„Íslenska ríkið er gott í að skrifa skýrslur en svo gerist ekki neitt“ Snorri Másson skrifar 8. september 2022 08:41 Lina Elisabet Hallberg er Svíi sem ólst upp í Sviss en flutti til Íslands árið 2016. Lina starfar sem tannlæknir á Íslandi en þurfti á sínum tíma að minnka verulega við sig í starfi, þar sem hún vildi klára að læra íslensku. Eina leiðin sem hún mat færa var að fara beinlínis í háskólanám, þar sem aðra valkosti skorti. Lina ræddi málefni íslenskukennslu í Íslandi í dag, þar sem hún sagði íslenska ríkið sýna mikið áhugaleysi í innflytjendamálum; og að ekki væri nándar nærri staðið nógu vel að íslenskukennslu fyrir útlendinga. Hér að ofan má sjá viðtalið, sem fer fram á lýtalausri íslensku - nokkuð sem allir geta lært að sögn Linu. „Ég byrjaði á að fara í tungumálaskóla, keypti bækur, en því miður. Eftir fjögur eða fimm námskeið þá var ekkert til að gera. Það er hægt að læra íslensku en það vantar kennslubækur, orðabækur og námskeið," segir Lina. Úrræðaleysið sem blasir við eftir fyrstu grunnnámskeiðin kemur að sögn Linu niður á íslensku samfélagi í praktískum skilningi. Hún sjálf hafi þannig þurft að minnka við sig í vinnu til að klára námið og þar að auki þekki hún fjölda menntaðs fólks sem ekki getur starfað við fag sitt vegna þess að það hefur ekki náð tökum á tungumálinu þrátt fyrir áralanga dvöl. Það sé ekki fjarlægur veruleiki að hér skapist stór hópur fólks sem ekki tali tungumálið, heldur sé sú staða þegar uppi. Lina Hallberg tannlæknir er mikill áhugamaður um íslenska tungu og hefur náð undraverðum tökum á henni á aðeins örfáum árum. Aðrir geta gert hið sama, en þá verða yfirvöld að skapa forsendur til náms.Vísir/Vilhelm „Mér finnst íslenska ríkið mjög gott í að skrifa skýrslur en svo gerist ekki neitt,“ segir Lina. Ég þekki marga sem hafa verið hér í sjö, átta, níu ár og tala varla íslensku af því að tækifærin eru ekki til. Það er ótrúlega erfitt að finna námskeið. Það eru ekki til kennslubækur og kennslubækurnar sem þú átt að skoða til að fá ríkisborgararétt, þær eru bara ekki góðar. Það þarf, að sögn Linu, að gera miklu, miklu betur. Íslensk fræði Innflytjendamál Tengdar fréttir Segir nauðsynlegt að efla íslenskukennslu fyrir innflytjendur Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir erlent vinnuafl nauðsynlegt til þess að sinna megi þeim stöfum sem skapist þegar þjóðin eldist og færri verða á vinnumarkaði. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði segir bráðnauðsynlegt að efla íslenskukennslu fyrir þá sem komi erlendis frá til landsins og vilji vinna. Hann hafi áhyggjur af íslensku máli. 4. september 2022 00:22 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Lina ræddi málefni íslenskukennslu í Íslandi í dag, þar sem hún sagði íslenska ríkið sýna mikið áhugaleysi í innflytjendamálum; og að ekki væri nándar nærri staðið nógu vel að íslenskukennslu fyrir útlendinga. Hér að ofan má sjá viðtalið, sem fer fram á lýtalausri íslensku - nokkuð sem allir geta lært að sögn Linu. „Ég byrjaði á að fara í tungumálaskóla, keypti bækur, en því miður. Eftir fjögur eða fimm námskeið þá var ekkert til að gera. Það er hægt að læra íslensku en það vantar kennslubækur, orðabækur og námskeið," segir Lina. Úrræðaleysið sem blasir við eftir fyrstu grunnnámskeiðin kemur að sögn Linu niður á íslensku samfélagi í praktískum skilningi. Hún sjálf hafi þannig þurft að minnka við sig í vinnu til að klára námið og þar að auki þekki hún fjölda menntaðs fólks sem ekki getur starfað við fag sitt vegna þess að það hefur ekki náð tökum á tungumálinu þrátt fyrir áralanga dvöl. Það sé ekki fjarlægur veruleiki að hér skapist stór hópur fólks sem ekki tali tungumálið, heldur sé sú staða þegar uppi. Lina Hallberg tannlæknir er mikill áhugamaður um íslenska tungu og hefur náð undraverðum tökum á henni á aðeins örfáum árum. Aðrir geta gert hið sama, en þá verða yfirvöld að skapa forsendur til náms.Vísir/Vilhelm „Mér finnst íslenska ríkið mjög gott í að skrifa skýrslur en svo gerist ekki neitt,“ segir Lina. Ég þekki marga sem hafa verið hér í sjö, átta, níu ár og tala varla íslensku af því að tækifærin eru ekki til. Það er ótrúlega erfitt að finna námskeið. Það eru ekki til kennslubækur og kennslubækurnar sem þú átt að skoða til að fá ríkisborgararétt, þær eru bara ekki góðar. Það þarf, að sögn Linu, að gera miklu, miklu betur.
Íslensk fræði Innflytjendamál Tengdar fréttir Segir nauðsynlegt að efla íslenskukennslu fyrir innflytjendur Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir erlent vinnuafl nauðsynlegt til þess að sinna megi þeim stöfum sem skapist þegar þjóðin eldist og færri verða á vinnumarkaði. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði segir bráðnauðsynlegt að efla íslenskukennslu fyrir þá sem komi erlendis frá til landsins og vilji vinna. Hann hafi áhyggjur af íslensku máli. 4. september 2022 00:22 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Segir nauðsynlegt að efla íslenskukennslu fyrir innflytjendur Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir erlent vinnuafl nauðsynlegt til þess að sinna megi þeim stöfum sem skapist þegar þjóðin eldist og færri verða á vinnumarkaði. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði segir bráðnauðsynlegt að efla íslenskukennslu fyrir þá sem komi erlendis frá til landsins og vilji vinna. Hann hafi áhyggjur af íslensku máli. 4. september 2022 00:22