Boðar herkvaðningu og hótar kjarnorkustríði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. september 2022 06:20 Ef marka má erlenda miðla hefur Pútín hvatt „sjálfboðaliða“ í Donbas til að taka upp vopn gegn Úkraínumönnum. AP/Alexei Nikolsky Vesturlönd hafa sýnt að þau vilja ekki frið milli Rússlands og Úkraínu, sagði Vladimir Pútín Rússlandsforseti í ávarpi sínu til rússnesku þjóðarinnar í morgun. Hann sagði Vesturlönd vilja tortíma Rússlandi og sakaði þau um að nota Úkraínumenn sem fallbyssufóður. Forsetinn sagði nauðsynlegt að grípa til tafarlausra aðgerða til að vernda Rússa á hinum „frelsuðu svæðum“. Því hefði hann fyrirskipað varnarmálaráðuneytinu að grípa til herkvaðningar. Að sögn varnarmálaráðherrans Sergey Shoigu nær herkvaðningin til um 300.000 varaliða og einstaklinga sem áður hafa þjónað í hernum. Pútín sakaði Vesturlönd um tilraunir til að kúga Rússa en sagði þá búa yfir fjölda vopna til að bregðast við. „Við munum nota öll þau ráð sem við eigum til að vernda fólkið okkar,“ sagði hann og virðist enn og aftur vera að vísa til notkunar kjarnorkuvopna. „Ég treysti á stuðning ykkar,“ biðlaði hann til rússnesku þjóðarinnar. Samkvæmt BBC sagði Pútín að þeir yrðu aðeins kallaðir til sem hefðu áður þjónað í hernum, „til að vernda móðurlandið, sjálfræði þess og landsvæði; öryggi þjóðarinnar“. Þá hafði hann í hótunum við Vesturlönd. „Ef landsvæði okkar er ógnað munum við grípa til allra ráða til að verja Rússland og þjóðina. Þetta er ekki innantóm hótun,“ sagði hann. „Til þeirra sem freista þess að hóta okkur með kjarnorkuvopnum; þeir ættu að vita að ráðandi vindar geta snúist og blásið í átt að þeim.“ Varðandi íbúakosningar um innlimun í Rússland á því sem hann kallaði „frelsuð svæði“ sagði hann Rússa „styðja þetta fólk“. Íbúar þar hefðu ekki áhuga á því að búa „undir oki nýnasista“. Íbúakosningar um innlimun hafa verið tilkynntar í Donetsk, Luhansk, Kherson og Zaporizhzhia. Mykhailo Podolyak, einn ráðgjafa Vólódímír Selenskís Úkraínuforseta, hefur tjáð sig um ávarp Pútín og segir hann augljóslega vera að reyna að kenna Vesturlöndum um innrásina og versnandi stöðu efnahagsmála heima fyrir. Þá segir hann herkvaðninguna til marks um það hversu illa Rússum hefur gengið. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Vladimír Pútín Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira
Forsetinn sagði nauðsynlegt að grípa til tafarlausra aðgerða til að vernda Rússa á hinum „frelsuðu svæðum“. Því hefði hann fyrirskipað varnarmálaráðuneytinu að grípa til herkvaðningar. Að sögn varnarmálaráðherrans Sergey Shoigu nær herkvaðningin til um 300.000 varaliða og einstaklinga sem áður hafa þjónað í hernum. Pútín sakaði Vesturlönd um tilraunir til að kúga Rússa en sagði þá búa yfir fjölda vopna til að bregðast við. „Við munum nota öll þau ráð sem við eigum til að vernda fólkið okkar,“ sagði hann og virðist enn og aftur vera að vísa til notkunar kjarnorkuvopna. „Ég treysti á stuðning ykkar,“ biðlaði hann til rússnesku þjóðarinnar. Samkvæmt BBC sagði Pútín að þeir yrðu aðeins kallaðir til sem hefðu áður þjónað í hernum, „til að vernda móðurlandið, sjálfræði þess og landsvæði; öryggi þjóðarinnar“. Þá hafði hann í hótunum við Vesturlönd. „Ef landsvæði okkar er ógnað munum við grípa til allra ráða til að verja Rússland og þjóðina. Þetta er ekki innantóm hótun,“ sagði hann. „Til þeirra sem freista þess að hóta okkur með kjarnorkuvopnum; þeir ættu að vita að ráðandi vindar geta snúist og blásið í átt að þeim.“ Varðandi íbúakosningar um innlimun í Rússland á því sem hann kallaði „frelsuð svæði“ sagði hann Rússa „styðja þetta fólk“. Íbúar þar hefðu ekki áhuga á því að búa „undir oki nýnasista“. Íbúakosningar um innlimun hafa verið tilkynntar í Donetsk, Luhansk, Kherson og Zaporizhzhia. Mykhailo Podolyak, einn ráðgjafa Vólódímír Selenskís Úkraínuforseta, hefur tjáð sig um ávarp Pútín og segir hann augljóslega vera að reyna að kenna Vesturlöndum um innrásina og versnandi stöðu efnahagsmála heima fyrir. Þá segir hann herkvaðninguna til marks um það hversu illa Rússum hefur gengið.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Vladimír Pútín Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira