Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. febrúar 2025 17:17 Vísir/Vilhelm Stjarnan tryggði sér í kvöld sæti í úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta með nokkuð öruggum fimm marka sigri gegn ÍBV, 34-29. Stjörnumenn sýndu strax í upphafi leiks að þeir voru ekki bara mættir til að vera með á móti bikarliði ÍBV. Stjarnan skoraði fyrstu tvö mörk leiksins og var með yfirhöndina allan fyrri hálfleikinn. Liðið náði þó aldrei að slíta ÍBV frá sér og Eyjamenn önduðu ofan í hálsmálið á þeim bláklæddu. Mest náði Stjarnan þriggja marka forskoti í fyrri hálfleik, en ÍBV jafnaði metin í 15-15 þegar um fjórar mínútur voru fram að hléi. Það var í fyrsta sinn síðan í stöðunni 0-0 sem staðan var jöfn. Stjörnumenn reyndust þó sterkari á lokamínútum fyrri hálfleiksins og tapaður bolti Eyjamanna á síðustu sekúndunum gaf Stjörnunni tækifæri á að ná tveggja marka forystu fyrir hlé. Tækifæri sem Garðbæingar nýttu sér og Pétur Árni Hauksson kom Stjörnunni í 18-16 áður en liðin gengu til búningsherbergja. Hrannar Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, fer yfir málin með dómara leiksins.Vísir/Vilhelm Áfram höfðu Stjörnumenn yfirhöndina í síðari hálfleik, nema í þetta sinn leyfðu þeir Eyjamönnum ekki að hanga í sér. Stjarnan byggði jafnt og þétt upp öruggt forskot og náði mest níu marka forystu í stöðunni 31-22 þegar um átta mínútur voru til leiksloka. Eyjamenn áttu í miklu basli með leik Stjörnunnar, hvort sem það var í vörn eða sókn. ÍBV náði að klóra í bakkann á lokamínútum leiksins og laga stöðuna aðeins, en þá voru úrslitin þegar ráðin og niðurstaðan varð fimm marka sigur Stjörnunnar, 34-29. Stjarnan er því á leið í úrslit Powerade-bikarsins á kostnað Eyjamanna sem sigla til Vestmannaeyja með sárt ennið. Stjarnan mætir annað hvort Fram eða Aftureldingu í úrslitum. Stjörnumenn ögnuðu vel og innilega í leikslok.Vísir/Vilhelm Atvik leiksins Pétur Árni Hauksson á atvik leiksins skuldlaust. Stjörnumenn höfðu verið með yfirhöndina allan fyrri hálfleikinn, en áttu í stökustu vandræðum með að hrista Eyjamenn af sér. Þegar örfáar sekúndur voru eftir af fyrri hálfleik stálu Stjörnumenn hins vegar boltanum og komu honum fram á Pétur sem tróð boltanum inn. Munurinn í hálfleik því tvö mörk, sem hljómar ekki mikið, en markið gerði mikið fyrir Garðbæinga sem gengu á lagið í seinni hálfleik. Stjörnur og skúrkar Markaskorun Stjörnumanna dreifðist vel og í raun erfitt að velja einhverja örfáa sem standa upp úr sem stjörnur. Hans Jörgen Ólafsson var markahæstur í liði Garðbæinga með sjö mörk, en þeir Ísak Logi og Pétur Árni skiluðu klárlega góðu dagsverki með sex og fimm mörk. Þá átti Sigurður Dan Óskarsson góða innkomu í mark Stjörnunnar og varði sjö skot, svokallaða stemningsbolta. Eyjamenn fá hins vegar á sig skúrkastimpilinn. Sóknarleikur liðsins var þunglamalegur í seinni hálfleik og þá náði liðið ekki að stoppa í götin varnarlega, þrátt fyrir að reyna nokkrar varnarútfærslur. Dómararnir Mikið undir, hátt spennustig og nóg af vafaatriðum. Það er það sem einkennir leiki sem þessa. Árni Snær Magnússon og Þorvar Bjarmi Harðarson komust þrátt fyrir það nokkuð vel frá verkefni kvöldsins. Auðvitað er hægt að týna hitt og þetta til sem hefði verið hægt að dæma öðruvísi, en heilt yfir voru þeir með stóru ákvarðanirnar á hreinu. Stemning og umgjörð Það er skrýtið að hafa undanúrslita- og úrslitaleiki bikarsins annarsstaðar en í Laugardalshöllinni, en Ásvellir skiluðu sínu í kvöld. Mikil stemning á pöllunum og allt upp á tíu í umgjörð. Powerade-bikarinn Stjarnan ÍBV
Stjarnan tryggði sér í kvöld sæti í úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta með nokkuð öruggum fimm marka sigri gegn ÍBV, 34-29. Stjörnumenn sýndu strax í upphafi leiks að þeir voru ekki bara mættir til að vera með á móti bikarliði ÍBV. Stjarnan skoraði fyrstu tvö mörk leiksins og var með yfirhöndina allan fyrri hálfleikinn. Liðið náði þó aldrei að slíta ÍBV frá sér og Eyjamenn önduðu ofan í hálsmálið á þeim bláklæddu. Mest náði Stjarnan þriggja marka forskoti í fyrri hálfleik, en ÍBV jafnaði metin í 15-15 þegar um fjórar mínútur voru fram að hléi. Það var í fyrsta sinn síðan í stöðunni 0-0 sem staðan var jöfn. Stjörnumenn reyndust þó sterkari á lokamínútum fyrri hálfleiksins og tapaður bolti Eyjamanna á síðustu sekúndunum gaf Stjörnunni tækifæri á að ná tveggja marka forystu fyrir hlé. Tækifæri sem Garðbæingar nýttu sér og Pétur Árni Hauksson kom Stjörnunni í 18-16 áður en liðin gengu til búningsherbergja. Hrannar Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, fer yfir málin með dómara leiksins.Vísir/Vilhelm Áfram höfðu Stjörnumenn yfirhöndina í síðari hálfleik, nema í þetta sinn leyfðu þeir Eyjamönnum ekki að hanga í sér. Stjarnan byggði jafnt og þétt upp öruggt forskot og náði mest níu marka forystu í stöðunni 31-22 þegar um átta mínútur voru til leiksloka. Eyjamenn áttu í miklu basli með leik Stjörnunnar, hvort sem það var í vörn eða sókn. ÍBV náði að klóra í bakkann á lokamínútum leiksins og laga stöðuna aðeins, en þá voru úrslitin þegar ráðin og niðurstaðan varð fimm marka sigur Stjörnunnar, 34-29. Stjarnan er því á leið í úrslit Powerade-bikarsins á kostnað Eyjamanna sem sigla til Vestmannaeyja með sárt ennið. Stjarnan mætir annað hvort Fram eða Aftureldingu í úrslitum. Stjörnumenn ögnuðu vel og innilega í leikslok.Vísir/Vilhelm Atvik leiksins Pétur Árni Hauksson á atvik leiksins skuldlaust. Stjörnumenn höfðu verið með yfirhöndina allan fyrri hálfleikinn, en áttu í stökustu vandræðum með að hrista Eyjamenn af sér. Þegar örfáar sekúndur voru eftir af fyrri hálfleik stálu Stjörnumenn hins vegar boltanum og komu honum fram á Pétur sem tróð boltanum inn. Munurinn í hálfleik því tvö mörk, sem hljómar ekki mikið, en markið gerði mikið fyrir Garðbæinga sem gengu á lagið í seinni hálfleik. Stjörnur og skúrkar Markaskorun Stjörnumanna dreifðist vel og í raun erfitt að velja einhverja örfáa sem standa upp úr sem stjörnur. Hans Jörgen Ólafsson var markahæstur í liði Garðbæinga með sjö mörk, en þeir Ísak Logi og Pétur Árni skiluðu klárlega góðu dagsverki með sex og fimm mörk. Þá átti Sigurður Dan Óskarsson góða innkomu í mark Stjörnunnar og varði sjö skot, svokallaða stemningsbolta. Eyjamenn fá hins vegar á sig skúrkastimpilinn. Sóknarleikur liðsins var þunglamalegur í seinni hálfleik og þá náði liðið ekki að stoppa í götin varnarlega, þrátt fyrir að reyna nokkrar varnarútfærslur. Dómararnir Mikið undir, hátt spennustig og nóg af vafaatriðum. Það er það sem einkennir leiki sem þessa. Árni Snær Magnússon og Þorvar Bjarmi Harðarson komust þrátt fyrir það nokkuð vel frá verkefni kvöldsins. Auðvitað er hægt að týna hitt og þetta til sem hefði verið hægt að dæma öðruvísi, en heilt yfir voru þeir með stóru ákvarðanirnar á hreinu. Stemning og umgjörð Það er skrýtið að hafa undanúrslita- og úrslitaleiki bikarsins annarsstaðar en í Laugardalshöllinni, en Ásvellir skiluðu sínu í kvöld. Mikil stemning á pöllunum og allt upp á tíu í umgjörð.