Dæmi um fjármálamisferli hjá jamaíska sambandinu Valur Páll Eiríksson skrifar 16. september 2022 08:01 Heimir tekur líklega formlega við Jamaíku í dag. Vísir/Getty Strembnar vinnuaðstæður kunna að taka við Heimi Hallgrímssyni þegar hann tekur við sem landsliðsþjálfari Jamaíku. Ámælisverð fjármálastjórn hefur loðað við knattspyrnusambandið í landinu. Sambandið hefur sætt gagnrýni frá leikmönnum liðsins og blandaði dóttir söngvarans sáluga Bobs Marley sér í málið í vikunni þar sem kallað var eftir samstöðu með Andre Blake, markverði og fyrirliða liðsins. Hann er ekki í nýjasta landsliðshópnum eftir að hafa gagnrýnt stjórnarmenn hjá sambandinu. Þá tók töluverðan tíma að leysa harða launadeilu leikmanna og sambandsins í fyrra, þar sem litlu munaði að liðið þyrfti að gefa leiki í undankeppni HM. Klippa: Sportpakkinn: Heimir og sambandið „Það hefur verið örlítið vandamál í tengslum við laun leikmanna. Það má líklega rekja til samskiptaörðugleika og kannski rangrar ráðstöfunar fés. Fótbolti er á meðal þeirra íþrótta sem fær mest fé í Jamaíku jafnvel þó frjálsar íþróttir séu einnig ofarlega á lista,“ segir jamaíski íþróttafræðingurinn og þjálfarinn Pete Coley. „Fótbolti er vinsælasta íþróttin á Jamaíku og fótboltasambandið fær mest fé og það hafa verið vandamál og tilfelli þar sem fénu hefur ekki verið ráðstafað almennilega, sem má rekja til vandræða í samskiptum. Í fyrra komu upp vandamál sem voru á lokum leyst og liðið hélt áfram í undankeppni HM,“ segir hann um deiluna. Aðspurður um hvort spilling ríki í sambandinu segir hann: „Spilling (e. corruption) er kannski full sterkt orð. Ég myndi segja fjármálamisferli (e. misallocation of funds) þar sem ekki er verið að deila fé út á rétta staði á réttum tíma. Það má kannski segja að það sé eilítil spilling þegar litið er á fjármögnunina, til að mynda með styrktaraðila og fyrirtækin sem taka þátt. Í þeim tilfellum er yfirleitt hætta á slíku,“ segir Coley. Líkt og greint var frá í gær er gert ráð fyrir að Heimi Hallgrímsson verði tilkynntur sem nýr þjálfari Jamaíku í dag. Honum til aðstoðar verði Helgi Kolviðsson og Guðmundur Hreiðarsson, sem voru einnig í teymi hans með íslenska karlalandsliðið á sínum tíma. Jamaíka Íslendingar erlendis Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira
Sambandið hefur sætt gagnrýni frá leikmönnum liðsins og blandaði dóttir söngvarans sáluga Bobs Marley sér í málið í vikunni þar sem kallað var eftir samstöðu með Andre Blake, markverði og fyrirliða liðsins. Hann er ekki í nýjasta landsliðshópnum eftir að hafa gagnrýnt stjórnarmenn hjá sambandinu. Þá tók töluverðan tíma að leysa harða launadeilu leikmanna og sambandsins í fyrra, þar sem litlu munaði að liðið þyrfti að gefa leiki í undankeppni HM. Klippa: Sportpakkinn: Heimir og sambandið „Það hefur verið örlítið vandamál í tengslum við laun leikmanna. Það má líklega rekja til samskiptaörðugleika og kannski rangrar ráðstöfunar fés. Fótbolti er á meðal þeirra íþrótta sem fær mest fé í Jamaíku jafnvel þó frjálsar íþróttir séu einnig ofarlega á lista,“ segir jamaíski íþróttafræðingurinn og þjálfarinn Pete Coley. „Fótbolti er vinsælasta íþróttin á Jamaíku og fótboltasambandið fær mest fé og það hafa verið vandamál og tilfelli þar sem fénu hefur ekki verið ráðstafað almennilega, sem má rekja til vandræða í samskiptum. Í fyrra komu upp vandamál sem voru á lokum leyst og liðið hélt áfram í undankeppni HM,“ segir hann um deiluna. Aðspurður um hvort spilling ríki í sambandinu segir hann: „Spilling (e. corruption) er kannski full sterkt orð. Ég myndi segja fjármálamisferli (e. misallocation of funds) þar sem ekki er verið að deila fé út á rétta staði á réttum tíma. Það má kannski segja að það sé eilítil spilling þegar litið er á fjármögnunina, til að mynda með styrktaraðila og fyrirtækin sem taka þátt. Í þeim tilfellum er yfirleitt hætta á slíku,“ segir Coley. Líkt og greint var frá í gær er gert ráð fyrir að Heimi Hallgrímsson verði tilkynntur sem nýr þjálfari Jamaíku í dag. Honum til aðstoðar verði Helgi Kolviðsson og Guðmundur Hreiðarsson, sem voru einnig í teymi hans með íslenska karlalandsliðið á sínum tíma.
Jamaíka Íslendingar erlendis Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira