Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2025 15:33 Lise Klaveness er forseti norska knattspyrnusambandsins en verður líka orðin stjórnarmaður hjá UEFA eftir komandi ársþing. Getty/Maja Hitij Lise Klaveness, forseti norska knattspyrnusambandsins, er komin inn í framkvæmdastjórn UEFA og það þýðir væna peningagreiðslu inn á bankareikninginn. Klaveness var sú eina sem bauð sig fram í það sæti í stjórninni sem verður að vera skipað konu. Hún er því örugg inn löngu fyrir ársþingið. Norskir fjölmiðlar fjalla um laun Klaveness en samkvæmt ársreikningum UEFA þá fær hver stjórnarmeðlimur 160 þúsund evrur á ári fyrir að sitja í stjórninni eða meira en 23 milljónir íslenskra króna. Klaveness verður líka áfram formaður norska knattspyrnusambandsins þar sem hún fær 25 milljónir íslenskra króna á ári. Klaveness var spurð út í launin sín á blaðamannafundi. Norska ríkisútvarpið fjallar um málið. „Persónulega þá finnst mér þessi laun vera of há af því að þetta á að vera sjálfboðaliðastarf. Eiginkona mín (Ingrid Camilla Fosse Sæthre) er í leyfi frá vinnu og þess vegna munu þessi tvöföldu laun mín brúa bilið heima hjá okkur,“ sagði Klaveness. Klaveness talaði síðan um að hún myndi gefa frá sér hluta launanna þegar konan verður komin aftur í vinnu. „Hún valdi þetta sjálf af því að henni fannst ég ferðast svo mikið. Þegar hún fer aftur í vinnu þá mun ég sjá til þess að hluti af launum mínu fari til góðgerðamála. Þetta er mitt val en ég ræði þetta við ykkur af því að ég veit að fólk er að velta þessu fyrir sér í Noregi,“ sagði Klaveness. Hún ætlar að gefa 35 prósent af launum sínum. Ársþingið hjá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, fer fram í Belgrad í Serbíu 3. april næstkomandi. UEFA Norski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið Sjá meira
Klaveness var sú eina sem bauð sig fram í það sæti í stjórninni sem verður að vera skipað konu. Hún er því örugg inn löngu fyrir ársþingið. Norskir fjölmiðlar fjalla um laun Klaveness en samkvæmt ársreikningum UEFA þá fær hver stjórnarmeðlimur 160 þúsund evrur á ári fyrir að sitja í stjórninni eða meira en 23 milljónir íslenskra króna. Klaveness verður líka áfram formaður norska knattspyrnusambandsins þar sem hún fær 25 milljónir íslenskra króna á ári. Klaveness var spurð út í launin sín á blaðamannafundi. Norska ríkisútvarpið fjallar um málið. „Persónulega þá finnst mér þessi laun vera of há af því að þetta á að vera sjálfboðaliðastarf. Eiginkona mín (Ingrid Camilla Fosse Sæthre) er í leyfi frá vinnu og þess vegna munu þessi tvöföldu laun mín brúa bilið heima hjá okkur,“ sagði Klaveness. Klaveness talaði síðan um að hún myndi gefa frá sér hluta launanna þegar konan verður komin aftur í vinnu. „Hún valdi þetta sjálf af því að henni fannst ég ferðast svo mikið. Þegar hún fer aftur í vinnu þá mun ég sjá til þess að hluti af launum mínu fari til góðgerðamála. Þetta er mitt val en ég ræði þetta við ykkur af því að ég veit að fólk er að velta þessu fyrir sér í Noregi,“ sagði Klaveness. Hún ætlar að gefa 35 prósent af launum sínum. Ársþingið hjá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, fer fram í Belgrad í Serbíu 3. april næstkomandi.
UEFA Norski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið Sjá meira