Fótbolti

Vill sýna að KR sé að gera mistök

Atli Arason skrifar
Jóhannes Karl Sigursteinsson (t.v.) ásamt Arnari Páli Garðarsyni(t.h.)
Jóhannes Karl Sigursteinsson (t.v.) ásamt Arnari Páli Garðarsyni(t.h.) Hulda Margrét

Arnar Páll Garðarsson, þjálfari kvennaliðs KR, er á förum frá félaginu eftir tímabilið en hann er ekki sáttur með viðskilnaðinn við KR.

„Ég fékk tilkynningu um að breytingar yrðu í meistaraflokki, að ég yrði ekki áfram,“ sagði Arnar í viðtali við Fótbolta.net eftir 0-6 tapið gegn Val í gær.

KR-ingar eru í neðsta sæti deildarinnar með sjö stig eftir 14 umferðir, sex stigum frá öruggu sæti. Öll sjö stig KR hafa komið eftir að Arnar tók við liðinu þann 22. maí, eftir 5. umferð deildarinnar. Arnar var áður aðstoðamaður Jóhannesar Karls Sigursteinsonar, sem sagði upp störfum.

„Ég fékk enga ástæðu fyrir þessu, ekki neitt. Ég átti samtal við mann í félaginu, sem stjórnar svo sem ekki þessum breytingum, en þeir sem stjórna þeim hafa ekki talað við mig,“ bætti Arnar við.

Arnar starfar líka sem þjálfari í yngri flokkum en gat ekki séð sér fært um að halda því starfi áfram eftir uppsögnina hjá meistaraflokk kvenna. Hann viðurkennir að erfiðara sé að gíra sig upp í leiki og æfingar eftir að honum var tilkynnt um starfslok sín hjá félaginu.

„Fyrstu dagana eftir að ég fékk þetta tilkynnt þá fannst mér erfitt að mæta á æfingar og erfitt að finna hvatninguna til að gera hlutina eins vel og maður á að gera. Það þýðir ekkert. Ég hef fullt að sanna og ég vil enda þetta tímabil vel. Ég vil sýna KR að þeir séu að gera mistök með þessu,“ sagði Arnar Páll Garðarsson, þjálfari KR.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×