„Afi Palli“ er vinsæll í leikskólanum á Flúðum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. september 2022 20:07 “Afi Palli” er vinsæll í leikskólanum á Flúðum hjá krökkunum en hér erum við að tala um Pál Skaftason, sem kann mjög vel við sig í nýja starfinu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Börnin í leikskólanum á Flúðum eru alsæl með að vera búin að fá „afa“ í leikskólann sinn enda er hann alltaf kallaður „Afi Palli“. Á leikskólanum Undralandi eru 42 leikskólabörn og um 15 starfsmenn og Palli Skafta eins og hann er alltaf kallaður er mjög vinsæll hjá börnunum. Hér erum við að tala um Pál Skaftason, sem er 59 ára en hann hefur verið mikið til sjós og unnið við járnabindingar stórra bygginga. Síðustu ár hefur hann unnið í Færeyjum við járnabindingar eða þar til að hann flutti á Flúðir með konu sinni, Ingveldi Eiríksdóttur, sem er einmitt leikskólastjóri á Flúðum. Í leikskólanum eru 42 börn og 15 starfsmenn.Magnús Hlynur Hreiðarsson “Afi Palli” eins og hann er alltaf kallaður í leikskólanum er elskaður og dáður af börnunum og hann sjálfur er alsæll í nýja starfinu. “Það eru forréttindi að fá að vinna með börnunum,” segir Palli. Hvernig datt þér þetta í hug, að fara að vinna á leikskóla? 1 “Ég hafði tekið ART- námskeið og er Artari sjálfur, unnið með krökkum í skóla. Svo bara var ég að koma heim eftir langa fjarveru frá Íslandi í Færeyjum í járnabindingum og ákvað að fara í krefjandi vinnu, þetta er líka krefjandi starf eins og járnabindingar,” segir Palli. Leikskólabörnin sogast að Palla og þau segja að hann sé bestur að ýta þeim þegar þau eru að róla því hann ýti svo hátt. Börnin eru ánægð með hvað “Afi Palli” ýtir þeim hátt í rólunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvað er skemmtilegast við börn? “Það er bara hugmyndaríki þeirra og hvernig þau ímynda sér veröldina og sjá fyrir sér hlutina. Þau sjá hlutina í allt öðru ljósi heldur en við fullorðna fólkið.” Palli hvetur karlmenn á öllum aldri að vinna á leikskóla, þeir muni ekki sjá eftir því. “Þetta er bara vinna eins og annað en þetta er miklu skemmtilegri vinna. Þeir, sem þola áreitið og lætin í börnunum inn á milli ættu alveg hiklaust að fara í þetta, þetta er fín vinna. Svæðið hér á Flúðum er æðislegt og veðursældin er góð, og mér finnst þetta bara vera opinn og skemmtilegur leikskóli,” segir “Afi Palli”. Palli hvetur karlmenn á öllum aldri til að sækja um vinnu í leikskólum landsins, það séu frábærir vinnustaðir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrunamannahreppur Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Á leikskólanum Undralandi eru 42 leikskólabörn og um 15 starfsmenn og Palli Skafta eins og hann er alltaf kallaður er mjög vinsæll hjá börnunum. Hér erum við að tala um Pál Skaftason, sem er 59 ára en hann hefur verið mikið til sjós og unnið við járnabindingar stórra bygginga. Síðustu ár hefur hann unnið í Færeyjum við járnabindingar eða þar til að hann flutti á Flúðir með konu sinni, Ingveldi Eiríksdóttur, sem er einmitt leikskólastjóri á Flúðum. Í leikskólanum eru 42 börn og 15 starfsmenn.Magnús Hlynur Hreiðarsson “Afi Palli” eins og hann er alltaf kallaður í leikskólanum er elskaður og dáður af börnunum og hann sjálfur er alsæll í nýja starfinu. “Það eru forréttindi að fá að vinna með börnunum,” segir Palli. Hvernig datt þér þetta í hug, að fara að vinna á leikskóla? 1 “Ég hafði tekið ART- námskeið og er Artari sjálfur, unnið með krökkum í skóla. Svo bara var ég að koma heim eftir langa fjarveru frá Íslandi í Færeyjum í járnabindingum og ákvað að fara í krefjandi vinnu, þetta er líka krefjandi starf eins og járnabindingar,” segir Palli. Leikskólabörnin sogast að Palla og þau segja að hann sé bestur að ýta þeim þegar þau eru að róla því hann ýti svo hátt. Börnin eru ánægð með hvað “Afi Palli” ýtir þeim hátt í rólunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvað er skemmtilegast við börn? “Það er bara hugmyndaríki þeirra og hvernig þau ímynda sér veröldina og sjá fyrir sér hlutina. Þau sjá hlutina í allt öðru ljósi heldur en við fullorðna fólkið.” Palli hvetur karlmenn á öllum aldri að vinna á leikskóla, þeir muni ekki sjá eftir því. “Þetta er bara vinna eins og annað en þetta er miklu skemmtilegri vinna. Þeir, sem þola áreitið og lætin í börnunum inn á milli ættu alveg hiklaust að fara í þetta, þetta er fín vinna. Svæðið hér á Flúðum er æðislegt og veðursældin er góð, og mér finnst þetta bara vera opinn og skemmtilegur leikskóli,” segir “Afi Palli”. Palli hvetur karlmenn á öllum aldri til að sækja um vinnu í leikskólum landsins, það séu frábærir vinnustaðir.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hrunamannahreppur Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira