Ný kirkja risin í Grímsey Árni Sæberg skrifar 6. september 2022 17:45 Turni nýju kirkjunnar í Grímsey var komið fyrir á dögunum. Aðsend/Inga Lóa Guðjónsdóttir Á dögunum var ný Miðgarðskirkja í Grímsey orðin fokheld og turninum hafði verið komið fyrir. Í dag kom varðskipið Þór í eyna með stuðlabergsskífur sem fara á þak nýju kirkjunnar. Í fréttatilkynningu frá Miðgarðskirkju segir að byggingarvinna í Grímsey, nyrstu byggð Íslands, krefjist mun meiri fyrirhafnar og kostnaðar en í landi. Til eyjarinnar hafi þurft að flytja allt byggingarefni sjóleiðina og sömuleiðis jarðefni, svo sem möl og sand. Þar lagði Landhelgisgæslan kirkjunni lið með því að flytja timbur og grjót í eyna fyrr í sumar og í morgun flutti hún sextán bretti af stuðlabergsskífum. Í tilkynningu segir að kirkjan sé nú orðin fokheld og næstu dagar fari í að koma granítskífum fyrir á þaki hennar og að klæða hana að utan með lerki. Kirkjan verði svo innréttuð í vetur og næsta vor gengið frá umhverfi hennar. Jarðrask hafi orðið meira en búis var við vegna fornleifafundar og bleytu í sumar. Fyrirhugað sé að vígja nýja Miðgarðakirkju sumarið 2023, en nú sé unnið að því að ljúka fjármögnun hennar. Ár frá brunanum Þann 21. september næstkomandi er ár liðið frá bruna hinnar gömlu Miðgarðakirkju. Í tilkynningu segir að þann dag muni Grímseyingar og gestir koma saman í nýju kirkjunni og minnast þeirrar gömlu og gleðjast yfir vel unnu verki. Friðrik Ómar Hjörleifsson tónlistarmaður, er meðal þeirra sem fram munu koma, en húsið er auk helgihalds, sérstaklega hannað til tónlistar- og menningarviðburða. Kirkjubruni í Grímsey Grímsey Landhelgisgæslan Akureyri Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Miðgarðskirkju segir að byggingarvinna í Grímsey, nyrstu byggð Íslands, krefjist mun meiri fyrirhafnar og kostnaðar en í landi. Til eyjarinnar hafi þurft að flytja allt byggingarefni sjóleiðina og sömuleiðis jarðefni, svo sem möl og sand. Þar lagði Landhelgisgæslan kirkjunni lið með því að flytja timbur og grjót í eyna fyrr í sumar og í morgun flutti hún sextán bretti af stuðlabergsskífum. Í tilkynningu segir að kirkjan sé nú orðin fokheld og næstu dagar fari í að koma granítskífum fyrir á þaki hennar og að klæða hana að utan með lerki. Kirkjan verði svo innréttuð í vetur og næsta vor gengið frá umhverfi hennar. Jarðrask hafi orðið meira en búis var við vegna fornleifafundar og bleytu í sumar. Fyrirhugað sé að vígja nýja Miðgarðakirkju sumarið 2023, en nú sé unnið að því að ljúka fjármögnun hennar. Ár frá brunanum Þann 21. september næstkomandi er ár liðið frá bruna hinnar gömlu Miðgarðakirkju. Í tilkynningu segir að þann dag muni Grímseyingar og gestir koma saman í nýju kirkjunni og minnast þeirrar gömlu og gleðjast yfir vel unnu verki. Friðrik Ómar Hjörleifsson tónlistarmaður, er meðal þeirra sem fram munu koma, en húsið er auk helgihalds, sérstaklega hannað til tónlistar- og menningarviðburða.
Kirkjubruni í Grímsey Grímsey Landhelgisgæslan Akureyri Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira