostaði Manchester United 87 milljónir punda.EPA-EFE/ANDREW YATES Man Utd hefur tapað öllum leikjunum sem hinn 29 ára gamli Maguire hefur byrjað á leiktíðinni og virðist sem slakar frammistöður hans á síðustu leiktíð hafi elt hann yfir á yfirstandandi tímabil. Nú gæti verið svo að landsliðssæti hans sé í hættu en Gareth Southgate hefur haft óbilandi trú á Maguire til þessa. Íþróttamiðillinn ESPN fór nýverið yfir stöðu mála hjá Harry Maguire en það virðist sem leikmaðurinn sjálfur og þeir sem eru honum næstir séu ekki alveg sammála umræðu síðustu mánuða. „Harry þarf hraða leikmenn í kringum sig en hefur ekki haft það. Ef þú myndir setja Rúben Dias (leikmann Manchester City) í vörnina hjá United og Harry í vörnina hjá City þá myndi Dias vera í vandræðum og Harry myndi njóta sín,“ sagði heimildarmaður náinn Harry í viðtali við ESPN. „Harry hefur ekki átt góða 12 mánuði en hann hefur ekki fengið mikla hjálp frá þeim í kringum hann, þjálfurum eða leikmönnum – svo það er skiljanlegt að sjálfstraust hans hafi minnkað og frammistöður dalað,“ bætti heimildarmaðurinn við. Harry Maguire is facing the biggest week of his career his club and country ambitions rest on what happens over the next seven days https://t.co/Q3JqY10FKc— Mark Ogden (@MarkOgden_) September 19, 2022 ESPN hefur einnig heimildir fyrir því að Maguire sé orðinn langþreyttur á samskiptaleysi David De Gea og þeirri staðreynd að markvöðurinn komi nær aldrei af marklínunni. Kennir miðvörðurinn þeirri staðreynd að hluta til um slakan varnarleik liðsins á síðustu leiktíð. Ten Hag virðist hafa fundið lausn á þeim vandræðum með því að stilla þeim Raphaël Varane og Lisandro Martínez saman í miðverði. Hvort Southgate gefi öðrum tækifæri í leikjum Englands í Þjóðadeildinni eða haldi sig við Harry Maguire kemur í ljós á næstu dögum þegar enska landsliðið mætir Þýskalandi og Ítalíu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Sjá meira
Man United keyptir Maguire á metfé sumarið 2019 og varð hann um leið lykilmaður í liði Ole Gunnar Solskjær. Hann byrjaði alla leiki Man United og enska landsliðsins. Hann meiddist lítillega undir lok tímabils 2021 og missti af úrslitaleik Evrópudeildarinnar þar sem Man Utd tapaði gegn Villareal í vítaspyrnukeppni. Hann missti af upphafi Evrópumótsins en kom svo inn og spilaði frábærlega er England fór alla leið í úrslit en tapaði þar í vítaspyrnukeppni gegn Ítalíu. Það var svo á síðustu leiktíð 2021-22 þegar það fór að halla undan fæti. Það gekk ekkert upp hjá Man Utd og Harry var gerður að blóraböggli. Eftir að hafa verið alltaf til staðar fór miðvörðurinn að meiðast og spila illa í kjölfarið. Gagnrýnisraddir urðu háværari og háværari en alltaf spilaði Maguire. það er þangað til nú. Maguire byrjaði í miðverðinum hjá Man Utd á þessari leiktíð eftir að Erik ten Hag tók við stjórnartaumunum. Eftir töp gegn Brighton & Hove Albion og Brentford var Harry hins vegar settur á bekkinn. Liðið fór á flug og hann spilaði ekkert í næstu leikjum sem unnust allir. Þegar hann fékk á ný tækifæri í Evrópudeildinni gegn Real Sociedad þá tapaði Man United aftur. Harry Maguire kostaði Manchester United 87 milljónir punda.EPA-EFE/ANDREW YATES Man Utd hefur tapað öllum leikjunum sem hinn 29 ára gamli Maguire hefur byrjað á leiktíðinni og virðist sem slakar frammistöður hans á síðustu leiktíð hafi elt hann yfir á yfirstandandi tímabil. Nú gæti verið svo að landsliðssæti hans sé í hættu en Gareth Southgate hefur haft óbilandi trú á Maguire til þessa. Íþróttamiðillinn ESPN fór nýverið yfir stöðu mála hjá Harry Maguire en það virðist sem leikmaðurinn sjálfur og þeir sem eru honum næstir séu ekki alveg sammála umræðu síðustu mánuða. „Harry þarf hraða leikmenn í kringum sig en hefur ekki haft það. Ef þú myndir setja Rúben Dias (leikmann Manchester City) í vörnina hjá United og Harry í vörnina hjá City þá myndi Dias vera í vandræðum og Harry myndi njóta sín,“ sagði heimildarmaður náinn Harry í viðtali við ESPN. „Harry hefur ekki átt góða 12 mánuði en hann hefur ekki fengið mikla hjálp frá þeim í kringum hann, þjálfurum eða leikmönnum – svo það er skiljanlegt að sjálfstraust hans hafi minnkað og frammistöður dalað,“ bætti heimildarmaðurinn við. Harry Maguire is facing the biggest week of his career his club and country ambitions rest on what happens over the next seven days https://t.co/Q3JqY10FKc— Mark Ogden (@MarkOgden_) September 19, 2022 ESPN hefur einnig heimildir fyrir því að Maguire sé orðinn langþreyttur á samskiptaleysi David De Gea og þeirri staðreynd að markvöðurinn komi nær aldrei af marklínunni. Kennir miðvörðurinn þeirri staðreynd að hluta til um slakan varnarleik liðsins á síðustu leiktíð. Ten Hag virðist hafa fundið lausn á þeim vandræðum með því að stilla þeim Raphaël Varane og Lisandro Martínez saman í miðverði. Hvort Southgate gefi öðrum tækifæri í leikjum Englands í Þjóðadeildinni eða haldi sig við Harry Maguire kemur í ljós á næstu dögum þegar enska landsliðið mætir Þýskalandi og Ítalíu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Sjá meira