Segir að það þurfi aðeins einn kvenkyns þjálfara til að breyta landslaginu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. september 2022 08:31 Phi Neville vonast til að geta gefið fleiri kvenkyns þjálfurum tækifæri. EPA-EFE/SEBASTIEN NOGIER Phil Neville, fyrrverandi landsliðsþjálfari kvennalandsliðs Englands, þjálfar Inter Miami í MLS-deildinni í Bandaríkjunum í dag. Hann segir að það þurfi aðeins einn kvenkyns þjálfara í deildina til að opna dyrnar fyrir enn fleiri. Frá 2018 til 2021 þjálfaði Neville enska landsliðið og fór til að mynda með það í undanúrslit á HM 2019. Á meðan hann starfaði þar tók Neville eftir hversu mikil aukning hefur orðið á kvenkyns þjálfurum í íþróttinni. Hann fór yfir stöðu í hlaðvarpsþætti nýverið. „Þegar ég þjálfaði kvennalandsliðið var ég með kvenkyns þjálfara í kringum mig. Það sem ég myndi segja að væri stærsti munurinn á milli karl- og kvenkyns þjálfara er sjálfstraust og trú á eigin getu. Mér leið alltaf eins og þær töldu sig ekki vera nægilega góðar. Ég held að eftir tvö til þrjú ár verði meira sjálfstraust og meiri trú þar sem það verða fleiri tækifæri.“ „Þegar þú sérð tækifæri þá eykst sjálfstraustið og ég held að það sé það sem við erum að sjá í öllum krókum og kimum fótboltans í dag. Innan vallar sem utan.“ Neville hrósaði líkamlegu ástandi leikmanna Inter Miami en hann segir það allt Dawn Scott að þakka. Hún hafði unnið sama starf fyrir bandaríska kvennalandsliðið og vinnur með landsliðum Englands samhliða því að vinna með Neville hjá Inter. Þá nefndi hann Casey Stoney sem þjálfar í dag San Diego Wave í NWSL deildinni en Neville telur hana meira en færa um að þjálfa í MLS deildinni. „Ég myndi segja að það taki bara eina til að það verði snjóboltaáhrif. Ég vonast til að geta gefi slík tækifæri og að ég hafi þor og dug til að gera það,“ sagði Neville að endingu. Inter Miami er sem stendur í 9. sæti Austurhluta MLS deildarinnar með 36 stig að loknum 28 leikjum. Liðið er þremur stigum á eftir FC Cincinnati sem situr í 7. sætinu en það er síðasta sætið sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppni deildarinnar. Fótbolti Bandaríski fótboltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Sjá meira
Frá 2018 til 2021 þjálfaði Neville enska landsliðið og fór til að mynda með það í undanúrslit á HM 2019. Á meðan hann starfaði þar tók Neville eftir hversu mikil aukning hefur orðið á kvenkyns þjálfurum í íþróttinni. Hann fór yfir stöðu í hlaðvarpsþætti nýverið. „Þegar ég þjálfaði kvennalandsliðið var ég með kvenkyns þjálfara í kringum mig. Það sem ég myndi segja að væri stærsti munurinn á milli karl- og kvenkyns þjálfara er sjálfstraust og trú á eigin getu. Mér leið alltaf eins og þær töldu sig ekki vera nægilega góðar. Ég held að eftir tvö til þrjú ár verði meira sjálfstraust og meiri trú þar sem það verða fleiri tækifæri.“ „Þegar þú sérð tækifæri þá eykst sjálfstraustið og ég held að það sé það sem við erum að sjá í öllum krókum og kimum fótboltans í dag. Innan vallar sem utan.“ Neville hrósaði líkamlegu ástandi leikmanna Inter Miami en hann segir það allt Dawn Scott að þakka. Hún hafði unnið sama starf fyrir bandaríska kvennalandsliðið og vinnur með landsliðum Englands samhliða því að vinna með Neville hjá Inter. Þá nefndi hann Casey Stoney sem þjálfar í dag San Diego Wave í NWSL deildinni en Neville telur hana meira en færa um að þjálfa í MLS deildinni. „Ég myndi segja að það taki bara eina til að það verði snjóboltaáhrif. Ég vonast til að geta gefi slík tækifæri og að ég hafi þor og dug til að gera það,“ sagði Neville að endingu. Inter Miami er sem stendur í 9. sæti Austurhluta MLS deildarinnar með 36 stig að loknum 28 leikjum. Liðið er þremur stigum á eftir FC Cincinnati sem situr í 7. sætinu en það er síðasta sætið sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppni deildarinnar.
Fótbolti Bandaríski fótboltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Sjá meira