Fótbolti

Aron Einar tekur aftur við fyrirliðabandinu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Aron Einar verður aftur með fyrirliðabandið.
Aron Einar verður aftur með fyrirliðabandið. vísir/bára

Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari staðfesti á blaðamannafundi KSÍ í dag að Aron Einar Gunnarsson sé ekki bara að snúa til baka í landsliðið heldur muni hann taka við fyrirliðabandinu á nýjan leik.

„Það var aldrei spurning að velja leiðtoga og leikmann eins og Aron aftur í liðið,“ sagði Arnar Þór á fundinum í dag.

Aron Einar gagnrýndi KSÍ á sínum tíma og fannst sambandið ekki taka vel á hans málum. Þjálfarinn segir að það sé allt í góðu á milli þeirra.

„Aron hefur verið mjög jákvæður síðan við byrjuðum að tala saman. Hann hlakkar til að spila landsleiki á nýjan leik.“

Arnar þakkaði og hrósaði Birki Bjarnasyni fyrir sína frammistöðu sem fyrirliði en staðfesti um leið að Aron Einar myndi taka bandið á nýjan leik.


Tengdar fréttir

Svona er hópurinn: Aron og Alfreð snúa aftur

Aron Einar Gunnarsson, sem í áratug var fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, var í dag valinn að nýju í liðið eftir rúmlega eins árs fjarveru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×