Einkunnir Íslands: Sandra maður leiksins Íþróttadeild Vísis skrifar 6. september 2022 20:50 Sandra Sigurðardóttir með eina af fjölmörgum vörslum sínum í leiknum. ANP via Getty Images Ísland tapaði með afar svekkjandi hætti, 1-0 fyrir Hollandi í undankeppni HM ytra. Sigurmark Hollands kom í uppbótartíma og þýðir að Ísland fer ekki beint á HM heldur í umspil. Ísland var í vörn nánast allan leikinn og var raunar ótrúlegt að Holland hafi ekki skorað fyrr. Sandra Sigurðardóttir var helsta ástæða þess en hún átti stórkostlegan leik í markinu og var maður leiksins. Einkunnir íslenska liðsins má sjá að neðan. Byrjunarlið Sandra Sigurðardóttir, markvörður: 10 Líkt og EM varði Sandra eins og berserkur, þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Var vandanum vaxin í hverju einasta skoti og hverri einustu fyrirgjöf. Svakaleg frammistaða og hún verðskuldaði að halda hreinu. Guðný Árnadóttir, hægri bakvörður: 8 Sinnti varnarvinnunni vel í þéttum múr Íslands, sérstaklega í síðari hálfleiknum. Bjargaði frábærlega á línu í þeim fyrri. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður: 9Stóð vaktina vel í vörn íslenska liðsins og tókst að halda Vivianne Miedema í skefjum framan af. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður: 8 Varðist með öllu sem hún átti. Líkt og aðrir varnarmenn Íslands átti hún erfitt að spila boltanum í gegnum pressu hollenska liðsins. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, vinstri bakvörður: 6 Var í vandræðum á köflum enda sótti Holland að mestu upp hægra megin, sér í lagi í fyrri hálfleik. Er þekktari fyrir að vera góð sóknarlega en það fékk ekki beint að njóta sín í kvöld. Sara Björk Gunnarsdóttir, miðjumaður: 7 Barðist og barðist en náði lítið að sýna gæði sín með boltann enda komst íslenska miðjan ekki nálægt boltanum. Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður: 7 Svipaða sögu af henni að segja og Söru Björk að ofan. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, miðjumaður: 7Sama og með Söru Björk og Dagnýju. Var tekin af velli eftir að hafa meiðst lítillega að því virtist. Var með tárin í augunum er hún gekk af velli. Svava Rós Guðmundsdóttir, vinstri kantmaður: 5 Fékk ekki úr miklu að moða á meðan hún var inn á. Var meira í vörn en sókn enda hollenska liðið boltann nær allan fyrri hálfleikinn. Sveindís Jane Jónsdóttir, hægri kantmaður: 6Svipað og með aðra framherja liðsins, var meira í vörn en sókn. Maður hefði þó viljað sjá löng innköst Sveindísar Jane valda meiri usla en þau í raun gerðu. Átti góða spretti og var á köflum sú eina sem gaf varnarmönnum í yfirvinnu andrými. Afdrifaríkt klúður í dauðafæri á 75. mínútu. Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji: 5 Var rosalega einangruð upp á topp hjá íslenska liðinu og fékk bókstaflega úr engu að moða Varamenn: Selma Sól Magnúsdóttir - Kom inn fyrir Svövu Rós í hálfleik: 5 Hljóp mikið og sinnti varnarvinnunni af krafti. Hefði átt að stoppa fyrirgjöfina sem markið kom úr. Elín Metta Jensen - Kom inn fyrir Berglindi Björgu á 80. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. Alexandra Jóhannsdóttir - Kom inn fyrir Gunnhildi Yrsu á 80. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Fleiri fréttir Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Sjá meira
Ísland var í vörn nánast allan leikinn og var raunar ótrúlegt að Holland hafi ekki skorað fyrr. Sandra Sigurðardóttir var helsta ástæða þess en hún átti stórkostlegan leik í markinu og var maður leiksins. Einkunnir íslenska liðsins má sjá að neðan. Byrjunarlið Sandra Sigurðardóttir, markvörður: 10 Líkt og EM varði Sandra eins og berserkur, þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Var vandanum vaxin í hverju einasta skoti og hverri einustu fyrirgjöf. Svakaleg frammistaða og hún verðskuldaði að halda hreinu. Guðný Árnadóttir, hægri bakvörður: 8 Sinnti varnarvinnunni vel í þéttum múr Íslands, sérstaklega í síðari hálfleiknum. Bjargaði frábærlega á línu í þeim fyrri. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður: 9Stóð vaktina vel í vörn íslenska liðsins og tókst að halda Vivianne Miedema í skefjum framan af. Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður: 8 Varðist með öllu sem hún átti. Líkt og aðrir varnarmenn Íslands átti hún erfitt að spila boltanum í gegnum pressu hollenska liðsins. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, vinstri bakvörður: 6 Var í vandræðum á köflum enda sótti Holland að mestu upp hægra megin, sér í lagi í fyrri hálfleik. Er þekktari fyrir að vera góð sóknarlega en það fékk ekki beint að njóta sín í kvöld. Sara Björk Gunnarsdóttir, miðjumaður: 7 Barðist og barðist en náði lítið að sýna gæði sín með boltann enda komst íslenska miðjan ekki nálægt boltanum. Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður: 7 Svipaða sögu af henni að segja og Söru Björk að ofan. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, miðjumaður: 7Sama og með Söru Björk og Dagnýju. Var tekin af velli eftir að hafa meiðst lítillega að því virtist. Var með tárin í augunum er hún gekk af velli. Svava Rós Guðmundsdóttir, vinstri kantmaður: 5 Fékk ekki úr miklu að moða á meðan hún var inn á. Var meira í vörn en sókn enda hollenska liðið boltann nær allan fyrri hálfleikinn. Sveindís Jane Jónsdóttir, hægri kantmaður: 6Svipað og með aðra framherja liðsins, var meira í vörn en sókn. Maður hefði þó viljað sjá löng innköst Sveindísar Jane valda meiri usla en þau í raun gerðu. Átti góða spretti og var á köflum sú eina sem gaf varnarmönnum í yfirvinnu andrými. Afdrifaríkt klúður í dauðafæri á 75. mínútu. Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji: 5 Var rosalega einangruð upp á topp hjá íslenska liðinu og fékk bókstaflega úr engu að moða Varamenn: Selma Sól Magnúsdóttir - Kom inn fyrir Svövu Rós í hálfleik: 5 Hljóp mikið og sinnti varnarvinnunni af krafti. Hefði átt að stoppa fyrirgjöfina sem markið kom úr. Elín Metta Jensen - Kom inn fyrir Berglindi Björgu á 80. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. Alexandra Jóhannsdóttir - Kom inn fyrir Gunnhildi Yrsu á 80. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn.
Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Fleiri fréttir Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Sjá meira