Samfélaginu stafi raunveruleg ógn af peningaþvætti Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. september 2022 19:00 Grímur Grímsson yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu og Unnur Gunnarsdóttir varaseðlabankastjóri segja peningaþvætti ógn við samfélög á margan máta. Vísir/Egill Þó nokkur mál hafa komið upp undanfarið hjá lögreglunni þar sem grunur er um stórfellt peningaþvætti og sífellt fleiri tilkynningar berast. Varaseðlabankastjóri segir hagkerfinu stafa raunveruleg ógn af slíkum glæpum Tilkynningum um peningaþvætti hér á landi hefur fjölgað mikið síðustu ár samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Til að mynda bárust ríflega tvöþúsund tilkynningar frá tilkynningaskyldum aðilum í fyrra og í hittifyrra sem er tvöfalt meira en árin 2017-2019. Grímur Grímsson yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að nú fari yfirleitt fram fjármálarannsókn samhliða sakamálarannsókn. „Það hafa vissulega komið upp mál undanfarið þar sem peningaþvætti hefur verið rannsakað með frumbroti,“ segir hann. Grímur segir algengast að peningaþvætti sé stundað í kringum eiturlyfjasölu og innflutning. „Þetta eru þá aðilar sem hafa ávinning sem þeir þurfa að þvætta og nota kannski löglega starfsemi til að gera það. Það er oft byggingarstarfsemi og veitingastarfsemi sem er notuð í það.,“ segir Grímur. Raunveruleg ógn Unnur Gunnarsdóttir varaseðlabankastjóri sagði á ráðstefnu um peningaþvætti í dag gríðarlega mikilvægt að samfélagið og stofnanir séu meðvitaðar um þessa hættu. Stór hneykslismál hafi komið upp erlendis vegna slíkra mála. „Við höfum séð slík brot koma upp í systurstofnunum okkar á Norðurlöndunum þar sem bankar hafa látið misnota sig í þessu skini. Það var einu Eystrasaltslandanna þar sem var útibú frá dönskum banka. Þar hafði innistæðum fjölgað gríðarlega þegar það var rannsakað kom í ljós peningaþvættismál sem átti rætur að rekja til Rússlands. Þetta olli hneyksli og missi á orðstýr viðkomandi fjármálastofnunar. Það er því gríðarlega mikilvægt að þær stofnanir sem taka við fjármagni séu með gætur á og fari að lögum og reglum um þessi mál,“ segir Unnur. Lögreglan Peningaþvætti norrænna banka Íslenskir bankar Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Sjá meira
Tilkynningum um peningaþvætti hér á landi hefur fjölgað mikið síðustu ár samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Til að mynda bárust ríflega tvöþúsund tilkynningar frá tilkynningaskyldum aðilum í fyrra og í hittifyrra sem er tvöfalt meira en árin 2017-2019. Grímur Grímsson yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að nú fari yfirleitt fram fjármálarannsókn samhliða sakamálarannsókn. „Það hafa vissulega komið upp mál undanfarið þar sem peningaþvætti hefur verið rannsakað með frumbroti,“ segir hann. Grímur segir algengast að peningaþvætti sé stundað í kringum eiturlyfjasölu og innflutning. „Þetta eru þá aðilar sem hafa ávinning sem þeir þurfa að þvætta og nota kannski löglega starfsemi til að gera það. Það er oft byggingarstarfsemi og veitingastarfsemi sem er notuð í það.,“ segir Grímur. Raunveruleg ógn Unnur Gunnarsdóttir varaseðlabankastjóri sagði á ráðstefnu um peningaþvætti í dag gríðarlega mikilvægt að samfélagið og stofnanir séu meðvitaðar um þessa hættu. Stór hneykslismál hafi komið upp erlendis vegna slíkra mála. „Við höfum séð slík brot koma upp í systurstofnunum okkar á Norðurlöndunum þar sem bankar hafa látið misnota sig í þessu skini. Það var einu Eystrasaltslandanna þar sem var útibú frá dönskum banka. Þar hafði innistæðum fjölgað gríðarlega þegar það var rannsakað kom í ljós peningaþvættismál sem átti rætur að rekja til Rússlands. Þetta olli hneyksli og missi á orðstýr viðkomandi fjármálastofnunar. Það er því gríðarlega mikilvægt að þær stofnanir sem taka við fjármagni séu með gætur á og fari að lögum og reglum um þessi mál,“ segir Unnur.
Lögreglan Peningaþvætti norrænna banka Íslenskir bankar Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Sjá meira