Dæmi um fjármálamisferli hjá jamaíska sambandinu Valur Páll Eiríksson skrifar 16. september 2022 08:01 Heimir tekur líklega formlega við Jamaíku í dag. Vísir/Getty Strembnar vinnuaðstæður kunna að taka við Heimi Hallgrímssyni þegar hann tekur við sem landsliðsþjálfari Jamaíku. Ámælisverð fjármálastjórn hefur loðað við knattspyrnusambandið í landinu. Sambandið hefur sætt gagnrýni frá leikmönnum liðsins og blandaði dóttir söngvarans sáluga Bobs Marley sér í málið í vikunni þar sem kallað var eftir samstöðu með Andre Blake, markverði og fyrirliða liðsins. Hann er ekki í nýjasta landsliðshópnum eftir að hafa gagnrýnt stjórnarmenn hjá sambandinu. Þá tók töluverðan tíma að leysa harða launadeilu leikmanna og sambandsins í fyrra, þar sem litlu munaði að liðið þyrfti að gefa leiki í undankeppni HM. Klippa: Sportpakkinn: Heimir og sambandið „Það hefur verið örlítið vandamál í tengslum við laun leikmanna. Það má líklega rekja til samskiptaörðugleika og kannski rangrar ráðstöfunar fés. Fótbolti er á meðal þeirra íþrótta sem fær mest fé í Jamaíku jafnvel þó frjálsar íþróttir séu einnig ofarlega á lista,“ segir jamaíski íþróttafræðingurinn og þjálfarinn Pete Coley. „Fótbolti er vinsælasta íþróttin á Jamaíku og fótboltasambandið fær mest fé og það hafa verið vandamál og tilfelli þar sem fénu hefur ekki verið ráðstafað almennilega, sem má rekja til vandræða í samskiptum. Í fyrra komu upp vandamál sem voru á lokum leyst og liðið hélt áfram í undankeppni HM,“ segir hann um deiluna. Aðspurður um hvort spilling ríki í sambandinu segir hann: „Spilling (e. corruption) er kannski full sterkt orð. Ég myndi segja fjármálamisferli (e. misallocation of funds) þar sem ekki er verið að deila fé út á rétta staði á réttum tíma. Það má kannski segja að það sé eilítil spilling þegar litið er á fjármögnunina, til að mynda með styrktaraðila og fyrirtækin sem taka þátt. Í þeim tilfellum er yfirleitt hætta á slíku,“ segir Coley. Líkt og greint var frá í gær er gert ráð fyrir að Heimi Hallgrímsson verði tilkynntur sem nýr þjálfari Jamaíku í dag. Honum til aðstoðar verði Helgi Kolviðsson og Guðmundur Hreiðarsson, sem voru einnig í teymi hans með íslenska karlalandsliðið á sínum tíma. Jamaíka Íslendingar erlendis Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira
Sambandið hefur sætt gagnrýni frá leikmönnum liðsins og blandaði dóttir söngvarans sáluga Bobs Marley sér í málið í vikunni þar sem kallað var eftir samstöðu með Andre Blake, markverði og fyrirliða liðsins. Hann er ekki í nýjasta landsliðshópnum eftir að hafa gagnrýnt stjórnarmenn hjá sambandinu. Þá tók töluverðan tíma að leysa harða launadeilu leikmanna og sambandsins í fyrra, þar sem litlu munaði að liðið þyrfti að gefa leiki í undankeppni HM. Klippa: Sportpakkinn: Heimir og sambandið „Það hefur verið örlítið vandamál í tengslum við laun leikmanna. Það má líklega rekja til samskiptaörðugleika og kannski rangrar ráðstöfunar fés. Fótbolti er á meðal þeirra íþrótta sem fær mest fé í Jamaíku jafnvel þó frjálsar íþróttir séu einnig ofarlega á lista,“ segir jamaíski íþróttafræðingurinn og þjálfarinn Pete Coley. „Fótbolti er vinsælasta íþróttin á Jamaíku og fótboltasambandið fær mest fé og það hafa verið vandamál og tilfelli þar sem fénu hefur ekki verið ráðstafað almennilega, sem má rekja til vandræða í samskiptum. Í fyrra komu upp vandamál sem voru á lokum leyst og liðið hélt áfram í undankeppni HM,“ segir hann um deiluna. Aðspurður um hvort spilling ríki í sambandinu segir hann: „Spilling (e. corruption) er kannski full sterkt orð. Ég myndi segja fjármálamisferli (e. misallocation of funds) þar sem ekki er verið að deila fé út á rétta staði á réttum tíma. Það má kannski segja að það sé eilítil spilling þegar litið er á fjármögnunina, til að mynda með styrktaraðila og fyrirtækin sem taka þátt. Í þeim tilfellum er yfirleitt hætta á slíku,“ segir Coley. Líkt og greint var frá í gær er gert ráð fyrir að Heimi Hallgrímsson verði tilkynntur sem nýr þjálfari Jamaíku í dag. Honum til aðstoðar verði Helgi Kolviðsson og Guðmundur Hreiðarsson, sem voru einnig í teymi hans með íslenska karlalandsliðið á sínum tíma.
Jamaíka Íslendingar erlendis Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira