Fótbolti

Evrópu­ævin­týri Al­fons og fé­laga hófst gegn Val

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Alfons Sampsted í leiknum gegn Zürich.
Alfons Sampsted í leiknum gegn Zürich. EPA-EFE/Mats Torbergsen

Alfons Sampsted og liðsfélagar hans í norska meistaraliðinu Bodø/Glimt hafa nú unnið 14 Evrópuleiki í röð í annað hvort Evrópu- eða Sambandsdeild Evrópu. Sigurgangan hófst þann 29. júlí 2021 er liðið lagði þáverandi Íslandsmeistara Vals 3-0.

Árangur Bodø/Glimt undanfarin misseri verið hreint út sagt lygilegur. Liðið hefur orðið Noregsmeistari í tvígang þó nú virðist sem Molde ætli að fara með sigur af hólmi í Noregi.

Alfons og félagar hafa hins vegar náð undraverðum árangri í Evrópu. Liðið mætti Val í annarri umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. 

Þaðan lá leiðin alla leið í riðlakeppnina þar sem liðið lagði Roma í ótrúlegum leik. Á endanum fór liðið alla leið í 8-liða úrslit áður en það mætti Roma aftur og beið þá lægri hlut eftir að hafa unnið heimaleikinn.

Nú er Bodø/Glimt í Evrópudeildinni og virðist ekkert lát vera á góðum árangri. Liðið Zürich á fimmtudagskvöld og vann þar með sinn 14. heimaleik í röð. 

Það verður forvitnilegt að sjá hvort Evrópuævintýrið haldi áfram en með þeim í A-riðli Evrópudeildarinnar eru einnig Arsenal og PSV.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×